Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1980, Side 48

Læknablaðið - 15.05.1980, Side 48
132 LÆKNABLADID ég fyrir sann, að ég sá'Kristján fyrst 12 ára gamall og síðan ekki aftur í tíu ár. Þá heilsaði hann mér strax með nafni og vissi á mér öll deili. Af vinnutíma Kristjáns fara margar sögur. Almannarómur sagði, að hann byrjaði vinnu kl. hálf sjö á morgnana og væri aldrei kominn heim fyrr en undir klukkan ellefu á kvöldin. Sumarfrí taki hann aldrei, en í staðinn fari hann í augnlækningaferðir og vinni f>á heldur lengur en í Reykjavík. Ég hef grun um að þetta sé allt saman satt. Þegar ég var kandidat á Landakoti höfðum við aðeins eitt á móti Kristjáni Sveinssyni, og pað var, að hann byrjaði alltaf að operera á slaginu klukkan sjö. Þá var hann vitanlega búinn að ganga stofugang hjá öllum sínum sjúklingum . Þegar ég vann á Akranesspítala kynntist ég hvernig hann vann á augnlækningaferð- um. Það var rétt með herkjum, að við náðum honum frá sjúklingunum, til að gleypa í sig matarbita og hann var að alveg fram undir miðnætti. Einu sinni hringdi ég heim til Kristjáns um níu-leytið að kvöldi. Konan, sem svaraði í símann, var alveg gáttuð á fávisku minni að spyrja um hann um petta leyti, svona snemma kæmi hann aldrei heim. Ég gæti reynt eftir klukkan tiu. Og pað stóð heima, pegar ég hringdi klukkan hálf ellefu var hann nýkominn inn. 'Þessu með sumarfríin kynntist ég ekki fyrr en ég hafði Kristján sem sjúkling. Ég vona, að mér fyrirgefist pað brot á Codex Ethicus, að upplýsa pað fyrir ykkur, að Kristján er erfiður sjúklingur. Ekki samt að hann sé kröfuharður um að sér sé sinnt eða hann heimti lækningu, pví fer víðs fjarri. Hins vegar hef ég stundum ætlað að reyna að fá hann til að taka sér hvíld frá vinnu og einu sinni gerðist ég svo bjartsýnn að stinga upp á pví, að hann tæki sér viku sumarfrí. Svoleiðis kvabbi hefur Kristján alltaf ansað með pví að klappa mér öxlina og segja: »Þú læknar petta elsku drengurinn« og skipta síðan um umræðuefni. Þessar sögur skýra kannski fyrir ykkur aðalástæðuna fyrir pví að við gerum Kristján Sveinsson að heiðursfélaga okkar í dag. Það veit hver einasti sjúklingur hans, að hér er maður, sem hugsar eingöngu um velferð peirra, en ekkert um sína eigin. Maður sem aldrei ann sér hvíldar og vill öllum gott gera. Ef hann hefði verið uppi meðan hér var kapólsk trú, hefði hann trúlega verið tekinn í helgra manna tölu. En við lifum í lútersku og Læknafélag Reykjavíkur hefur ekki tök á slíku. Við sýnum Kristjáni pann mesta heiður sem við getum sýnt nokkrum félaga, en pó er pað miklu meiri heiður fyrir félagsskap okkar að eiga slíkan félaga innan sinna vébanda. Tryggvi Asmundsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.