Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 36

Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 36
246 LÆKNABLADID ara að snúa f>ví aftur við, eða að láta konurnar ganga með belti sem hélt leginu inni, eða binda band um legið og láta það síðan rotna í burtu. í einni grein (9) er sagt frá ljósmóður sem skar legið burt med rakhníf og stöðvaði síðan blæðinguna með ís. Leghverfing á íslandi: Árið 1980 gerðist pað á Kvennadeild Landspítalans að kona varð fyrir leghverfingu á priðja stigi fæðingarinnar. Petta varð til pess að áhugi vaknaði á pví að kanna pau tilfelli af leghverfingu sem orðið hafa á íslandi. Leitað hefur verið í gömlum heilbrigðisskýrslum, einnig í skýrslum Land- spítalans frá upphafi, og skrifað hefur verið til lækna úti á landi. Læknar hafa líka verið spurðir persónulega og beðnir um að leita í huga sér. Sá sem einu sinni hefur séð leghver- fingu gleymir henni seint aftur. Hér á eftir fara íslensku tilfellin sem fundust í réttri tímaröð: 1) í skýrslu um heilbrigði manna á íslandi árið 1899 saminni af páverandi landlækni, dr. med. J. Jónassen, stendur svo á bls. 228: »Páll Blöndal getur um eitt fátítt tilfelli, sem var á áttræðri konu, sem gekk með prolapsus uteri chronic. Hann segir svo frá: »Allt legið fallið fram og fremri veggur vagina og vesica spennt niður í framfallinu, sem náði 10-12 pumlunga niður fyrir labia og neðst á honum var stórt sár. Ofan til var slímhimnan breytt í hart skinn. Konan átti bágt með að kasta af sjer pvagi; og var vön, er hún settist niður, að sitja á tveim kistlum og hafa barnslegið niður á milli peirra. Pannig hafði hún verið í 40 ár og sinnt húsmóðurstörfum á stóru heimili eins og ekkert væri um að vera. Orsökina taldi hún mundi vera, að pegar hún ól síðasta barnið, kom ekki fylgjan, og var pá nágrannakona hennar fengin til að ná henni; ljet hún sængur- konuna spyrna fast í, en náði sjálf í fylgjuna og togaði svo ósleitilega, að hún datt aptur á bak með fylgjuna í lúkunum. Prem dögum síðar fór sængurkonan á fætur til að pvo ull, og stóð við pað allan daginn, pví kaupstaðarferð var fyrir höndum og ullarperrir pann dag. Aldrei hafði hún sýnt sig lækni fyrr.« 2) í skýrslu Landspítalans frá 1931 er talað um eitt tilfelli af inversio uteri chronica, en sjúkraskýrsla hefur ekki fundist prátt fyrir leit. 3) í júní 1965 fæddi S.G., 27 ára frumbyrja, á Akureyri. Fæðingin gekk vel, en konan fékk geysilega mikla kviðverki u.p.b. hálfri klukku- stund eftir fæðinguna og smáblæðingu. Við skoðun upp í leggöngin fannst að um ófull- komna leghverfingu var að ræða. Konan var svæfð og gekk auðveldlega að snúa pessu við neðan frá. 4) í nóvember 1968 kom E.B.H., 16 ára frumbyrja, á Kvennadeild Landspítalans, en hún hafði fætt skömmu áður á Fæðingar- heimili Reykjavíkur og var fæðingin eðlileg. Konunni fór að blæða mikið eftir fæðingu fylgjunnar og varð ástand hennar nálægt losti. Hún var pá flutt á Kvennadeild Landspítalans. Við skoðun sást að legið var hverft vel niður í leggöngin. Gerður var viðsnúningur í svæf- ingu. Ástand konunnar snarbatnaði eftir að leginu hafði verið snúið við og heilsaðist henni vel eftir pað. 5) í ágúst 1973 kom K.S.H., 34 ára fjölbyrja, á Kvennadeild Landspítalans frá Hornafirði, en par hafði hún fætt sitt tíunda barn nokkrum klukkustundum áður. Fylgjan var föst og var sótt með hendi vegna blæðingar hálfri annarri klukkustund eftir fæðingu barnsins. Varð við pá aðgerð leghverfing sem gekk vel að snúa við neðan frá. Konan var í lostástandi og var send til Reykjavíkur svo fljótt sem unnt var. Tæpum tveim sólarhringum eftir fæðinguna fer ástand konunnar að versna aftur og kom í ljós að fullkomin leghverfing hafði átt sér stað. Fyrst var reyndur viðsnúningur neðan frá í svæfingu, en tókst ekki. Var konan pá skorin upp og reyndur viðsnúningur pá leiðina án árangurs, og var pá legið tekið að mestu leyti. Konunni heilsaðist vel eftir petta. 6) í janúar 1974 fæddi B.K.S., 21 árs fjölbyrja, á Akureyri. Þetta var hröð fæðing og strax og barnið var fætt féll fylgjan fram og legið með og var um annars stigs leghverfingu að ræða. Eftir að fylgjan var losuð frá var leginu snúið við neðan frá; petta var gert í svæfingu og gekk auðveldlega. Konunni heils- aðist vel eftir petta. 7) í mars 1975 fæddi G.J., 20 ára fjölbyrja, í Borgarnesi. Hún var síðan send hið bráðasta til Akraness pví fylgjan var föst og var konan í lostástandi við komuna til Akraness og fylgjan hálf úti, auk pess sem talsvert blæddi. Við skoðun kom í Ijós að petta var priðja stigs leghverfing. Þegar »systolan« var komin upp í 90 mm Hg var konan svæfð og gerður viðsnún- ingur á leginu neðan frá. Konan var fljót að ná sér eftir petta. 8) í júní 1980 fæddi R.K., 19 ára frumbyrja, á Kvennadeild Landspítalans. Annað stig fæð- ingarinnar var án framgangs og verkir lélegir orðnir, var pví lögð sogklukka. Barnið var í »occipito posterior« stöðu og ekki fullsnúið og

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.