Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 19

Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 19
LÆKNABLADID 237 Þörf á fræðslu og kennslu um barnageð- lækningar í hinum ýmsu fræðigreinum læknis- fræðinnar svo og öðrum fræðilegum greinum hefur verið brýn og er engan veginn uppfyllt enn sem komið er hér á landi. Rannsóknar- niðurstöður síðustu ára hafa sýnt fram á, að sálsjúkleg vandamál fullorðinsára eiga langoft- ast rætur að rekja til bernskuára og óleystra tilfinningalegra vandamála uppeldisára. Jafn- framt hafa rannsóknir innan barnageðlæknis- fræðinnar á síðustu árum sýnt fram á, að séu geðræn vandamál barna og unglinga greind og meðhöndluð snemma eru meiri líkur á, að hægt sé að hindra geðræn vandamál fullorð- insára. Engin skipuleg barnageðlæknisfræðileg pjónusta hefur verið rekin á barnadeildum sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins. Á Slysa- deild Borgarspítalans er hvorki barnalæknis — né geðlæknisfræðileg pjónusta en pangað koma til meðferðar að jafnaði rúm 10 púsund börn árlega. Þessi skortur á pjónustu innan barnageðlækninga er í ósamræmi við pá próun, sem átt hefur sér stað í barnageðlækn- ingum í nágrannalöndum okkar og jafnframt í öðrum greinum læknisfræðinnar, bæði hér á landi og erlendis. Hvað er hægt að gera til úrbóta ? Þjónusta barnageðdeilda er nokkuð mismunandi eftir löndum. Víðast hvar er pjónustunni pannig farið, að börn eru tekin til athugunar, rann- sóknar og greiningar og að lokum meðferðar, ef athugun leiðir í ljós, að pörf er á meðferð. Þessi greiningar- og meðferðarpjónusta er vanalega rekin á göngudeildum, tengdum al- mennum sjúkrahúsum, barnadeildum eða geð- deildum. Tilvísanir eru ýmist frá heimilislækn- um, barnalæknum, geðlæknum, sálfræðideild- um, foreldrum, leikskólum, dagheimilum eða grunnskólum. Tilvísanir frá öðrum sérstofn- unum t.d. fyrir vangefna, blinda og heyrnar- lausa eru nokkuð algengar á barnageðdeildum erlendis, en vitað er, að geðræn vandamál slíkra barna eru mun algengari en annarra heilbrigðra barna. En hvað er til úrbóta í pessum málum hér á landi? Allverulegur skortur er hér á landi á geðverndardeildum eða leiðbeiningarstöðvum fyrir börn og foreldra, sem víða erlendis eru í tengslum við göngudeildapjónustu á barna- geðdeildum eða á almennum sjúkrahúsum eða háskólasjúkrahúsum. Forstöðumaður slíkra geðverndardeilda er vanalega barnageðlækn- ir, en meðferð er oft á tíðum jöfnum höndum hjá sálfræðingum, félagsráðgjöfum og læknum undir eftirliti barnageðlækna. j Danmörku er stefnt að pví að miða við að ein barnageðdeild pjóni hverjum 50.000 íbú- um, ættu pví samkvæmt peimstaðli að vera starfandi hér á landi fjórar barnageðdeildir. Þar sem margir, bæði foreldrar og aðrir álíta barnageðdeildir fyrst og fremst fyrir geðveik börn, vilja peir ekki að barn sem pjáist einungis af tilfirnningalegum erfiðleikum sé grunað um að vera geðveikt ásamt peim ópægindum sem pví fylgir. Vafalaust mætti ná til fleiri foreldra og annarra tilvísandi aðila, ef göngudeild barnageðeildar hefði aðskilda pjón- ustumiðstöð eða geðverndarpjónusta væri jafnframt í tengslum við t.d. ungbarna-, smá- barna- og skólaeftirlit. Með tilkomu proska- mats 4ra ára barna í tengslum við ungbarna- og smábarnaeftirlit gefst gott tækifæri til að fylgja eftir börnum með geðræn vandamál eða proskafrávik og veita foreldrum par jafnframt leiðbeiningar og ráðgjöf eftir pörfum. Á GBH hafa um 120 börn notið legudeild- arpjónustu á undanförnum rúmum 10 árum, en legudeildin við Dalbraut er rekin fjarri Land- spítalanum og hefur pví rannsóknaraðstaða við deildina verið mjög takmörkuð. Ekki er óalgengt erlendis, að slíkar meðferðardeildir séu reknar utan sjúkrahúsa, en eru par pá oft á tíðum úr tengslum við göngudeildir, par sem aðalgreining og rannsókn fer fram. Legudeild GBH hefur eigin skóla og fjöldi meðferð- araðila á deildinni er talsvert hærri en á venjulegum sjúkradeildum og hefur deildin pví pótt kostnaðarsöm í rekstri. Á legudeildum barnageðdeilda er nauðsynlegt að bjóða upp á góða endurhæfingamöguleika og tómstunda- iðju ásamt ípróttum og sé tekið tillit til pessara pátta hefur aðstaða GBH við Dalbraut verið góð. Auka parf samstarf við barnadeildir. Á barnadeildum höfuðborgarsvæðisins eru sam- ankomin flest börn utan skóla og er pví mikilvæg aðstaða á barnadeildum til að finna áhættuhópa barna og veita peim pá greiningu og meðferð sem pörf er á hverju sinni. Á barnadeildum er fylgst með proska og vexti barna og almennt er reynt að standa að velferð peirra, jafnframt er auðvelt að athuga hegðun barna, tjáskipti peirra og fjölskylduað- stæður og sálsjúkleg einkenni. í nágranna- löndum okkar er pað pví fastur liður í starfi á barnadeild að annast geðlæknisfræðilega ráðgjöf (konsultation). Þetta tíðkast bæði á

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.