Læknablaðið - 15.10.1982, Síða 23
LÆKNABLADID
239
Pedro Ólafsson Riba
ÆÐARANNSÓKN Á ÚTLIMUM
Samanburður á Metrizamid og Angiografin með Lidocain
INNGANGUR
Skoöun á útlimaæðum er snar páttur í dag-
legri vinnu á röntgendeildum og algengust
allra slagæðarannsókna. Notkun pessara rann-
sókna fer vaxandi og er ekki annað séð en að
hún verði um sinn helsta rannsókn til að
kortleggja sjúklegar breytingar á útlimaæðum.
Ný greiningartækni er að ryðja sér til rúms,
sem mun leysa þessar áverkavaldandi skoðan-
ir af hólmi, en varla verður hennar að vænta
hér á landi næstu árin. (1)
Það er alkunna, að samfara innspýtingu
skuggaefnis í æð fá sjúklingar oft talsverð
ópægindi, hitakennd, verki og jafnvel kvalir.
Þetta á ekki síst við um inndælingar vegna
rannsókna á ganglimum, aortofemoral angio-
grafiu, eða skoðun á ósæðar-, lenda-, lær- og
hnésbótaæðum. Við slíka æðarannsókn er
miklu magni af skuggagjafa dælt inn í blóð-
rásina á 2-3 sek. undir verulegum prýstingi.
Öll nútíma skuggaefni, sem notuð eru til
innspýtingar í æð, eru jónuð vatnsleysanleg
prí-joðuð sölt af benzoesýru. Þau hafa fremur
lága viðloðun, er auðvelt að dæla þeim, gefa
góða þéttni í æðum og útskiljast fljótt um
nýrun. Þó er sá galli á gjöf Njarðar, að þessi
efnasambönd eru hyperton gagnvart blóði,
osmolalitet þeirra er 5-8 sinnum hærra en
blóðs og annarra líkamsvessa og eru þau því
ertandi á innanþekju æðaveggjanna og valda
unt leið sársauka. (2)
Það er því ekki að ófyrirsynju, að framleið-
endur skuggagjafa hafi á undanförnum árum
og með ærnum kostnaði (meðalkostnaður á
þróun nýs skuggaefnis eða lyfs er 20.000.000
pund) leitast við að finna skuggagjafa með
lægra osmolalitet og færri aukaverkanir. Fyrir
hér um bil 12 árum reið fyrirtækið Nyegaard
A/S & Co, Oslo, á vaðið með efnið Metriza-
mid (Amipaque), vatnsleysanlegt joðsamband,
sem ekki jónast í upplausn og með aðeins
helmingi hærra osmolalitet en blóðvökvi. Þetta
efni reyndist ótrúlega lítið eitrað og mark-
Barst ritstjórn 19/05/82. Sampykkt og sent í prentsmiðju
10/06/82.
aði tímamót í rannsóknum á skúmholi (myelo-
grafiur) og heilahólfum (ventriculografiur). (3)
Upp úr 1975 var svo byrjað að nota efnið í
tilraunaskyni við útlimaæðaskoðanir og hefur
það þegar sannað ágæti sitt við slíkar skoðanir
vegna lítilla óþæginda fyrir sjúklingana. (4, 5,
6). Á hinn bóginn er Metrizamid 15- 20 sinnum
dýrara en jónuð skuggaefni. Önnur kynslóð lítt
eitraðra efnasambanda með lágt osmolalitet
hefur þegar hafið innreið sína á sviði röntgen-
rannsókna á æðum. Má í því santbandi nefna
lopamidol frá Bracco (Milan), Iohexol frá
Nyegaard, Oslo og Hexabrix frá Guerbet
(Frakkland) og lofa þau öllu góðu og eru mun
ódýrari en Metrizamid, en samt 5-8 sinnum
dýrari en önnur skuggaefni. Tilurð og þróun
þessara efnasambanda verður ekki gerð frek-
ari skil hér, en bent er á heimildir (7, 8, 9,10,11).
Síðan 1978 hefur það tíðkast á Röntgen-
deild Landspítalans, að Angiografin 65 %
(Meglumine Diatrizoate, 306 mg Jodine/ml,
Schering) er blandað Lidocaini. (12, 13, 14).
Hefur það gefið mun betri raun en þegar
skuggaefnið er notað eitt sér og engar auka-
verkanir hafa komið á daginn. Þessi blanda er
mjög ódýr, kostar um 50 krónur fyrir hverja
innspýtingu við fullkomna neðri útlimaæða-
skoðun, en ein gjöf af Metrizamid við sams
konar skoðun kostar um 1.185.—
EFNIVIÐUR OG RANNSÓKNARAÐFERÐ
Ákveðið var að kanna með klíniskri saman-
burðaraðferð (cross-over study), hvort þessi
mikli verðmunur væri réttlætanlegur. Gerðar
voru 30 æðaskoðanir á 28 sjúklingum. Konur
voru 11 (41-78 ára) og karlar 17 (26-76 ára).
Tvær skuggaefnisinnspýtingar voru gerðar á
öllum sjúklingunum, önnur með Metrizamid,
hin með Angiografin með Lidocaini.
Hjá 12 sjúklingum var notaður 1 ml 1 %
Lidocain, en hjá 16 sjúklingum var notaður 1
ml 2 % Lidocain fyrir hverja 10 ml af Angio-
grafin eða 5 ml af annarri hvorri upplausninni
á móti 50 ml Angiografin. Metrizamid voru
notaðir í styrkleika 280 mg I/ml. Ef um
aortofemoral angiografiu var að ræða, var