Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.1982, Síða 35

Læknablaðið - 15.10.1982, Síða 35
LÆKNABLAÐID 245 Guðný Bjarnadóttir, Gunnlaugur Snædal LEGHVERFING (INVERSIO UTERI) INNGANGUR Skilgreining: Með heitinu leghverfing (inver- sio uteri) er átt við að leg hverfist út, pannig að innveggir pess snúi út og efri hlutinn snúi niður. Greint er á milli leghverfingar, sem verður eftir fæðingu, og leghverfingar sem er án tengsla við fæðingu. Þær síðarnefndu eru yfirleitt ófullkomnar (incompleta) og koma oftast fyrir í sambandi við æxli í legi. Leghverf- ingar eftir fæðingu skiptast í bráðar, langvar- andi og endurteknar leghverfingar. Þá hafa leghverfingar verið flokkaðar í prjú stig eftir pví hversu mikil hverfingin er. Fyrsta stigs leghverfing nefnist pegar botn legsins bungar aðeins inn í sjálft legið. Annars stigs ieghverf- ing er pað nefnt pegar legbotninn bungar alveg niður í leghálsopið. Þriðja stigs leghverf- ing er pað að legbotninn nær niður fyrir ytra op leghálsins (inversio uteri completa) eða pegar ekki aðeins legið heldur einnig leggöng- in hverfast út, en pað kallast fullkomin leg- hverfing (totalis). Við priðja stigs leghverfingu herðir ytra op leghálsins að hinum úthverfu vefjum og veldur æðaprengingu í peim. Tíðnitölur eru umdeildar vegna pess hversu sjaldgæf leghverfing er. Á einum stað (4) er tal- að um að tíðnin sé á milli 1/17000 og 1/200000 fæðingum á Vesturlöndum. Flestir læknar sjá petta pví aldrei. Orsakir: Eins og áður sagði eru leghverfing- ar án tengsla við fæðingar yfirleitt samfara æxli í legi. Æxlin eru gjarnan vöðvahnútar (myoma) og leghverfingin gerist hægt á löng- um tíma, annaðhvort vegna pess að legið reynir að losa sig við æxlið, eins og um væri að ræða aðskotahlut, eða vegna pess að stilkaður vöðvahnútur togar í legbotninn niður á við. Hins vegar er umdeilt hvað valdi leghverfingu eftir fæðingu. Þessi fylgikvilli er tíðastur hjá frumbyrjum (9) eða 52-58,9 %. Staðsetning fylgju í botni legsins (sem er sjaldgæft) og afmörkuð svæði með illa samandregnu legi hafa verið talin orsakandi pættir (9). Þessi gerð Barst ritstjórn 01/03/82 Sampykkt til birtingar og sent í prentsmiðju 10/06/82. leghverfingar getur stafað af eftirfarandi prem páttum: 1) Skyndilegri tæmingu á leginu; 2) Þynningu á legvegg par sem smám saman myndast gúll eða hnútur inn í legið; 3) Einnig útvíkkun á leghálsi. Margir aðrir pættir koma til greina sem tengdir eða meðverkandi í leghverfingu: a) Ótímabær prýstingur fyrir ofan lífbeinið til að hraða fylgjulosun; b) Tog í naflastrenginn; c) Slappir kviðvöðvar; d) Af- brigðileg fylgja; e) Vansköpun á legi; f) Tog í fasta belgi; g) Vanskapað fóstur; h) Þættir sem valda gjarnan óeðlilegu pani á legvegg, svo sem mikið legvatn, fleirburar, einnig langdreg- in fæðing (inertia uteri); i) Notkun svæfingar- lyfja, sem valda slökun á leginu. Greining: Sjúklingur með bráða leghverf- ingu kvartar oft undan sárum verkjum í grindarholinu og við skoðun, sem er eina leiðin til að greina petta, má sjá fyrirferð í leggöngunum og stundum er fylgjan enn föst par við. Eitt höfuðatriði við greiningu er að legbotninn finnst ekki við preifingu á kviðnum. Það er ekki margt sem kemur til greina við mismunagreiningu, helst framfall á stilkuðum vöðvahnút gegnum útvíkkaðan legháls. Bráð leghverfing hefur í för með sér lost- hættu (55 % tilfella fá lost) og blæðingu. Ef petta verður ekki greint fljótlega, deyr u.p.b. priðji hluti sjúklinganna innan fáeinna klukku- stunda. í sumum tilfellum er lostið miklu alvarlegra en blæðingin segir til um (neurogen shock). Medferd: Reyna skal viðsnúningu neðan frá (repositio manualis) strax, helst í djúpri svæf- ingu. Mælt er með pví að losa ekki fylgjuna, sé hún enn föst við legbotninn, heldur ýta henni með upp. Þetta auðveldar viðsnúninguna og minnkar hættuna á frekari áverka. Ef petta tekst ekki, verður að skera konuna upp og rétta legið við pá leiðina eða jafnvel fjarlægja pað. Það er óalgengt að leghverfing komi aftur fyrir eftir fyrstnefnda meðferð nerna í sam- bandi við síðari fæðingar; pá eru auknar líkur til pess að legið hverfist aftur út. Gömul ráð við leghverfingu voru m.a. að hella olíu eða öðrum vökva á legið sem gerði pað auðveld-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.