Læknablaðið - 15.03.1981, Side 44
94
LÆKNABLADID
pess að metta markaðinn. Nefndin hefur
áætlað, að í næstu framtíð verði læknaþörfin
230 héraðsstöður, 170 sjúkrahússtöður fyrir
sérfræðinám og 30 stöður í stjórnunar-,
kennslu- og rannsóknavinnu. Þetta þýðir 3 %
aukningu fyrir sjúkrahúsin. Samkvæmt þessu
ættu sérfræðimenntunarstöður ekki að vera
fleiri en 1360 á næstu árum. 160-170 yrðu þá
teknir inn í sérnám á ári. Endanleg niðurstaða
nefndarinnar mun liggja fyrir í síðasta lagi í
lok árs 1980.
ísland. Frá síðasta fundi NYLF í nóv. 1979
hefur þetta helzt gerzt í Félagi ungra lækna á
íslandi (F.U.L.).
Atvinnumál: Eins og áður sér félagið um
að skipa í allar kandidatsstöður. í framhalds-
menntunarstöður (superkandidatsstöður) sjá
yfirlæknar deildanna um ráðningar og eru þær
auglýstar. Samkomulag tókst við landlækni og
ráðherra um að stytta aftur héraðsskyldu í 4
mánuði, og stefna að niðurfellingu hennar í
framtíðinni. í þessu samkomulagi var gert ráð
fyrir að bæta vinnuaðstöðu í héruðum. Hófst
þar með á ný samvinna okkar við landlækni
um ráðningu í héraðstöður.
Utanríkismál: Svör hafa borist frá mörgum
löndum varðandi fyrirspurnir okkar um mögu-
leika íslenzkra lækna til sérfræðimenntunar.
Hafa svörin verið vinsamleg, en heldur þröngt
virðist vera á atvinnumarkaði unglækna í
flestum löndum, og fer ástandið fremur versn-
andi en hitt.
Kjaramál: Kjarasamningar íslenzkra
lækna eru runnir út fyrir u.þ.b. hálfu ári og enn
hefur ekkert gerzt í þeim málum. Almennt eru
kjarasamningar lausir í landinu og segjast
stjórnvöld ekki veita neinar grunnkaupshækk-
anir. Munu samningar því væntanlega fremur
snúast um bætt kjör, svo sem frí fyrir vaktir,
tryggingamál o.fl.
Fræðslumál: Almennt stefnum við að fjölg-
un á framhaldsmenntunarstöðum á sjúkrahús-
um og bættum menntunarskilyrðum, svo sem
auknum fræðslufundum. Einnig er stefna okk-
ar að litið sér vinnu kandidata sem nám, en
taka má fram, að á íslandi er lítil skipulögð
fræðsla fyrir unglækna í kandidatsstöðum.
Umræður hafa verið um breytingu á veitingu
sérfræðileyfa. Vilja læknafélögin taka þessi
mál, sem nú eru í höndum deildarráðs lækna-
deildar, í sínar hendur. Komið hefur fram
tillaga um, að sérstök nefnd verði skipuð
fulltrúum frá heilbrigðismálaráðuneytinu,
Læknafélagi íslands og læknadeild.
Danmörk. í Danmörku er erfitt að fá eldri
unglækna til starfa fyrir félagið. Vandamálið
er talið felast í vaxandi vinnuálagi lækna.
Höfuðvandamál félagsins er sívaxandi fjöldi
nýútskrifaðra lækna, sem stöðugt erfiðara er
að fá vinnu fyrir og læknar eru ráðnir til
skemmri tíma og mikið í afleysingarstöður.
Ýmis vandamál eru við veitingu í lokastöður
og er nú búið að skipa nefnd til að vinna í því
máli. í Danmörku ríkir nú einhvers konar
jöfnunartímabil, sem gerir það að verkum, að
erfitt er fyrir sérfræðinga að hefja einka —
»praksis«, sem hingað til hefur verið mögulegt
a.m.k. í sex sérgreinum.
Erfitt er að gera sér í hugarlund, hvað muni
leysa þetta tímabil af hólmi, en menn eru
hræddir um, að komið verði í veg fyrir fjölgun
í slíkum »praksis«, en aðeins nauðsynleg
endurnýjun verði. Annars hefur vaxandi hluti
af vinnu félagsins beinst að sparnaðarmálum,
þ.á.m. barátta félagsins á sviði landsmála. Sú
almenna skoðun er ríkjandi, að umfram allt
verði að minnka útgjöld til heilbrigðismála. Nú
er stefnt að fastri upphæð á fjárlögum til
þessara mála, sem ekki hækki milli ára, og
þýðir þetta í verðbólgunni beinlínis minnkað
framlag. Undanfarið hefur 12.8% af þjóðar-
tekjum verið varið til heilbrigðismála, en með
þessari aðferð til minnkunar, fer hlutfallið
niður í 10.8 % af þjóðartekjum. Þetta dregur
mjög úr möguleikum meðferðar og rannsókna
innan heilbrigðiskerfisins og mun valda mikl-
um atvinnuörðugleikum hjá unglæknum þar.
Almennt virðist vilji fyrir að fækka stöðugild-
um í heilbrigðiskerfinu, sem teljast verður
algerlega óviðunandi, bæði frá sjónarhóli
lækna og sjúklinga.
Svípjóð. A þinginu voru sex sænskir unglækn-
ar og auk þess skrifstofustjóri þeirra, eins
og á undanförnum þingum. Það sem er efst á
baugi hjá sænskum unglæknum nú, er í höfuð-
atriðum það sama og í desember 1979, þ.e.a.s.
kjaramál, atvinnumál og sérfræðimenntun.
Kjaramál: Almennir kjarasamningar og
þar með sænsku læknasamtakanna runnu út í
október 1979, en ekki var fyrir alvöru farið að
fjalla um kjaramálin fyrr en í apríl 1980. í maí
brutust svo út stærstu verkföll, sem orðið hafa
í Svíþjóð, en »Akademikers Centralorganisati-