Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1970, Side 53

Læknablaðið - 01.02.1970, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 23 Rannsóknastofa — Lyfjabúr Hugsanlegt er, að ritari annist afgreiðslu lyfja undir eftirliti læknisins, og er þá hægt að hafa lyfjabúr næst ritaraherbergi. Ef hjúkrunarkona gegnir ritarastörfum, á hún greiðan aðgang að S2 og Sj. Má því nota hvora stofuna sem er fyrir skiptingar, inn- dælingar o. s. frv. (Mynd 6 og 7). En fleira þarf að vera í lækningastöð en húsnæði fyrir viðtöl og skoðanir. Góð læknisþjónusta er komin undir góðri rannsókn- araðstöðu, og er þá komið að rannsóknastofunni. Henni má koma fyrir í næsta nágrenni við ritaraherhergi, og á hina hlið hennar komi vinnurými hjúkrunarkonu eða, eins og gert er á mynd 8, að sameina í eitt aðstöðu hjúkrunarkonu og rannsókna- stofu og þessi eining sé sett næst ritaraherbergi. 1 sömu einingu kemur skol og sótthreinsun. Inn á þennan uppdrátt hefur ekki verið færð sérstök ge>nnsla, enda eðlilegt að slíkt sé í lyfjabúri. Hér á undan hefur verið rakið, hvernig hæta má við einstökum þáttum í lækningastarfsemi og húsnæði fyrir þá. Níunda mynd er af sænskri lækningastöð (1-lákarstation) og hefur verið bætt við lyfjabúri og inngangi hreytt, en að öðru leyti er grunnmyndin eins og hún er í nefndul riti. 11. mynd er úr sama riti og birt hér með leyfi Centrala Sjukvárdsberedningen.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.