Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 16
110
LÆKNABLAÐIÐ
Pórður Eydal Magnússon*
MEÐALALDUR ÍSLENSKRA STÚLKNA VIÐ
FYRSTU TÍÐIR
ÚTDRÁTTUR
Tilgangurinn með pessari rannsókn var að
leiða í ljós meðalaldur íslenskra stúlkna við
upphaf fyrstu tíða (menarche) og að bera pær
saman við niðurstöður frá hinum Norðurlanda-
pjóðunum og annars staðar frá. Rannsóknin
var framkvæmd veturinn 1972-1973, með 682
stúlkur sem efnivið á aldrinum 8.5 til yfir 17
ára, 9.5 % af stúlkunum í priðja til ellefta bekk
í barna- og gagnfræðaskólum Reykvavíkur.
Meðalaldurinn samkvæmt »status quo« aðferð-
inni reyndist vera 13.06 ±0.10 ár (S.E. ±0.10
ár) S.D. 1.17 ár. Samkvæmt upplýsingum
peirra 235 stúlkna, er tíðir höfðu haft, er pær
voru spurðar, reyndist sú yngsta 9.83 ára, en sú
elsta var 15.17 ára. A peim aldri voru allar
stúlkurnar að einni undanskildri farnar að hafa
tíðir.
INNGANGUR
Upphaf fyrstu tíða (menarche) er mikilvæg
vísbending um líkamsproska hverrar stúlku.
Pví hefur meðalaldur við fyrstu tíðir verið
ítarlega kannaður og sýnt breytileika milli
ólíkra samfélaga (14, 23, 30) og milli ættflokka
er búa á sama stað (12).
Meðalaldurinn við fyrstu tíðir hefur reynst
lækka (a secular trend) um 3-5 mánuði á tíu
ára tímabili hjá mörgum pjóðum síðustu 100
árin (10, 14. 23, 29, 30), en stöðnun á pessari
stefnu hefur mátt greina víða um heim síðustu
20 árin (4, 6, 29, 30).
Ýmsir pættir hafa verið taldir seinka fyrstu
tíðum, svo sem lágur tekjuflokkur (25) mikil
fjölskyldustærð (16, 23, 25, 28) innkirtlasjúk-
dómar (31), lítill andlegur proski (5) og ípróttir
(22). Á hinn bóginn hefur pað reynst flýta fyrir
kynproska að vera úr efnaðri hópi pjóðfélags-
* Tannlæknadeild Háskóli Islands
Áöur birt í AMERICAN JOURNAL OG PHYSICAL
ANTHROPOLOGY 48: 511-514: 1978 undir titlinum AGE
AT MENARCHE IN ICELAND. Greinin hér örlítið breytt.
ins (2, 18, 27, 29), nema hjá fransk-kanadiskum
stúlkum (15).
Veðurfar eitt sér hefur sýnt lítil sem engin
áhrif á aldur við fyrstu tíðir (34), en árstíða-
bundinna sveiflna og landfræðilegra áhrifa
gætir (32).
Sú tilgáta, að upphaf fyrstu tíða eigi sér stað
við nákvæman meðallíkamspunga (3, 9, 24),
hefur orðið fyrir mikilli ádeilu, vegna mismun-
ar á pyngd einstaklinga við upphaf fyrstu tíða
(17). Mikill pyngdarmunur hefur einnig fundist
við kynproska hjá öðrum spendýrum, p.e.a.s. í
Clun Forest sauðfé (7).
Tilgangurinn með pessari pversneiðar —
»status quo«-könnun var að finna, hver meðal-
aldur íslenskra stúlkna er, pegar pær ná
kynproska. Niðurstöður pessarar rannsóknar
hafa áður birst (20) og eru páttur í rannsókn-
um höfundar á proska íslenskra barna auk
rannsókna á tannproska (komutíma fullorðins-
tanna) (19) og beinproska peirra (21).
EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR
Rannsókn pessi á upphafi fyrstu tíða meðal
íslenskra stúlkna var framkvæmd ásamt rann-
sókn á faraldsfræði tannskekkju, sem fram fór
frá byrjun september 1972 til maíloka 1973.
Þessi pverskurðarrannsókn byggðist á
viðtölum við 682 stúlkur, sem valdar voru af
handahófi og voru um 9.5 % allra stúlkna í 3-
11 bekk að báðum meðtöldum (á aldrinum frá
8.5 til yfir 17 ára) í öllum barna- og gagnfræða-
skólum Reykjavíkur.
Af pessum stúlkum höfðu 235 haft fyrstu
tíðir. Fyrir efniviðnum hefur áður verið gerð
nákvæm grein annars staðar (19). Sérhver
stúlknanna var spurð af höfundi, hvort hún
hefði pegar haft tíðir (wstatus quo«-aðferðin),
og ef svo var, pá jafnframt hvenær pær hefðu
fyrst átt sér stað (recall aðferðin).
Margar stúlknanna mundu nákvæmlega
fyrsta daginn, en hjá öðrum höfðu mæður
peirra skráð hann. Þær sem eftir voru, voru