Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 37

Læknablaðið - 15.05.1980, Qupperneq 37
LÆKNABLADIÐ 123 tiltölulega einföldu greiningartæki, sem gefa rétta greiningu í nær 100 °/o allra tilfella. Rétt er að minnast [tess, að með fingurþreifingu einni saman, næst til 50 % af öllum æxlum í endaþarmi, og sé rectoscopið notað, næst til yfir helmings allra æxla í ristli og endaparmi. Hér er kannske ástæða til að minna á pað, sem pví miður allt of oft skeður, að sjúklingar eru sendir í ristilmyndatöku án pess að gerð hafi verið fyrst þreifing og rectoscopi á þeim, og pað sem verra er, negativ ristilmynd látin nægja. Slíkt er auðvitað forkastanlegt og margir röntgenlæknar hafa fyrir sið að neita ristilmynd, ef umbeiðandi gerir ekki grein fyrir þreifingu eða rectoscopi á beiðni sinni. Nákvæm preifing á kvið og leit að blóði í saur eru kannske of sjálfsögð atriði að fjöl- yrða um nánar. Þeir sjúkdómar sem mest líkjast krabba- nteini í ristli og endaþarmi (differential diag- nosis) eru kannske fremstir diverticolit, Mb.Crohn, berklar, cancer ovarie og góðkynja polypar i ristli. Fyrir utan góðar röntgenmynd- ir af ristli, sem í flestum tilfellum gefa ákveðið svar, eru selectivar angiografiur til hjálpar og nú síðast colo-scopiur með biopsi. Meðferð Meðhöndlun á krabbameini í ristli og enda- þarmi hefur lítið breyst frá pví fyrsta brott- nám æxlis í þessum hluta líkamans var gert á síðari hluta 18. aldar (6). Þó hafa komið til við- bótar pessu stórbættir möguleikar svæfinga og vökvagjafar ásamt þeim aðferðum tveim, sem sennilega eiga eftir að ryðja sér all mjög til rúms, þ.e. geislameðferð og lyfjameðferð (cy- tostatica). 1 dag er því miður ekki mikils að vænta af tveim síðast nefndu aðferðununt. Hvað viðvíkur geislameðferð er mjög erf- itt að ná því geislamagni sem nauðsynlegt er án þess að valda stórtjóni á nærliggjandi líffærum. Geislar hafa því verið notaðir mest með góðum árangri strax fyrir aðgerð til minnkunar á æxlum, til að gera þau skurðtæk og eins til minnkunar á cancerfrumudreifingu í eitlum. Einna athyglisverðast virðist þó vera árangur Papillon í Frakklandi (9), en hann hefur útbúið geislatæki með möguleika á geislun beint á tumorsvæði í rectum, þar sem saman fara allir kostir geislunar, þ.e. mjög stórt geislamagn á mjög stuttu færi og með mjög lítilli dreifingu, beint á sjálft æxlið. Hvað viðvíkur lyfjameðferð (kemoterapev- tika) er því miður mjög lítil reynsla enn sem komið er á slíku. Af öllum þeim aragrúa lyfja, sem flokkast geta undir cytostatica, hafa aðeins sárafá verið reynd svo nokkru nemi í baráttu við æxli í ristli og endaþarmi. Því miður hefur árangur verið heldur lakur, en mögulegt er, að seinna sé hægt að finna einstök lyf eða samansetningar, sem góð hjálp er í. í þessu sambandi er kannske rétt að minnast á þá grundvallarreglu að cytostati- cagjöf við stóra tumormassa sé út í hött, þar eð stærstur hluti frumnanna er í svokölluðum hvílufasa og ómögulegt að ná til þeirra með lyfagjöf. Svokölluð palliativ cytostatikagjöf er þannig að flestra dómi algerlega út í hött. Flestir eru sammála um að svokölluð adju- vant-meðferð, þar sem ráðist er á mjög lítinn tumormassa, nánast occulta tumora, sé forsvar- anleg og vænlegust til árangurs. í svo samanþjöppuðu efni sem þessu, er ómögulegt að gera grein fyrir þeim skurð- tæknilegu möguleikum, sem fyrir hendi eru, hins vegar rétt að minnast á þá meginregiu, að við æxli í ristli sé nauðsynlegt að gera stórar brottnámsaðgerðir með miðhlutun (hemico- lectomi) hægra og vinstra megin eftir staðsetn- ingu æxlisins og segmental resection einungis í sigmoideum, þar sem mögulegt'er að ná burt stórum hluta ristilsins. Flestir eru sammála um að gera eigi svo radikal aðgerð sem kostur er með tilliti til eitla og fara eins langt niður að rótum hengis og mögulegt er (6). Við krabbamein í endaþarmi eru notaðar tvær aðferðir víðast hvar, annars vegar sú klassiska Miles-aðgerð, sem víðast hvar er notuð (abdomino-pereneal resection) og hins vegar svokölluð fremri resection (anterior resection), og fer þetta eftir staðsetningu æxlisins í endaþarmi. Yfirleitt höfum við ekki reynt fremri resection, þegar vel hefur náðst með fingri í æxli, þ.e.a.s. staðsetning neðan við 10 cm frá endaþarmsopi. Fleiri möguleikar eru fyrir hendi, svo sem sacral excisio eða »pull through« aðferðin, sem sparar hringvöðva og eins eru möguleikar til electro-coagulationar, sem við notum töluvert hér. Fróunaraðgerðir er stundum nauðsynlegt að gera, jafnvel þó meinvörp sáu finnanleg í lifur, það virðast flestir höfundar sammála um, að ef höfuðæxlið sé tekið burtu, gangi sjúk- dómurinn miklu hægar fyrir sig á eftir og jafnvel að sjúklingi líði betur. Að sjálfsögðu verður einnig að gera fróunaraðgerðir með stomi við ileus eða vegna holsára og höfum

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.