Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 6

Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 6
104 LÆK.NABLADID Mynd 2. Óvenju stór xanthomata á hásinum og handarsinum sextugrar íslenskrar konu (V. C.) mcd arfblenda hyperkólesterolemiu. Kólesterolgildi I blódi hennar 5-600 mg./dl. fyrsta áratug og flestir þeirra deyja úr krans- æðasjúkdómi á fyrsta eða öðrum aldursáratug (17). Önnur einkenni æðakölkunar eru einnig algeng meðal þessara einstaklinga. Lífefnafræðilegur galli Arfblendnir einstaklingar hafa kólesterolgildi í blóði að jafnaði á bilinu 300-600 mg./dl. en arfhreinir 600-1000 mg./dl. Sýnd gensins (pen- etrance) virðist vera 90-100 %, p.e. 90-100% þeirra sem hafa genið munu hafa kólesterol ofan við 95 percentil gildi (10). Hækkunin á kólesteroli er bundin við low density lipopro- tein (LDL, beta lipoprotein), en þetta lipopro- tein ber að jafnaði um 70 % af öllu kólesteroli í blóði manna. Hins vegar er péttni »very low density« (VLDL) og »high density lipoprote- ins« (HDL) yfirleitt eðlileg í þessum einstak- lingum (phenotypa lla) (9). Undirliggjandi erfðagalli fyrir hinu hækkaða LDL-kólesteroli hefur verið greindur á síðustu árum, aðallega af rannsóknarvinnu Brown og Goldstein (5, 10, 11). Peir sýndu fram á að einangraðir fibroblast- ar úr húðsýnum frá eðlilegum einstaklingum hafa sérhæfðan viðtaka (receptor) fyrir LDL á yfirborði frumnanna (sjá mynd 3). Tilvist þessa LDL-viðtaka hefur einnig verið staðfest með rannsóknum með rafeindasmásjá, par sem notað var ferritin merkt LDL (2). LDL er síðan tekið inn í frumurnar (endocytosis) og berst til lysosomanna, par sem protínhluti LDL-sameindarinnar er brotinn niður, en jafn- framt er kólesterolester (linoleate) klofinn niður í óbundið kólesterol, sem berst út í frymið. Petta óbundna kólesterol notar fruman sér til myndunar frumuveggjarins og fleira, en pað sem aukalega er af kólesteroli er síðan aftur umbreytt í kólesterolester (oleate) sem forðabúr fyrir tilstuðlan gerhvata (acyl-CoA: cholesterol acyltransferase ACAT). Þessar frumurannsóknir hafa einnig sýnt, að kóleste- rolmyndun í fibroblöstum og öðrum tegundum frumna (utan lifrar) virðist undir eðlilegum kringumstæðum vera í lágmarki, þar sem pað kólesterol, sem berst með LDL inn í frumurn- ar, bælir þann gerhvata, sem frumurnar hafa til stjórnunar á kólesterolmyndun í frumunum, (3-hydroxy-3-methylglutaryl Co-A, HMG- CoA). Pegar fruman þarf svo á meira kólester- oli að halda myndar hún fleiri LDL-viðtaka á yfirborði sínu. Fibroblastar svo og flestar frumutegundir utan lifrar, sem kannaðar hafa verið, virðast því fá pað kólesterol, sem pær parfnast, með LDL sem berst til þeirra eftir millifrumuvökvanum úr blóði. Upphaflega er LDL myndað við niðurbrot á very low density lipoproteinum (VLDL) (27) samanber mynd 4, en VLDL er að mestu myndað í lifur. Pví virðist, sem mest af pví kólesteroli, sem vefirnir purfa, sé komið frá lifur með LDL. Þessi leið fyrir LDL inn í frumurnar (»LDL- pathway«) virðist pví gegna pví tvípætta hlutverki, að sjá frumunum fyrir kólesteroli jafnframt því, sem pað hjálpar til að halda kólesteroli í blóði niðri. Þessar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós, að sú LDL péttni, sem frumurnar purfa til að fá nægilegt kólesterol er margfalt minni en meðal péttni LDL meðal vestrænna pjóða (10, 11). Brown og Goldstein sýndu einnig fram á, að fibroblastar frá einstak- lingum með arfgenga hyperkólesterolemiu (arfblendnir) höfðu aðeins um helming eðlilegs fjölda af LDL viðtökum á yfirborði frumnanna og einstaklingar með arfhreina F. H. höfðu alls enga slíka viðtaka (»receptor negative«). Tvö önnur afbrigði (samsæta) af F. H. hafa einnig fundist eins og skýrt er í texta við mynd 3. Þessi vöntun á LDL-viðtökum leiðir til pess að

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.