Læknablaðið - 01.02.1970, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ
3
aukins skilnings á mæðiveiki er grundvöllur allra seinni rann-
sókna á því sviði.
Árið 1939 uppgötvaði Guðmundur fyrstur manna, að þing-
eyska mæðin svokallaða er sérstakur sjúkdómur, og greindi hann
frá votamæði (jaagsiekte). Áður liafði þessum tveim lungnasjúk-
dómum verið ruglað saman bæði hér og erlendis. Hinar víðtæku
cg róttæku varnarráðstafanir gegn hinum tveim tegundum mæði-
veiki byggðust að miklu leyti á rannsóknum Guðmundar og studd-
ust við álit lians og sérfræðilegan úrskurð hverju sinni. Var hlut-
verk hans oft ærið vandasamt og vanþakklátt, en þeir, sem gerst
til þekkja, eru á einu máli um það, að tillögur Guðmundar hafi
ætíð verið studdar traustum og gildum rökum og reistar á vand-
legu og þaulhugsuðu vísindalegu mati. Má án efa eigna honum
verulegan lilut í því, hversu vel tókst að útrýma mæðiveiki hér á
landi. Votamæði hefur ekki fundizt hér í fé síðan 1952 og þurra-
mæði ekki síðan 1965.
Þriðji vágesturinn, sem liingað barst með karalailfénu, var
garnaveiki í sauðfé cg kúm. Stóð Guðmundur í fylkingarbrjósti í
baráttunni við þann sjúkdóm. Enda þótt ekki hafi tekizt að út-
rýrna garnaveikinni, hefur með bólusetningu og sívakandi og ná-
kvæmu eftirliti Guðmundar með úthreiðslu hennar tekizt að draga
mjög verulega úr tjóni af hennar völdum.
Ormaveiki í sauðfé er útbreidd og mikill skaðvaldur hér á
landi. Guðmundur hafði forystu um rannsóknir á þessu sviði og
ritaði margt um þær til leiðbeiningar íslenzkum hændum.
Enn átti hann frumkvæði að athugunum margra fleiri sauð-
l'jársjúkdóma eða lagði til þeirra mikilsverðan skerf. Nefna má
kýlapest, fósturlát í sauðfé, lungnapest og kregðulungnabólgu í
lömbum, listeriosis eða svokallaða Hvanneyrarveiki, lambalilóð-
sótt og flosnýrnaveiki, bris í görn og margt fleira.
Með margra ára rannsóknum safnaði Guðmundur miklum
upplýsingum um sjúkdóma og sóttarfar í íslenzku sauðfé og fleiri
dýrategundum. Enn hefur hvergi nærri verið unnið úr öllum
þeim mikla efniviði, sem hann hefur dregið saman. Verður von-
andi hægt að gera því einhver skil, en seint verður það gert til
hlítar, sem Guðmundur ætlaði sér, hefði hans notið lengur við.
Meðal annarra áhugamála Guðmundar var heilhrigði íslenzkra
hreindýra. Fór hann í margar öræfaferðir til þess að rannsaka dýr-
in í því skyni að kanna, hvort þau kynnu að hafa sýkzt af garna-
veiki, hvaða sníkjudýr fyndust í þeim, og rannsaka heilsufar
þeirra almennt. Þá leitaðist hann við að gera sér grein fyrir þeim