Læknablaðið - 15.03.1981, Page 22
78
LÆK.NABLADID
mæla í blóði með PRIST prófi, en oftast er
það aukið við bráðaofnæmi. IgE mótefni hafa
sérstaka tilhneigingu til að bindast mast-
frumum. Mikið er af mastfrumum í húð og
slímhúð öndunarfæra og meltingarvega. Pess
vegna eru einkenni um bráðaofnæmi algeng-
ust frá þessum líffærum. Komi mótefnavaki í
snertingu við IgE mótefni á yfirborði mast-
frumu eiga ofnæmisviðbrögð sér stað. Sjúk-
dómseinkennin stafa af því, að mastfrumur gefa
frá sér ýmis efni, sem valda útvíkkun á æðum
og bjúg; vöðvasamdrætti í sléttum vöðvum;
slímútskilnaði úr slímkirtlum og frumuíferð
með eosinofilfrumum (fig. 1). Ofnæmiseinkenn-
in koma vanalega 10—20 mínútum eftir að
sjúklingurinn hefur verið í snertingu við
ofnæmisvaldinn (10).
Stundum fá astmasjúklingar með bráðaof-
næmi einkenni tvisvar, eftir að þeir koma í
návist ofnæmisvaldsins. í fyrra sinnið koma
einkennin eftir 10—20 mínútur og hverfa aftur
eftir 1—2 klukkutíma, en koma að nýju eftir
6—12 klukkutíma. t>á er talað um tvöföld
ofnæmisviðbrögð (dual reaction). Komi of-
næmiseinkennin fyrst í ljós eftir 6—12 klukku-
stundir, er hins vegar talað um sein ofnæmis-
viðbrögð (late reaction). Eðli tvöfaldra ofnæm-
missvarana og seinna ofnæmissvarana eru
ekki þekkt til fulls, en mótefnin sem taka þátt í
Table II. Occupational respiratory diseases: Type III
Allergy
Diseases Antigen
Bagassosis Thermoactinomyces sachari
Bird breeder’s lung Serum dropping proteins
Cheese washer’s lung Penicillium caseii
Farmer’s lung Thermophylic actinomy- cetes
Humidifier fever Thermophylic actinomy- cetes, bacterial endo- toxins
Malt worker’s lung Aspergillus fumigatus or clavatus
Subserosis Penicillium
Wheat weevil disease Sitophilus granarius
Wood pulp worker’s lung Alternaria
Wood trimmer’s lung Rhizopus, paecilomyces, mucor, alternaria
þessum ofnæmissvörunum, eru af IgG flokki
(22).
Ofnæmisflokkur III (Arthus-reaction) myndar
svokölluð immuncomplex við tengingu mót-
efnavakans og mótefnisins sem er immuno-
globulin G (IgG) (Fig. 2). Stærð immuncom-
plexa fer eftir hlutfallinu milli magns mótefna-
vaka og mótefna. Ef immuncomplexin eru lítil
geta þau haldist fljótandi í æðakerfinu og
valda þar litlum skaða, en séu þau stærri, geta
þau setið föst í háræðakerfi hinna ýmsu
líffæra. Þegar immuncomplex festast í æðum„
ræsa þau complimentkerfið og valda á þann
hátt bólgusjúkdómum, t.d. nýrnabólgum (glo-
merulonephritis) eða lungnasótt (alveolitis).
Ofnæmisviðbrögð með æðaskemmdum og
bólgumyndunum vegna keðjuáhrifa frá com-
plimentkerfinu eru kölluð Arthus viðbrögð og
valda þau varanlegum vefjaskemmdum (24).
Ýmislegt bendir þó til þess, að lungnasótt
og tilsvarandi sjúkdómar í öðrum líffærum
geti átt sér flóknari orsakir en þetta, t.d. að
ofnæmi IV (frumumiðlað ofnæmi) eigi þar hlut
að máli (28). Complimentkerfið getur einnig
farið í gang án þess að um immuncomplex sé
að ræða (alternate pathway), t.d. fyrir áhrif frá
endotoxinum en klínisk einkenni eru þá hin
sömu og við Arthus viðbrögð.
Table III. Occupational respiratory diseases: Irri-
tants
Occupation Exposure
Petroleum and chemical industries Ammonia, sulphur dioxide, clorine
Silo fillers Nitrogen dioxide
Welding workers Ozone
Metal foundries, medical workers, textile and leather Formaldehyde
Wood, paper and printing industries Wood dust and formaldehyde
Chemical, petroleum, rubber and plastic industries Isocyanates, epoxyresins, hardeners
Meat wrappers Pyrolysis products of PVC
Metal product and machine manufacturing Salts of chromium, nickel and platinum. Colophony resins