Læknablaðið - 15.03.1981, Page 35
LÆKNABLADID
87
mæði. Oft hafa sjúklingar einnig einkenni í
nefi. Orsakir geta verið vandfundnar, því að
einkennin koma oft með löngu millibili og
standa fremur stutt. Mest er hættan á einkenn-
um, þegar sjúklingurinn hefur verið fjarver-
andi um nokkurt skeið frá þeim stað, þar sem
rakatækið er, eða langt er síðan tækið var
hreinsað. Ekki er alveg ljóst, hvaða gróður í
vatninu veldur einkennunum. Preciþitinpróf
með mótefnavökum úr rakatækjum eru oft
jákvæð. í einu tilviki var gert precipitinpróf
með mótefnavökum frá íslandi, Skotlandi og
Svíþjóð á serumi frá íslenskum sjúklingi, sem
grunaður var um þennan sjúkdóm. Prófið var
jákvætt í öllum tilvikum, sem bendir til þess,
að um sama mótefnavaka sé að ræða í
löndunum þremur. Oftast er talið, að thermop-
hilic actinomycetes sé orsök þessa sjúkdóms,
en í einu tilviki hefur tekist að framkalla
greinilega sjúkdómsmynd með ofnæmisþol-
prófi, þar sem annar bakteríugróður úr raka-
tæki var notaður. Einkenni við humidifier
fever líkjast einna mest bird fancier’s disease
og koma því heim við Arthus viðbrögð, en
ekki er víst, að alltaf sé um ofnæmi að ræða,
því toxin frá bakteríum og sveppum geta ræst
kompliment kerfið eftir hinni leiðinni (alterna-
te pathway) og valdið sjúkdómum á þann hátt
(8, 11, 18, 26, 29).
37 ára gamall prentari, sem starfað hefur í 20 ár í
sömu prentsmiðju. Árið fyrir skoðun var hann
fluttur í nýjan prentsal, par sem prentaðar voru
litmyndir. Til að halda uppi nægilegu rakastigi í
salnum, var notað rakatæki, sem var fest á vegg
u.þ.b. 3 metra frá höfði hans.
Rakatækið bætti sjálft á sig vatni, og það var
hreinsað u.þ.b. á tveggja mánaða fresti, þegar það
stöðvaðist vegna óhreininda. Pegar tækið var í
gangi beindi það rakastraum beint að prentvélinni
þar sem hann vann. Er hann hafði unnið 5 mánuði á
þessum vinnustað, tók að bera á hitaköstum, sem
byrjuðu vanalega um fimm leytið á daginn og höfðu
að mestu lagast næsta morgun. Samfara þessu var
hósti, mæði og surgur fyrir brjósti og beinverkir.
Hiti var u.þ.b. 38,8°C. Við athugun á rakatækinu
fannst, að það var fullt af slímkenndu gruggi og við
athuganir fundust bakteríur, þörungar og myglu-
sveppir. Gerð var ofnæmislausn úr því, sem rækt-
aðist úr rakatækinu og húðpróf fyrir því voru vægt
jákvæð eftir 20 mín, 6 tíma og 24 tíma. Precipitin-
rannsóknir fyrir candida aibicans, pullularia, M. faeni
og mótefnavökum úr sænskum rakatækjum voru
sterkt jákvæð og einnig var precipitinpróf fyrir
mótefnavaka úr rakatækinu, sem hann vann við,
jákvætt. Eftir að rakatækið var hreinsað hefur hann
ekki fengið nein hitaköst. Petta var fyrsta tilfellið af
humidifier fever sjúkdómi á íslandi, en síðan hefur
a.m.k. eitt tilfelii fundist.
Aðrir lungnasóttarsjúkdómar: Fjöldi sjúk-
dómsheita hafa orðiö til í sambandi við Arthus
viðbrögð í lungum gegn ýmsum myglutengud-
um. Wood trimmer’s lung var lýst fyrir fáein-
um árum í Svíþjóð hjá verkamönnum, sem
fengust við að flokka trjáboli í sögunarverk-
smiðjum. Einkenni voru svipuð og við heysótt
og jákvæð precipitinpróf fundust hjá 75 %
verkamannanna eða hjá miklu fleirum en þeim
sem veiktust. Algengustu myglutegundir voru
rhizopus, paecilomyces og mucor. Veikindi
komu yfirleitt ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár
í starfi. (2). Wood pulp worker’s lung er
sjúkdómur hjá þeim, sem vinna við að fram-
leiða viðarflísar til eldunar. Einkenni koma því
aðeins, að viðurinn sé myglaður. í skógarlönd-
um, þar sem viður er notaður til upphitunar á
vetrum, er talsverð hætta á þessum sjúkdómi.
Aitenaria er sú myglutegund, sem oftast ræk-
tast frá viðarflísunum. Subserosis er sjúkdóm-
ur, sem verkamenn við korkframleiðslu fá, ef
korkurinn myglar. Oftast finnst peniciilium við
ræktun. (1). Cheese washer’s lung kemur fyrir
hjá þeim verkamönnum, sem vinna við að þvo
myglaða osta. Mygiutegundin heitir penicilii-
um caseii. Aspergillus fumigatus veldur stund-
um myglu á maltkorni og orsakar á þann hátt
malt worker’s lung. Thermoactinomyces sac-
chari í ryki frá sykurreyr veldur bagassosis við
sykuruppskeruna. (14). Mushroom worker’s
pneumonitis kemur fyrir hjá þeim sem fást við
ræktun á ætisveppum. Ýmsar myglutegundir
og thermophilic actinomycetes eru taldar
valda sjúkdómnum. Þessi sjúkdómur gæti
hæglega komið upp hér á landi í sambandi
við gróðurhúsaræktun.
Nefna mætti fleiri sjúkdóma af svipuðum
toga, sem stafa af Arthus viðbrögðum í
lungum vegna mygluofnæmis eða vegna of-
næmis fyrir thermophilic actinomycetes. Pað
skiptir þó ekki mestu máli að muna nöfnin á
þessum sjúkdómum, heldur að gera sér grein
fyrir, hvaða aðstæður eru líklegar til að valda
þeim.
Byssinosis: Byssinosis er sjúkdómur, sem or-
sakast af bómullarryki. Mest hætta virðist á
byssinosis á fyrstu stigum bómullarvinnslunn-
ar, þegar rykið er mest. Einkenni koma
yfirleitt ekki fram fyrr en eftir nokkurra ára
starf í bómullarverksmiðju og lýsa sér með