Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.10.1982, Side 40

Læknablaðið - 15.10.1982, Side 40
250 LÆKNABLADID Helztu kröfur, sem settar eru fram af hálfu L.Í., eru þessar: Starfsheiti færist upp um 3-4 launa- flokka. Yfirlæknar heilsugæzlustöðva fái 50 % af þeim greiðslum, sem öðrum yfirlæknum og forstöðu- mönnum eru greiddar til jöfnunar við lausráðna yfir- lækna sjúkrahúsa. Héraðslæknum verði greidd 30 % af launaflokki 120 fyrir héraðslæknastarfann. Gæzlu- vaktir greiðist í hvert heilsugæzluumdæmi fyrir sig, í samræmi við aðalkjarasamning. Heilsugæzlulækn- um verði greiddur bifreiðastyrkur sem svari 14000 km akstri á ári, en öðrum læknum 8000 km. Gjaldskrá heilsugæzlulækna. Gjaldskráin tekur sömu breytingum og laun skv. launaflokki 110. Pegar ljóst var, að sérkjarasamningur yrði útkljáður fyrir Kjaradómi, var ákveðið að bíða með áframhaldandi viðræður, sem voru hafnar um gjaldskrána, par sem niðurstaða getur haft grundvallarpýðingu um, hvern- ig að gjaldskránni þarf að standa. Samningur sérfrædinga utan sjúkrahúsa. Hug- myndir samninganefndar voru fyrst kynntar við- semjendum í marz 1980. Á síðastliðnu hausti var kröfugerð endurunnin að miklu leyti og hélt samn- inganefnd sem næst vikulega fundi frá því í október. Þann 11. febrúar voru nýjar tillögur kynntar á fundi í L.R. Kom þar fram talsverð gagnrýni á röðun einstakra rannsókna og aðgerða í taxta. í framhaldi af fundinum sögðu á annað hundrað læknar sig undan samningi þeim, sem starfað hefur verið eftir, frá og með 1. júlí n.k. Fyrri hluta vetrar voru haldnir fjórir samningafundir með viðsemjendum, en frá því í marz hafa fundir verið tíðir. Samninganefndin fékk endurskoðunarskrifstof- una STOD s.f. til að kanna rekstrarkostnað lækn- ingastofu. Peir Guðjón Eyjólfsson og Sigurður Tóm- asson, löggiltir endurskoðendur, gerðu könnunina og miðast niðurstöður við verðlag í desember 1981. Þær forsendur, sem þeim voru gefnar, voru m.a. þær, að einn læknir starfi á stofunni og hafi til aðstoðar einn hjúkrunarfræðing og einn ritara. Niðurstaða þeirra varð sú, að rekstrarkostnaður slíkrar stofu væri kr. 40.213.00 á mánuði. Kostnaður þessi skiptist þannig: A. Húsnæðiskostnaður, þ.m.t. ljós og hiti.................... kr. 3.370.00 B. Laun og launatengd gjöld starfsfólks..................... kr. 23.750.00 C. Bifreiðakostnaður.............. kr. 2.000.00 D. Sími, ritföng, vátryggingar, bókhald o.fl.................... kr. 2.500.00 E. Eigin tryggingar og launa- tengd gj. eigin tekna ......... kr. 3.154.00 F. Viðhalds- og endurmenntun .... kr. 2.231.00 G. Afskriftir og vextir........... kr. 2.692.00 H. Aðstöðugjald .................. kr. 516.00 Viðsemjendur hafa lítt fengizt til að ræða þessa útreikninga, en samninganefndin hefur lagt þá að verulegu leyti til grundvallar kröfum sínum. Númerasamningar. Samningar númeralækna hafa ekki verið endurnýjaðir. Númeragjöld hafa hins vegar tekið breytingum, skv. umsaminni vísitölu. Gjöldin breytast þannig, að á 40 % þeirra kemur hækkun skv. sérstaklega útreiknaðri kostnaðarvísi- tölu, en á 60 % (launahlutann) koma allar verðbætur á laun. Þá hafa á þann hluta komið þær almennu grunnkaupshækkanir, sem orðið hafa. Sjúkrahúslæknar. Samninganefndir beggja félag- anna héldu fimm fundi í desembermánuði, þar sem unnið var að kröfugerð. Kröfugerðin var síðan kynnt og samþykkt á almennum fundi sjúkrahús- lækna 16. desember. Samningum var sagt upp frá og með 1. marz 1982. Fyrsti samningafundur var haldinn í byrjun marz og þann 6. apríl náðist samkomulag með aðilum, þ.e. L.í. og L.R. annars vegar og fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg hins vegar. Samkomulag þetta var kynnt á fundi sjúkrahúslækna 23. apríl, þar sem það var samþykkt með 19 atkvæðum gegn 17. Tillaga um að fresta fundinum um viku, þar sem ýmis atriði samningsins þörfnuðust »nánari könnun- ar og frekari umræðu« hafði áður fallið á jöfnum atkvæðum. Samningur þessi tekur verulegt mið af þeim breytingum, sem Kjaradómur hafði dæmt í máli B.H.M. og vísað er til hér framar. Helztu breytingar eru þær, að launastiga sérfræðinga er breytt þannig, að launaþrep 5-9 ára var hækkað um 4 %. Önnur launaþrep verða 10-12 ára, 13-15 ára, 16-17 ára og 18 ára og eldri. Munur milli þrepa er áfram 4 %. Yfirlæknar hafa áfram 12 % hærri laun en elztu sérfræðingar. Launatafla aðstoðarlækna breytist þannig, að eftir 21 mánuð á sjúkrahúsi flyzt læknir á 4. launaþrep, en áður var það einungis skv. mati Starfsmatsnefndar. Þá var bætt við launastiga að- stoðarlækna þrem nýjum launaþrepum, sem hafa m.a. í för með sér, að aðstoðarlæknar hækka um launaþrep eftir 9 ár og 18 ár frá kandidatsprófi. Milli pessara þrepa eru 4.8 %. Breyting þessi tekur gildi 1. janúar n.k. Samkvæmt samningnum fá læknar nú persónuuppbót í desember eftir þriggja ára starfsald- ur, skv. reglum sem gilda um ríkisstarfsmenn í B.H.M. Tryggingafjárhæðir samningsins voru sam- ræmdar ákvæði í samningi B.H.M. Þá var sett í samninginn ákvæði um, að 1 lífeyrissjóð skyldu renna 4 % af sama stofni og mótframlag vinnuveit- anda er greitt. Samningurinn gildir til 29. febrúar 1984. í samningaviðræðum lögðu læknar þunga áherzlu á, að ákvæðinu um ráðstöfun dagvinnutíma yrði breytt þannig, að ekki væri hægt að skylda þá til vinnu á göngudeildum. Viðsemjendur féllust ekki á þessa breytingu, en hins vegar ritaði fjármálaráð- herra eftirfarandi bréf til heilbrigðismálaráðuneytis: »í kjarasamningsviðræðum fjármálaráðuneytisins við sjúkrahúslækna nú um þessar mundir hafa læknarnir gert kröfu um að breytt verði ákvæðum 5. mgr. 7. gr. samningsins um ráðstöfun vinnutíma lækna, einkum hvað viðkemur störfum vegna göngu- deildarsjúklinga og utanspítalasjúklinga. í samningi þeim sem gerður var þann 06. apríl 1982 var

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.