Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 33
LÆKN ABLADID
121
Hlöður F. Bjarnason
KRABBAMEIN í RISTLIOG ENDAPARMI
Yfirlitsgrein
í Svípjóð deyr u.p.b. fjórðungur allra úr
illkynja sjúkdómum. 1971 voru skráð 29 þús-
und tilfelli af illkynja æxlum og þar af voru
12% illkynja æxli í ristli og endaþarmi.
Adenocarcinom er lang-algengast af þessum
sjúkdómum, eða um 95 %, en carcinoid-æxli
ásamt flögueþitelcancer í anus og melanom
eru samanlagt um 5 %.
Tíðni
Tíðni þessa sjúkdóms er nokkuð breytileg
landfræðilega og má þá einkum greina stóran
mun á tíðni og dreifingu meðal svokallaðra
vestrænna meningarþjóða annars vegar og
svokallaðra vanþróaðra ríkja hins vegar. Þeg-
ar farið er í gegnum skrif um þessi efni, nást
hæstu tölur héðan úr Svíþjóð og er þá lögð til
grundvallar mjög nákvæm rannsókn frá
Malmö (1), en þar fundust 52 ný tilfelli/100
þúsund íbúa árlega. Rannsókn sú, sem gerð
var hér í Örebro og getið er annars staðar í
þessu blaði (2), gaf nokkuð lægri tölu, eða um
40 tilfelli/100 þúsund íbúa. í amerískum ritum
er tíðni oftast greind sem 30-35 tilfelli árlega á
hverja 100 þúsund íbúa og eru ensku tölurnar
sviþaðar, kannske nokkuð hærri. Allt öðru
máli gegnir, þegar farið er suður á bóginn, til
landa Afríku, S-Ameríku og vissra Asíu-landa,
þar sem gefin eru uþþ 3-5 ný tilfelli af hverjum
100 þúsund íbúum árlega (4, 13).
Af einhverjum ástæðum virðist ísland
liggja þarna á milli með um 15-20 ný tilfelli
árlega á hverja 100 þúsund íbúa (11). Margir
höfundar, sem um þessi mál fjalla, eru sam-
mála um, að tíðni krabbameins í ristli og enda-
þarmi sé nokkuð jöfn frá ári til árs og hafi
ekki aukist hin síðari ár, né heldur minnkað.
Má hafa þetta til hliðsjónar á t.d. krabba-
meini í maga, sem án efa er á undanhaldi og
hins vegar brjóstakrabbameins, sem eykst
hröðurn skrefum. Á íslandi virðist þó um
aukningu á krabbameini í ristli og endaþarmi
vera að ræða hin síðari ár (11).
Barst ritstjórn 15/05/1979, samþykkt í endanlegu formi
18/10/1979
Kyn- og aldursdreifing
Samkvæmt aðgengilegum skýrslum hér í
Svíþjóð virðist enginn munur vera á tíðni
þessa sjúkdóms milli kynja. Hins vegar virðast
tölur frá öðrum löndum vera sjálfum sér mjög
ósamkvæmar og getur Goligher þess í bók
sinni (6), að í Englandi og Wales hafi sums
staðar verið nær helmingi fleiri konur en
karlar með skráð krabbamein í ristli og
endaþarmi, en í hans eigin athugun virtist sem
karlar fengju krabbamein í endaþarm helmingi
oftar en konur. I ristli var talan þó mjög
sviþuð. Á íslandi virðast konur fá krabbamein
oftar en karlar í ristil, hins vegar er krabba-
mein í endaþarmi jafn títt milli kynja (11).
Meðalaldur þeirra, er fengu sjúkdóminn
hér í Svíþjóð, var um 60 ár og er þetta mjög
svipað og alls staðar annars staðar. Því lengur
sem fólk lifir, virðist hættan meiri á að sýkjast
af þessurn kvilla. Að sjálfsögðu ber að hafa í
huga, að krabbamein í ristli getur komið fyrir á
öllum aldri. 1 stórum rannsóknum í Englandi
(6) var milli 3 og 4 % af krabbameinssjúkling-
um undir 30 ára aldri og krabbamein í
endaþarmi og ristli hefur jafnvel fundist hjá
börnum og unglingum. í rannsókn okkar hér í
Örebro (2) fundum við þrjá mjög unga sjúk-
linga, þar af höfðu tveir colitis ulcerosa og
einn colon polyposis.
í þessu sambandi er rétt að geta svokall-
aðra fyrirboða krabbameins í ristli og enda-
þarmi og er þar átt við colitis ulcerosa,
familierpolyposis og sjúkdóma, þar sem Villus-
þapillom og polypar eru til staðar í ristli.
Villus-papillom eru t.d. álitin illkynja í upp
til 90 %, þegar sjúklingur sækir til læknis í
fyrsta skiþti. Einnig er reiknað með að um 9 %
af öðrunt polypum séu illkynja. Flestir eru
sammála urn, að ef polyp er stærri en 1 cm,
eigi að álíta hann illkynja og haga sér sam-
kvæmt því. Menn greinir enn á um fylgni colitis
ulcerosa og krabbameins í ristli og endaþarmi,
en flestir eru þó sammála um, að hættan sé svo
mikil á illkynja breytingum eftir 10 til 20 ár