Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 40

Læknablaðið - 15.03.1981, Side 40
92 LÆKNABLADID Gynandroblastoma er pannig, að í sama æxli er bæði vefjamynd granulosa-frumu æxlis og arrhenoblastoma. Hvort um sig á sér uppruna í frumuríku mesenchymi, sem líkir eftir fyrstu páttum í fósturpróun kynkirtlanna, áður en peir sýna sérhæfingu. Vefjagreiningin byggir hins vegar á proskaðri hlutum æxlisins. Hlutföll hvorrar æxlismyndar eru mjög breyti- leg frá einu æxli til annars, og eru pau pví hvert öðru ólík. Það, sem einkennir pau, er, að pau sameina pætti tveggja æxla og brúa bilið milli peirra. Hughesdon og Fraser (5) telja, að pau hafi fátt sameiginlegt annað en pað að vera »kynblendingar«. Mynd 4 skýrir betur blöndun pessara ólíku æxlispátta. Sam- kvæmt reynslu Hertig (4), sem skoðaði níu æxli, var granulosafrumu- eða kvenpátturinn yfirgnæfandi. í pví æxli, sem hér er lýst, var hins vegar arrhenoblastoma- eða karlpáttur- inn yfirgnæfandi. í rauninni eru pó allar frumur pessara æxla kvenkyns að litningagerð, pótt útlit peirra í smásjá bendi til beggja kynja (2). Hormónmælingar hafa aðeins verið gerðar hjá fáum konum, sem hafa haft gynandroblast- oma, enda fæst æxlanna verið greind fyrr en eftir aðgerðir og pví komið á óvænt eins og reyndin varð hér. Hormónmælingar okkar hafa lítið gildi, par sem pær voru gerðar fimm mánuðum eftir brottnám æxlisins, en pó úti- loka pær að mestu, að annað og sams konar hormónmyndandi æxli sé í pví eggjakerfi, sem var ekki fjarlægt. Hormónframleiðsla skiptir pó engu varðandi sjúkdómsgreininguna, sem er eingöngu byggð á vefjamynd. Viriliserandi og feminiserandi áhrif hormón- myndandi blandaðra æxla velta á hlutfallslegu magni starfhæfra fruma í peim (mynd 4). Leydig frumur gefa frá sér androgen og androgenlík efni, og æxli, par sem pessar frumur eru ríkjandi, geta valdið virilisation. Sertoli frumur og thecafrumur gefa hins vegar frá sér oestrogen, og æxli, sem hafa pessar frumur í ríkjandi mæli, geta valdið feminisati- on (6). Með tilliti til pess, að æxlið, sem hér um ræðir, var að verulegu leyti gert úr Sertoli frumum, hefði mátt búast við oestrogen fram- leiðslu í pví, ef pað hefði á annað borð verið hormónmyndandi. Erfitt er að meta óeðlileg feminiserandi einkenni hjá konum, en líta má á hyperplasia endometrii og sennilega sum carcinoma end- ometrii sem merki um oestrogen áhrif, og hafa pau verið talin benda til aukinnar feminisatio- nar frá granulosa-thecafrumu æxlum (3). Auð- veldara er að meta viriliserandi einkenni, en pó ber pess að gæta, að ættarmót og meðfætt byggingarlag sumra kvenna má greina rang- lega sem hormónaáhrif, ef ekki er jafnframt stuðst við hormónmælingar. Flest gynandroblastoma eru góðkynja. No- vac (9) birti yfirlit um afdrif átta kvenna með petta æxli og lýsti einu' dauðsfalli vegna æxlisins hálfu ári eftir aðgerð, og er pað eina illkynja gynandroblastoma æxlið, sem við höfum fundið greinargerð um, Það æxli, sem hér er lýst, var góðkynja að allra dómi, og ætti pví læknismeðferð að vera lokið með peim aðgerðum, sem gerðar voru. SUMMARY A report about a 46 year old woman with a rare type of ovarian tumour, a gynandroblastoma. This tumour was mainly composed of well differentiated Sertoli cells forming tubules but several foci were composed of nests of granulosa cells with typical Call-Exner bodies. There was no evidence of abnor- mal hormone production. Mynd 4: Skyldleiki gonadal-stromal frumuæxla upp- runninna frá ódifferentieruðum mesenchymfrum- um. Byggt á:Teilum (13).

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.