Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 27

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 27
LÆK-NABLADID 79 Sjúkdómar vegna ertingar er þriðja atriðið, sem hér er til umfjöllunar. Einstaklingar eru mismunandi af guði gerðir til að standast pær kröfur, sem lifnaðarhættir nútíma pjóðfélags leggja þeim á herðar. Áður fyrr var líkamlegt prek mikilvægt veganesti, en nú eru aðrir eiginleikar kannski mikilvægari. En líkt og þrekið og vöðvabygging er breytileg og fer að einhverju leyti eftir erfðum, má einnig segja, að viðkvæmni slímhúðarinnar í öndunarfærum sé mjög breytileg og háð erfðaeiginleikum. Sumir einstaklingar eru miklu viðkvæmari í öndunarfærum en aðrir og pola ekki þá ertingu frá umhverfinu, sem að öðru jöfnu er talin eðlileg. Petta er kallað »hyperirritability«. Ef áreiti er hins vegar nógu sterkt fá allir einhver einkenni, hversu hraustir sem þeir annars eru. »Hvort grætur pú nú Skarphéðinn?«, sagði Gunnar Lambason, pegar Skarphéðni súrnaði í augum í brennunni á Bergpórshvoli. Á fig. 3 er sýndur langskurður af berkju og atriði, sem orsakað geta astma og berkju- bólgu. Áhrifin á slímhúðina og slétta vöðva berkjunnar eru annað hvort bein eða gegnum ósjálfráða taugakerfið frá viðtækjum í slímhúð- inni, sem flytja boð um ertingu til heilans og svörun frá heilanum með vagustauginni til bifháranna, slímkirtlanna og sléttu vöðvanna í berkjunni. Auk ofnæmis koma par við sögu bakteríu- og veirusýkingar, erting frá kem- ískum efnum, ryk, hitabreytingar og lyf, t.d. acetylcholin, histamin og lyf, sem hafa slævandi áhrif á betaviðtæki sléttra vöðva berkjanna. Orsakir pess, að sumir einstaklingar eru viðkvæmari í öndunarfærum en aðrir, eru sjálfsagt margar og breytilegar eftir einstak- lingum. Sjúklingar með dulinn astma eða væg þrengsli í berkjunum þola oft litla ertingu og má sýna fram á það með acetylcholin- eða histaminþolprófum. Stundum er næmið aðeins tímabundið, t.d. eftir bráða berkjubólgu og lagast á nokkrum vikum eftir að einkenni berkjubólgunnar hverfa. Sýnt hefur verið fram á, að endotoxin frá bakteríum gera betaviðtæki sléttra vöðva í berkjunum að nokkru ónæm fyrir ör- vun. Petta bendir til þess, að þáttur betaviðtækjanna sé stór í sjúkdómnum hjá ast- masjúklingum og einnig að einkenni versni verulega eða komi jafnvel fram í fyrsta sinn, pegar lyf á borð við Inderal (sem verka slæ- vandi á betaviðtækin) eru gefin. Parasympatiska ker- fið eykur samdrátt í sléttum vöðvum berkjanna og ey- kur því á astmaeinkennin. Stundum virðast áhrifa pa- rasympatíska kerfisins gæta óeðlilega mikið og það val- da einkennunum. Kerfið, sem stjórnar því, að slím- Fig. 2. Ofnæmisvidbrögd af flokki III (Arthus viðbrögd). Immuncomplex I háræð með tilheyrandi áhrifum á complement og blóðflögur. xxxx Mast cell degranulation Chemotactic f ECF-A mediators [ ECF—(s) Tissue damage and repair mediators Vasoactive mediators Lysosomal enzymes, Heparin ‘Histamine SRS-A PAF 5-HT Prostaglandins Fig. 1. Ofnæmisviðbrögð af flokki I (bráðaofnæmi).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.