Læknablaðið - 15.10.1982, Qupperneq 44
252
LÆKNABLADID
skólalæknisskipti í Hafnarfirði. 1 ljós kom, að aðilar
höfðu misskillið hvorn annan í umræðum, áður en
læknaskiptin fóru fram. Sátt var gerð I málinu, þar
sem aðilar hörmuðu þann misskilning, sem orðið
hafði milli þeirra.
Síðara erindið var frá Vinnuveitendasambandi
íslands, sem sendi nefndinni bréf, sem gengið höfðu
milli þess og læknis vegna læknisvottorðs, sem
læknirinn hafði gefið út. Nefndin sá ekki ástæðu til
frekari aðgerða, eftir að skýring læknisins og yfir-
lýsing frá sjúklingnum lágu fyrir. Voru Vinnuveit-
endasambandinu send afrit af hvoru tveggja, sem
þeir sættu sig við.
í febrúar sl. barst Siðanefnd erindi, þar sem
talsímakona hjá Pósti og Síma setti fram umkvart-
anir vegna framferðis trúnaðarlæknis fyrirtækisins.
Óskað var eftir, að Siðanefndi »gefi máli þessu gaum
og taki það til viðeigandi meðferðar«. Nefndin af-
greiddi málið 20. apríl sl. með bréfi til konunnar, þar
sem segir: »að eins og mál þetta liggi fyrir, hefur
hvorki verið sýnt fram á, að læknirinn hafi brotið
siðareglur L.í. né með öðrum hætti gerzt sekur um
ámælisverða hegðun«.
Ýmis mál
1. Fram kemur í síðustu ársskýrslu, að stjórnin
leitaði á sl. ári eftir upplýsingum um göngudeildar-
starfsemi á spítölunum I Reykjavík og óskaði eftir
því, að svæðafélögin hjálpuðu til að leita upplýsinga
um slíka starfsemi. Nokkur svör hafa borizt og
skipaði stjórnin því í janúar sl. þá Guðmund
Oddsson, Magnús Karl Pétursson og Ólaf Örn
Arnarson í nefnd til að vinna úr svörunum og er
hinn síðastnefndi formaður nefndarinnar. Gerð verð-
ur grein fyrir störfum nefndarinnar á aðalfundinum í
júní n.k.
2. Þrátt fyrir margendurteknar tilraunir stjórnar
hefur enn ekki tekizt að mynda nefnd til að vinna að
heildarendurskoðun á tryggingamálum lækna. Marg-
ir læknar hafa lýst miklum áhuga á þessu máli og
talið það brýnt, en engu að síður virðist erfiðleikum
háð að fá menn til starfa. Eins hefur gengið illa að fá
tryggingafræðing til að taka málið að sér, en nú er
áætlað, að fulltrúar stjórnarinnar hefji viðræður við
Guðjón Hansen í byrjun júní.
3. Á sl. ári lét stjórnin gera athugun á hagkvæmni
þess að tölvuvæða bókhald skrifstofu og sjóða.
Niðurstaðan úr þeirri athugun var sú, að talið var
ráðlegt, að Iífeyrissjóður yrði tölvuvæddur. Stjórn
sjóðsins ákvað að fylgja ráðgjöfinni, og hefur verið
samið við fyrirtækið Tölvubankann s.f. um að sjá um
færslur til að byrja með, en hugmyndin er, að þetta
geti orðið upphaf að tölvufærslu alls bókhalds
læknafélaganna, þó að ekki sé ástæða til að taka það
allt inn nú. Byrjað verður á að setja eldri upplýsing-
ar um iðgjöld og réttindi sjóðsfélaga í tölvuna,
þannig að áður en langt um líður ætti að verða hægt
að senda öllum sjóðsfélögum upplýsingar um líf-
eyrisrétt þeirra. Iðgjöld þeirra, sem greiða beint til
sjóðsins, verður hægt að innheimta a.m.k. ársfjórð-
ungslega.
4. í síðustu ársskýrslu var gerð grein fyrir afskiptum
þeim, sem stjórn Læknafélags íslands hafði af
deilumálum lækna á Selfossi, þar sem deilt var um í
fyrsta lagi, hver eigi að sinna slösuðu fólki, sem leitar
til Selfoss og í öðru lagi, hvort yfirlæknir Sjúkrahúss
Selfoss skyldi flytjast yfir til hins nýja Sjúkrahúss
Suðurlands, þegar það opnaði. Á síðasta ári lagði
stjórnin mikla vinnu í að reyna að koma á sam-
komulagi, og fóru formaður og framkvæmdastjóri
þrjár ferðir austur á Selfoss vegna þessa máls.
Samkomulag tókst um, að yfirlæknirinn flyttist yfir á
nýja sjúkrahúsið og að heilsugæzlulæknar yrðu
ráðnir að hluta til að sama sjúkrahúsi, enda sinntu
þeir slysaþjónustu á vegum þess.
5. Á undanförnum aðalfundum hefur ítrekað verið
ályktað um miðbókasafn í læknisfræði. Stjórnin
hefur rætt þetta mál á fundum sínum, og í framhaldi
af því var haldinn fundur 26. marz sl., þar sem sátu
fulltrúar stjórnar L.Í., svo og fulltrúar læknabóka-
safna spítalalanna í Reykjavík og háskólabókavörð-
ur, og var þar einkum rædd sú hugmynd, að læknis-
fræðilegt miðbókasafn fengi til bráðabirgða hús-
næði í þjóðarbókhlöðunni, sem nú er í byggingu.
Ekki fékkst nein endanleg niðurstaða á fundinum, en
ákveðið var að halda annan fund um málið.
6. Stjórnin fékk bréf frá læknaráði Landspítala, dags.
21. des. 1981, þar sem greint er frá því, að
læknaráðinu hafi borizt til umsagnar frá stjórnar-
nefnd ríkisspítalanna tillögur að breytingum á
stöðum sérfræðinga í yfirlæknisstöður. í bréfinu var
farið fram á, að stjórn, L.í. tæki afstöðu til eftirtal-
inna atriða: a. Hvort hægt sé að gera ákveðinn
sérfræðing að yfirlækni og þá einnig, hvaða reglur
ætti að setja um slíka stöðuhækkun, — b. Hvort
hægt sé að búa til yfirlæknisstöðu við ákveðna deild
og aðeins sérfræðingar viðkomandi deildar komi til
greina sem umsækjendur.
Stjórnin ræddi þetta mál vandlega og komst að
þeirri niðurstöðu, að þröng túlkun á lögum félagsins
gæti hindrað eðlilega þróun sjúkrahúsa og leitt til
einhliða ákvarðana ráðherra. Gerð var eftirfarandi
bókun um framkvæmd: »Telji stjórn stofnunar,
vegna breyttra starfshátta deildar, þörf á að skipa
nýjan yfirlækni, án þess að fyrirhugað sé að fjölga
stöðum sérfræðinga við deildina, er hægt að breyta
sérfræðingsstöðu á deildinni í yfirlæknisstöðu. Áður
en sú breyting verður, skal leggja málið fyrir
læknaráð stofnunarinnar til samþykktar eða synjun-
ar og tilkynna stjórn L.í. Sé læknaráðið samþykkt
breytingunni, er staðan auglýst með venj i'-jgum
fjögurra vikna fyrirvara fyrir sérfræðinga þá, er
starfa á viðkomandi deild. Umsóknargögn skal
senda Stöðunefnd (sbr. lög nr. 57/1978), sem metur
umsækjendur og raðar þeim, skv. reglum nefndar-
innar. Ráðning yfirlæknis fer síðan fram á þann hátt,
sem gildir um ráðningu yfirlæknis við viðkomandi
stofnun. Nýjar yfirlæknisstöður og yfirlæknisstöður,