Læknablaðið - 15.03.1981, Síða 29
LÆKNABLADID
81
því næstum öll í nefslímhúðinni. Frjókorn
lauftrjáa eru nokkru minni eða um 20 micron,
en einnig þau festast fyrst og fremst í nefslím-
húðinni. Ryk frá þurrkuðum þlöntuhlutum
getur einnig valdið ofnæmi, þótt ekki sé það
eins sterkur ofnæmisvaki og frjókornin.
Húsdýr eru næst algengustu ofnæmisvaldar
á eftir frjókornum. Ofnæmiseinkennin koma
frá ryki úr feldum dýranna. Hestar valda einna
sterkustu ofnæmi, og þar á eftir koma kettir,
nautgripir, hundar eða sauðfé. Ofnæmi fyrir
hundum er áberandi veikara en fyrir köttum,
en auk þess hafa einstakar tegundir hunda
mismunandi sterka tilhneigingu til ofnæmis-
myndunar. Fuglar geta einnig orsakað of-
næmi, en þá er oftast um að ræða Arthus
viðbrögð gagnstætt því, að önnur húsdýr
valda bráðaofnæmi. Nagdýr, sem notuð eru
sem gæludýr í heimahúsum eða tilraunadýr á
rannsóknastofum, valda einnig oft ofnæmi og
Fig. 4. Dreifing rykagna í öndunarvegum. Frjókorn
25 mikron og stærri (•) festast í efri hluta öndunar-
veganna, myglugró 5 mikron að stærð ( —) valda
astma, en M. faeni (1 mikron að stærð) (•) veldur
heysótt.
nýlegar rannsóknir benda til þess, að mótefna-
vakann sé einkum að finna í þvagi þessara
dýra (22).
Mygla og bakteríur valda alloft ofnæmi og
einkum astma eða Arthus viðbrögðum í lung-
um. Myglusveppir eru algengir utan húss og
innan. Peir þrífast best í miklum raka, þ.e.a.s.
við rakastig yfir 75 %, en mynda spora við
lægra rakastig. Flestir myglusveppir vaxa best
við hitastig milli 20 — 40°, en sumir geta þó
vaxið við lægra hitastig, eins og cladosporium,
sem jafnvel vex í kæliskápum, og aðrir myglu-
sveppir, eins og aspergillur, vaxa ágætlega við
hærra hitastig. Myglusveppirnir þrífast best á
lífrænum úrgangsefnum úr jurta- og dýrarí-k
inu, t.d. illa verkuðu heyi, moði og morknuð-
um laufblöðum. Heyhlöður, gróðurhús og
rök íveruhús eru gróðrarstíur fyrir myglu.
Myglusveppir gefa frá sér mikið magn af
gróum (spores), sem flest eru frá 3—10 micron
að stærð og komast því oft niður í lungna-
blöðrurnar og valda þar sjúkdómum (9, 19).
Þær bakteríur, sem hér verða nefndar, eru
thermophilic actinomycetes (hitaelskir sýklar),
sem áður fyrr voru taldar tii sveppa, en eru nú
taldar tilheyra bakteríum vegna þess, að þær
vantar kjarnahimnu og eru næmar fyrir sýkla-
eyðandi lyfjum. Þessar bakteríur mynda gró
líkt og sveppirnir og þær vaxa við svipaðar
aðstæður og sveppir. Þær vaxa sérstaklega vel
við hátt hitastig, milli 50—60°C, t.d. þegar
hitnar í heyi, en rakamagn heysins þarf þá að
vera yfir 28 %. Fjöldi þessara baktería er
talinn í hámarki 4 — 7 dögum eftir að hitnar í
heyinu. Thermophilic actinomycetes eru ekki
einungis bundnar við illa verkuð hey, því þær
koma víða við sögu atvinnusjúkdóma, eins og
síðar verður vikið að. Algengustu bakteríurnar
eru micropolyspora faeni og thermoactinomy-
ces vulgaris (8, 15, 31).
Rykmaurar eiga verulegan þátt í ofnæmissjúk-
dómum í nefi, augum og lungum. Astma vegna
rykmaura var fyrst lýst í Þýskalandi 1928, en
síðan féllu þeir í gleymsku þar til í byrjun
sjötta áratugsins. Til eru mjög margar tegund-
ir rykmaura, en þrátt fyrir það eru það fyrst og
fremst tvær tegundir, sem taldar eru valda
ofnæmi, en það er Dermatophagoitis farinae
og Dermatophagoitis pteronyssinus. í Evrópu
virðist D. pteronyssinus þýðingarmeiri fyrir
ofnæmissjúkdóma, en í Bandaríkjunum er
D. farinae þýðingarmeiri (30). Þau þrjú ár, sem