Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Síða 31

Læknablaðið - 15.10.1982, Síða 31
LÆKNABLADID 243 mörku í október 1982. Á þessum ráðstefnum hafa verið fyrirlesarar frá öllurn Norðurlönd- um og Bandaríkjum og voru fyrirlestrarnir á ráðstefnunni í Gautaborg 1979 gefnir út í bókarformi á vegum Norðurlandaráðs (Sjuka barns behov NUA 1980: 7). í Svíþjóð, Noregi og Danmörku hafa verið gerðar athyglisverðar kvikmyndir á undanförn- um árum til þess að undirbúa börn og foreldra fyrir sjúkrahúsdvöl. Börnum og foreldrum eru sýndar þessar myndir um líkt leyti og þau eru innkölluð og stefnt er að því að nota þær í leikskólum, dagheimilum og skólum almennt til Uþþlýsingar fyrir börn, í fræðsluskyni og til að draga úr ótta þeirra og ranghugmyndum í sambandi við sjúkrahúsdvöl. Stjórn samtakanna skipa 2 þátttakendur frá hverju Norðurlanda auk formanns. Formaður er prófessor Lennart Köhler, rektor við Nord- iska Hálsovárdshögskolan í Gautaborg. Frá Danmörku: Bengt Zachau-Christiansen og Lisa Giodesen. Frá Finnlandi: Káthe Zilliacus og Ulla Blumberg. Frá íslandi: Helga Hannes- dóttir og Guðmundur Jónmundsson. Frá Nor- egi: Tove Lindemann og Ivar Borsheim. Frá Svíþjóð: Ivonne Lindquist og Sara Stronge. Stofnuð hefur verið íslandsdeild þessara norrænu samtaka og er Guðmundur Jón- mundsson læknir formaður íslandsdeildarinn- ar, en meðstjórnendur eru Árni Þórsson lækn- ir og Herta Jónsdóttir hjúkrunarstjóri á Barna- spítala Hringsins. Ráðgert er að halda hér á landi ráðstefnu á vegum samtakanna í október 1983. AÐALFUNDUR LÆKNAFÉLAGS REYKJAVÍKUR - FUNDARGERÐ Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkurvar hald- inn miðvikudaginn 10. marz 1982 kl. 20.30 í Domus Medica. Fráfarandi formaður L.R., Örn Smári Arn- aldsson, setti fundinn og skipaði Sigurð Þ. Guðmundsson fundarstjóra. Fundarefni: 1. Formaður minntist 6 félaga L.R., er létust á starfsárinu og rakti æviferil þeirra. Fundar- menn vottuðu hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. 2. Formaður rakti helztu atriði ársskýrslu L.R. M.a. kynnti hann stöðuna í samningamálum, en allir eða nær allir kjarasamningar Iækna eru nú lausir og barátta framundan á öllum vígstöðvum. Athugasemdir við skýrsluna komu ekki fram. 3. Gjaldkeri las og skýrði reikninga félagsins. Ein fyrirspurn var gerð af Sigmundi Magn- ússyni og svaraði gjaldkeri. Reikningarnir voru síðan bornir upp og samþykktir samhljóða. 4. Sigmundur Magnússon las og skýrði reikn- inga Domus Medica. Hagnaður af rekstri gerði gott betur en halda I við verðbólgu, og fékk Friðrik Karlsson, framkvæmda- stjóri, klapp fundarmanna fyrir frammistöð- una. Sigurður Hektorsson spurði, hvernig hagnaði væri varið og Atli Árnason spurði, hvort áætlanir væru til um byggingu bóka- safns og lesstofu. Sigmundur sagði svo ekki vera, en hugmyndin væri að sínu mati góð og e.t.v. væri unnt að verja rekstrarhagnaði einmitt til slíkra framkvæmda. 5. Engin tillaga um lagabreytingar lá fyrir. 6. Kosningar. Kjósa þurfti nýja aðalstjórn L.R., 3 meðstjórnendur til 2ja ára, 2 til eins árs og 3 varamenn til 2ja ára. Einnig 7 fulltrúa á aðalfund L.í. og jafnmarga vara- menn. Fyrir lágu tillögur fráfarandi stjórn- ar, en að auki hafði borizt listi borinn fram af 19 læknum. Á fundinum var lesin upp yfirlýsing 3ja af 19-menningunum, allt með- lima F.U.L., þar sem þau draga til baka fyrri stuðning, en lýsa stuðningi við framboð frá- farandi stjórnar. a. Tillaga stjórnar: Ólafur Steingrímsson, formaður, Stefán B. Matthíasson, ritari, Guðmundur I. Eyjólfsson, gjaldkeri. Meðstjórn til 2ja ára: Halldór Jóhannsson, Hörður Alfreðsson og Lúðvík Ólafsson. Meðstjórn til 1 árs: Atli Árnason og Edda Björnsdóttir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.