Læknablaðið - 15.05.1980, Page 30
118
LÆKNABLADIÐ
Hrafnkell Helgason
RAFSUÐA OG LUNGNASJÚKDÓMAR
Námskeið um atvinnusjúkdóma
LÆKNAÞING 26. september 1979
Tilgangur rafsuðu er að skeyta saman efni,
venjulega málma og styrkleiki samskeytanna
verður miklu meiri með þessari aðferð en
öðrum þekktum. Við eigum t.d. erfitt með að
hugsa okkur, að hægt væri að negla eða hnoða
saman risaolíuskip nútímans. Með miklu fargi
er að vísu hægt að pressa saman mýkri málma,
svo sem kopar og ál. Rafsuða hins vegar
byggist á pví, að hita kanta málmstykkjanna,
par til þeir bráðna saman. Að vísu gátu menn
skeytt saman málma löngu fyrir daga raf-
suðunnar og Skallagrímur Kveldúlfsson lét
sleggju gjalla á rauðglóandi járni uppi í
Borgarfirði hér um árið og gerði um það vísu.
Hann mun þó ekki hafa náð sama hitastigi og
næst í dag, því að í rafsuðuloganum getur
hitinn farið yfir 30.000° á Celsius.
Miklar framfarir hafa orðið í rafsuðu
síðustu 30-40 árin og þó sérstaklega síðustu
tvo áratugina. Framfarir eru einkum fólgnar í
því að auka hitann, en um leið hafa skapast
nýjar hættur. Hitastigið er nú það hátt, að
málmar breytast í gufu, ilding (oxidation) á
yfirborði málmanna eykst og því verður að
nota lofttegundir til þess að hindra þessa
ildingu. Notaðar eru lofttegundir eins og
argon og koldioxid, sem mynda hjúp um raf-
suðuskautið og hindra að súrefni andrúms-
loftsins komist að suðufletinum.
Hiti veldur geislun, m.a. útfjólublárri og
skemmdum á húð og augum af hennar völdum
hefir verið lýst, en hættan af aukinni geisla-
virkni vegna hærri hita mun þó að mestu
óþekkt.
Að sjálfsögðu skiptir máli hvers konar efni
er rafsoðið og við hvaða aðstæður, sjá töflu 1.
Ef við lítum fyrst á málmtegundina, þá hafa
allir heyrt talað um zink-hita og rafsuðumenn
þekkja þetta fyrirbæri vel. Helztu einkenni eru
tilfærð í töflu 2.
Zinkhiti er fremur slæmt orð, miklu nær
væri að kalla þetta málmhita, þar sem fjöldi
annarra málma getur valdið nákvæmlega
sömu einkennum og má þar nefna kopar,
Barst ristjórn 29/10/1979. Sent í prentsmiðju 01/11/1979.
magnesium, ál, járn, mangan, silfur, tin og
líklega eru þeir fleiri.
Ekki er vitað til, að málmhiti valdi varanleg-
um skemmdum á lungum eða á öðrum líffær-
um. Alþekkt er þó siderosis pulmonum, en þá
sjást oft miklar röntgenbreytingar í lungum,
ýmist fíngerðar bandvefsbreytingar eða smá
hnútar og á myndum er ómögulegt að greina
þetta t.d. frá silicosis. Flestir eru sammála um
það, að þessar breytingar valdi ekki neinum
sjúkdómi eða skertri lungnastarfsemi. Menn
hafa ekki getað sýnt fram á minnkaða öndun
(ventilation), loftsskipti (diffusion) eða blóð-
streymi í lungum við siderosis pulmonum og
þetta fólk virðist lifa jafn lengi og aðrir.
Hins vegar virðist gegna öðru máli um
málma eins og cadmium og blý. Blý veldur að
vísu ekki lungnasjúkdómum, þar sem það
sogast auðveldlega frá lungum, en blýeitrun af
völdum rafsuðu er þekkt fyrirbæri í skipa-
smíðastöðvum og til er fjöldi mælinga, sem
gerðar hafa verið hjá rafsuðumönnum í skipa-
Tafla 1. Helztu þættir, sem máli skipta varðandi
eitranir við rafsudu.
Málmtegund
Málning á málmi
Hiti
Tími
Loftræsting og loftrými
Lofttegundir í andrúmslofti
Tafla 2. Helztu einkenni »zink-hita«.
Erting í efri öndunarfærum
Verkur í brjósti
Hósti
Þorsti
Málmbragð í munni
Hiti 39°-40° í 1-3 klukkustundir
(kemur fram 4-6 klst. eftir eitrun)
Við skoðun og rannsókn finnst:
Fínt slímhljóð
Sökkj
LDHf
Hvít blóðkornf