Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1970, Page 18

Læknablaðið - 01.02.1970, Page 18
2 LÆKNABLAÐIÐ Guðmundur upp í foreldrahúsum, en hóf nám í menntaskóla, er hann hafði aldur til, og laidv stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1927. Lagði hann síðan stund á læknisfræði og lauk kandídatsprófi frá Háskóla Islands 21. júní 1935. Árin 1930—1931 tók Guðmundur J)átt í rannsólcnarför Alfreds prófessors Wegeners lil Grænlands, og var hann jafnframt læknir leiðangursmanna. Hér mun hafa reynt á Jjrek og hyggindi hins unga læknanema í hættuför, og fórst leiðangursstjórinn á jöklin- um. Guðmundur gat sér liið bezta orð í för [jessari, hélt vináttu- tengslum við félaga sína æ síðan og minntist oft Grænlandsferðar- innar og þeirrar reynslu, er hann hafði þar hlotið. Að loknu embættisprófi gegndi Guðmundur kandídatsstöðu á sjúkrahúsi Hvítabandsins um cins árs skeið. Almennt lækninga- leyfi hlaut hann 1938, en lekkst lítið við mannalækningar. Fyrir honum átti að liggja brautryðjendastarf og aðalhlutverk í harátt- unni við hinar illræmdu húfjárpestir, sem hingað bárust mcð karakúlfé árið 1933. í júlí 1935 gerðist Guðmundur starfsmaður Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg og hóf þegar um haustið rannsóknir á hinni skæðu mæðiveiki, sem ])á var komin upp í sauðfé í Deildar- tungu í Borgarfirði. Prófessor Níels Dungal hafði J)á forystu um rannsóknir J)essar, en eftir því sem tímar liðu hvíldu þær æ meir á herðum Guðmundar. Fór hann utan tit framhaldsnáms og rann- sókna og dvaldist um veturinn 1936—1937 í Bretlandi, bæði á The Veterinary Laboratory í Weyhridge, Surrey, og við British Mu- seum (Natural History) í Suður-Kensington í Lundúnum. Einnig fór Guðmundur til Bretlands og Norðurlanda sumarið 1939. Hann starfaði á Rannsóknarstofu Háskólans við Barónsstíg fram til árs- ins 1948, en fluttist J)á í hið nýreista hús Tilraunastöðvar Háskól- ans í meinafræði að Keldum. Hinn 22. apríl 1941 var Guðmundi falin forstaða rannsóknar- stöðvar búfjársjúkdóma að Keldum í Mosfellssveit. Sagði hann því starfi lausu árið 1943 og var þá ráðinn sérfræðingur sauðfjár- sjúkdómanefndar í ágúst sama ár. Hann var skipaður rannsóknar- læknir í húsdýrasjúkdómum 12. ágúst 1958. Á Keldum veitti Guð- mundur forstöðu sjálfstæðri rannsóknadeild á vegum landbúnað- arráðuneytisins og starfaði J)ar í samvinnu við sauðfjársjúkdóma- nefnd. Visindastörfum og rannsóknum Guðmundar Gíslasonar verða ekki gerð rækileg skil í stuttri minningargrein. Framlag hans til

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.