Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1970, Side 63

Læknablaðið - 01.02.1970, Side 63
LÆKNABLAÐIÐ 29 í læknisfræði. Þar er helzt um að ræða prófessorsstöður við Háskóla Islands, sem veita þó takmörkuð skilyrði vegna mik- illar kennsluvinnu, lélegra launa, skorts á aðstoðarmönn- um og lítilla fjárframlaga til rannsóknarstarfs. Þannig má segja, að hinir út- völdu búi við þröngan kost, hvað snertir möguleika til meiri háttar og samfelldra átaka við vísindastörf, sem er undirstaða gróandi háskólastarfsemi. Læknastéttin hefur skorið upp herör um skipulagningu læknaþjónustu í dreifbýli og þéttbýli, svo sem sjálfsagt er. Hún hefur einnig látið sig miklu skipta bætta starfsaðstöðu og laun lækna innan og utan sj úkrahúsa. Er ekki löngu tima- bært að beina geirum að vís- indamálum læknastéttarinnar og skipulagningu þeirra? Á þetta hefur öðru hverju verið minnzt í Læknablaðinu. I rit- stjórnargrein þess 1965 voru meðal annars hugleiðingar um nauðsyn þess að stofna læknis- fræðilegt rannsóknarráð og þar talað um, að „vegna hinna sér- stöku aðstæðna hér mætti fela læknadeild Háskólans verkefni þessa rannsóknarráðs“. Mun þessu máli hafa verið hreyft innan læknadeildar á síðasta ári. fíit send Ltehnablaðinu Eftirfarandi ritgerðir hafa borizt blaðinu: Hjalti Þórarinsson, Jónas Hallgrímsson, Ólafur Bjarnason og Gísli Petersen: Carcinoma of the lung in Iceland. Diseases of the Chest, 52, 754— 759, 1967. Hjalti Þórarinsson: Carcinoma of the lung in Iceland. Scand. J. Thor. Cardiovasc. Surg. 3:31—38, 1969. Alma Þórarinsson, Ólafur Jensson og Ólafur Bjarnason: Screening for Uterine Cancer in Iceland. Acta Cytol. 13, 304—308, 1969. Jón Steffensen: Islandske betegnelser paa skörbug og deres etymologi. Nbrdiisk Medicinhistorisk Aarsbog, p. 1—13, 1969. Jón Steffensen: Þættir úr líffræði Islendinga. Læknaneminn, 3, 1—14, 1969. Blaðið sendir höfundum beztu þakkir.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.