Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 46

Læknablaðið - 15.05.1980, Síða 46
130 LÆKNABLADID fræðslufundi á fimmtudögum. Hafa 2 slíkir fundir pegar verið haldnir. Kjaramál lækna eru nú í biðstöðu eins og kjaramál annarra stétta um pessar mundir. Lagðar hafa verið fram kröfur í kjaramálum aðrar en kröfur um grunnkaupshækkun. Umræður urðu ekki miklar um skýrslu stjórn- arinnar. Guðmundur H. Þórðarson benti á, að samn- ingar um kjör Kópavogslækna gætu orðið í raun »model« samningar fyrir heilsugæzlu- Iækna á svæðinu, en illa hefði gengið að koma slíkum samningum í kring, og hefði pað trúlega verið að hluta vegna tregðu hjá Félagi heimilislækna, sem hefði ekki sinnt kjaramál- um heilsugæzlulækna, og að hluta vegna þess að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu væru hikandi að takast á hendur rekstur heilsugæzlu- stöðva. Skúli G. Johnsen benti á, að pað hefði gengið erfiðlegar að skipta yfir í heilsugæzlu- stöðvar á höfuðborgarsvæðinu en úti á landi, m.a. vegna pess að á höfuðborgarsvæðinu væru breytingar meiri. Úti á landi hefði petta verið beint framhald af fyrra kerfi. Því næst las gjaldkeri, Magnús Karl Péturs- son, upp reikninga félagsins og skýrði pá. Hagnaður af rekstri félagsins á árinu var um 8 milljónir. Reikningarnir voru sampykktir samhljóða. Örn Smári fór nokkrum orðum um rekstur Domus Medica í forföllum formanns stjórnar Domus Medica. Reikningar voru ekki tilbúnir, vegna pess að skattalög voru ekki til og pví ekki hægt að ganga frá ársuppgjöri. Viðar Hjartarson benti á, að á aðalfundi L. í. hefði komið fram sú ósk, að tengsl milli Domis Medica og læknafélaganna yrðu nán- ari en pau væru nú. Að lokum var gengið til kosninga í stjórn og á aðalfund L. I. I aðalstjórn voru kosnir: Örn Smári Arnaldsson, forntaður, Tryggvi Ásmundsson, gjaldkeri, Leifur N. Dungal, ri- tari. Meðstjórn til 2ja ára: Sigurður Þ. Guðmundsson Sigurður B. Þorsteinsson Tryggvi Þorsteinsson Meðstjórn til eins árs: Ingólfur S. Sveinsson Þorkell Bjarnason 777 vara: Guðmundur Elíasson Hörður Alfreðsson Fulltrúar á aðalfund L. í.: Jón Þ. Hallgrímsson Sigurður B. Þorsteinsson Tryggvi Þorsteinsson Lúðvík Ólafsson Árni Kristinsson Formaður Félags heimilislækna Formaður Félags yfirlækna Geir Gunnlaugsson, formaður F.U.L. Örn Smári Arnaldsson Leifur N. Dungal 777 vara: Ólafur Örn Arnarson Ragnar Jónsson Halldór Jóhannsson Ólafur Steingrímsson Guðmundur I. Eyjólfsson Víkingur H. Arnórsson Guðmundur Elíasson Jón Högnason Magnús Karl Pétursson Guðmundur H. Þórðarson Að lokum var lögð fram eftirfarandi tillaga frá stjórn L. R.: »Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur 1980 leggur til, að Styrktarsjóður lækna verði lagður niður.« Tillagan var sampykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Guðmundur H. Þórðarson, ritari

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.