Læknablaðið - 15.10.1982, Síða 20
238
LÆKNABLADID
legudeildum og göngudeildum barnadeilda.
Æskilegast væri, að barnadeildir önnuðust
bæði greiningu á líkamlegum vandamálum og
geðlæknisfræðilegum og meðferð hæfist á
hvoru tveggja innan veggja barnadeilda. Á
barnadeildum er jafnframt gott tækifæri til að
gefa foreldrum leiðbeiningar og ráð varðandi
uppeldi og meðferð á ungum börnum sem
eldri. Þeirri staðreynd, að börn dagsins í dag
verða peir fullorðnu morgundagsins verður
ekki breytt. Því er pað mikið velferðarmál að
innleiða tilfinningalega vellíðan í meðferð
barna á barnadeildum. Til að fyrirbyggja
frekari áföll og veikindi í lífi barns þarf oft á
tíðum að veita sállækningameðferð til að
stuðla að vellíðan. Þannig er ekki nóg að
greina vandamálið eða sjúkdóminn, heldur
einnig að veita samtímis meðferð.
Rannsóknir hafa sýnt fram á, að geðlæknis-
fræðileg ráðgjöf innan veggja barnadeilda
auðveldar foreldrum að leita til barnageð-
deilda, foreldrar njóti þjónustunnar á barna-
deildum. Rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram
á, að líkamleg einkenni barna s.s. höfuðverkur
og kvartanir frá meltingarfærum er hægt að
uppræta fyrr með geðlæknisfræðilegri ráðgjöf
og þannig koma í veg fyrir, að barnið verði
veikt til langframa. Algengt er, að tilfinninga-
legt áiag hjá börnum lýsi sér sem líkamleg ein-
kenni. Með því að kanna, hvað veldur álagi hjá
barninu má draga úr því og við það hverfa
einkenni.
Samstarf vid skóla og sálfræðideildir.
Námsgeta barna er fyrst og fremst komin
undir því, hversu vel barninu líður að greindar-
fari undanskildu. Prátt fyrir, að skólinn sé
staður þar sem börnum er ætlað fyrst og
fremst að læra, umgangast aðra og taka aga
frá öðrum en foreldrum, er þetta allt komið
undir sjálfsáliti barnsins og tilfinningum þess í
eigin garð. Þau börn sem hafa vanist á
óæskilega hegðun heima fyrir haga sér vana-
lega líkt í skóla. Á fyrstu skólaárum læra börn
vanalega að lesa og skrifa og grundvallast
áframhaldandi námsgeta þeirra á þessu. Náms-
erfiðleikar hvers barns hafa mikil áhrif á líðan
þess og það ætti að vera skylda allra lækna,
sem annast börn að vera ráðgefandi og
leiðbeinandi við skóla um slík mál. Barn sem
getur ekki lært að lesa á réttum aldri fær síðar
önnur einkenni sem getur breytt námserfiðleik-
um í alvarlegri geðræn vandamál. Hjá mörg-
um börnum sem hafa námserfiðleika er oft á
tíðum aðalvandamálið tilfinningalegs eðlis, en
skólavandamálið er í 2. og 3. sæti. Þannig getur
geðlæknisfræðileg sjúkdómsgreining og
tengsl hennar við námserfiðleika stuðlað að
nauðsynlegri námsáætlun og aukið á skilning
kennara og þar með verður bæði tekið tillit til
sálfræðilegra orsakavalda og námslegra.
Húsnæðisvandamál barnageðdeildar. Að
barnadeild gat tekið til starfa var því að þakka,
að leiguhúsnæði á vegum Reykjavíkurborgar
að Dalbraut 12 stóð til boða. Um aðra valkostí
í húsnæðismálum var ekki að ræða nema að
bíða með stofnun geðdeildar barna um ófyrir-
sjáanlegan tíma. Engin reynsla var fyrir hendi
hérlendis á rekstri geðdeildar fyrir börn af öllu
landinu og með innlagningaraðstöðu heldur
einungis af göngudeildarstarfsemi. Því var
heldur ekki ljóst hvernig ætti að reka þess
háttar deild við íslenskar aðstæður. En ljóst
var að á leigutímabilinu mætti fá mikilsverðar
hugmyndir um hvernig barnageðdeild þyrfti
að reka hérlendis og hvernig starfsramma
þyrfti að skapa henni.
Ekki þarf að fjölyrða um að húsnæðið að
Dalbraut 12 varð brátt alltof þröngt fyrir
starfsemina. Nefna má sem dæmi að í dag eru
engin sérhönnuð meðferðarherbergi í sam-
ræmi við kröfur tímans fyrir hendi innan
deildarinnar, hvorki fyrir einstaklinga né hóp-
meðferð. Líkja mætti aðstöðunni við hand-
lækningadeild án skurðstofu. Sömuleiðis hefur
engin aðstaða verið fyrir kennslu eða til
innlagninga unglinga, sem oft eru meðhönd-
laðir á göngudeild vegna bráðrar geðveiki.
Leigusamningur ríkisspítala við Reykjavík-
urborg um húsnæðið við Dalbraut rennur út
árið 1985. Páll Ásgeirsson skrifaði bréf til
stjórnarnefndar ríkisspítalanna í febrúar 1981
um húsnæðisaðstöðu barnageðdeildar og lagði
áherslu á að GBH hefur búið við alvarlegan
húsnæðisskort um langan tíma og engar úr-
bætur hafa fengist í húsnæðismálum deildar-
innar frá upphafi.
Árið 1981 var málið rætt í stjórnarnefnd
ríkisspítalanna og vísað til yfirstjórnar mann-
virkjagerðar á Landspítalalóð. Enn hafa engar
áætlanir borist eða svör, hvorki frá stjórnar-
nefnd né yfirstjórn mannvirkjagerðar. Hvað
verður því um starfsemi barnageðdeildar þeg-
ar leigusamningur ríkisspítala við Reykjavík-
urborg um húsnæðið við Dalbraut 12 rennur
út árið 1985 er óljóst.
F.h. stjórnar Félags Barnageðlækna,
Helga Hannesdóttir
Halldór Hansen