Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1982, Side 37

Læknablaðið - 15.10.1982, Side 37
LÆKNABLAÐID 247 þurfti að ýta kröftuglega á legbotninn í tveim síðustu hríðunum. Eftir fæðinguna var sam- dráttur í leginu ekki góður, en lítil blæðing. Fylgjan fæddist til hálfs, en kom ekki lengra út. Var hún þá sótt með hendi, en við það varð leghverfing og var efri röndin á fylgjunni og belgir fastir við legbotninn. Leginu var strax snúið við neðan frá og gekk það auðveldlega. Töluvert blæddi á meðan á þessu stóð, en það hætti fljótlega eftir að sett var upp syntoci- nondripp. Konan stóð sig vel í og eftir aðgerð. 9) í janúar 1981 fæddi A.L.W., 19 ára fjölbyrja, á Egilsstöðum. Annað stig fæðingar- innar tók tíu mínútur. Tíu mínútum eftir það fæddist fylgjan með þrýstingi á legbotninn, fór þá strax að blæða mikið. Við skoðun fannst leg- botninn ekki við þreifingu á kviðnum og í introitus sást úthverft legið. Konan fór í lost af hröðu blóðtapi og verkjum. Settur var upp vökvi og gefin lyf til að fá nægilega slökun til að hægt væri að snúa leginu við neðan frá, en leghálsinn var þétt samandreginn. Þetta tókst og batnaði strax almennt ástand konunnar. Leghálsinn var heill og blæðingin hætti. Áætl- að blóðtap var 1,5 1. Konunni leið vel eftir þetta og útskrifaðist 8 dögum síðar. UMRÆÐUR Það er augljóst að tölfræðilegir útreikningar eiga ekki við þegar um svo fá tilfelli er að ræða. Tvö af þessum níu tilfellum sem höfund- ar fundu eru þar að auki úr leik strax, því ekkert fannst skráð um tilfelli nr. 2, og tilfelli nr. 1 er tekið með til fróðleiks, því ekki er víst að þetta hafi verið leghverfing þótt ýmislegt í lýsingunni bendi til þess. Læknirinn hefur þó talið þetta vera legsig. Á árunum 1965 til 1981 fundust því samtals sjö leghverfingar. Hér hlýtur að vera um vanskráningu að ræða þar til á síðustu árum að betri skráning á ýmsum atvikum varðandi fæðingu á sér stað. Fæðing- ar á þessu 17 ára tímabili voru u.þ.b. 75000 og því tíðni leghverfinga 1/10700. Þetta er hærra hlutfall en um getur í erlendum athugunum (4, 9). Aldur þessara 7 kvenna var 16, 19, 19, 20, 21, 27 og 34 ár. Fjórar þeirra eru fjölbyrjur og þrjár frumbyrjur. í þrem tilfellum má kenna fastri fylgju um og í einu of hraðri fæðingu. Ef til vill stafar eitt tilfelli af ótímabærum þrýst- ingi á legbotninn á þriðja stigi fæðingarinnar. Tvö tilfelli virðast hafa gerst sjálfkrafa. í öllum tilfellunum var brugðist skjótt við og lyktaði málinu farsællega hjá öllum þótt ein kona missti legið. Að lokum er rétt að geta þess að ekki er þess að vænta að höfundar hafi fundið öll tilfelli af leghverfingum eftir fæðingu sem átt hafi sér stað á íslandi. Gott væri ef læknar og ljósmæður sem þetta lesa og vita um fleiri létu höfunda vita, og væri þá sjálfsagt að birta þær upplýsingar með tilvísun til þeirra sem þær hefðu látið í té. Þeir Iæknar sem aðstoðuðu sérstaklega í þessari leit að leghverfingum á íslandi voru Árni Ársælsson, Bjarni Rafnar, Árni Ingólfs- son og Stefán Þórarinsson og ber að þakka þeim skjót og góð svör. SUMMARY Inversio Uterí, Cases in Iceland from 1881-1981. Public Health Reports have been registered in Iceland from 1881 onwards. These have been investigated considering cases of inversio uteri postpartum. Eleven cases were found from 1881 till 1981. The first one is from 1899 and is called in the Report »prolapsus uteri chronica«, but the descrip- tion rather indicates chronic inversio uteri. The second registered case is from 1931, but no journal could be found about it. The third case is registered in 1965 and from that year until 1981 (incl.) these are 7 reports of postpartum inversio uteri. The reason for this uneven distribution must be that in the Iast years registration of different obstetrical complica- tions has improved very much. In the article all the last 7 cases of inversio uteri are described, how it happened and what treatment the patients got. All these patients recovered without complications except for one woman (a grand multipara) who consequently had to go through hysterectomy. HEIMILDIR 1. Heilbrigðisskýrslur 1881-1974. 2. Skýrslur Landspítala 1931-1964. 3. Fæðingar á fslandi. Fylgirit við heilbrigðis- skýrslu 1972. Gunnlaugur Snædal, Gunnar Biering, Helgi Sigvaldason. 4. Lee, Baggish, Lashgari: Acute Inversion of the Uterus. Obstet. Gynecol. 51: 144-147, 1977. 5. Kitchin, Thiagarajah, May, Thornton: Puerperal Inversion of the Uterus. Am. J. Obstet. Gynecol. 123: 51-58, 1975. 6. Cumming, Taylor: Puerperal Uterine Inversion: Report of Nine Cases. C M A Journal 118:1268- 1270, 1978. 7. O’Connor: Recurrent Postpartum Uterine In- version. Br J. Obstet. Gynecol. 10: 789-790, 1978. 8. Hofmeister, Bunke, Halverson: Inversion of the Uterus. í Sciarra, McElin: Gynecology and Obstetrics. Vol. 2. Kafli 81. Harper & Row 1980. 9. Björo, Molne: Propedeutisk Obstetrikk, bls. 324. Universitetsforlaget, 1977. 10. Garrey, Govan, Hodge, Callander: Obstetrics Illustrated, bls. 320. Churchill Livingstone 1974. 11. Eden, Holland: Manual of Obstetrics, bls. 496. Churchill 1948.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.