Læknablaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 47
LÆKNABLADID
253
sem kunna að losna, skulu pó eftir sem áður
auglýstar, svo að allir laeknar geti sótt um þær.«
Þessi bókun var kynnt með bréfi Félagi yfirlækna,
Sérfræðingafélagi íslenzkra lækna, Félagi ungra
lækna, Félagi íslenzkra heimilislækna, læknaráði
Borgarspítalans, læknaráði Kleppsspítala, læknaráði
Vífilsstaðaspítala og læknaráði Landspítala, svo og
öllum svæðafélögum L.í. Engar athugasemdir bár-
ust. Málið var síðan tekið fyrir á formannaráðstefnu
L.í. og var bókun stjórnarinnar sampykkt einróma.
7. Stjórn Vinnueftirlits ríkisins auglýsti í febrúar
1981 Iausa stöðu yfirlæknis við stofnunina og sóttu
prír um starfið. Stöðunefnd mat aðeins einn um-
sækjanda hæfan til að gegna stöðunni. Stjórn Vinnu-
eftirlitsins neitaði að ráða pann lækni, en vildi aftur
á móti annan umsækjanda, sem Stöðunefnd hafði
talið óhæfan. Stjórn L.Í. sætti sig ekki við pessi
vinnubrögð og gerði bókun á fundi sínum pann 24.
nóv. 1981, þar sem segir m.a., að stjórnin sjái sig
»knúna til að krefjast pess af félagsmönnum sínum,
að peir starfi ekki fyrir Vinnueftirlitið. Með vísan til
18. gr. laga L.Í. varar stjórn félagsins menn alvarlega
við pví að taka við stöðu eða starfi hjá framan-
greindum aðila, fyrr en viðunandi afgreiðsla er
fengin á umsókn læknisins að mati félagsstjórnar.«
Bókun pessi var ásamt greinargerð send stjórn
Vinnueftirlits ríkisins og ákvörðunin tillkynnt öllum
læknum, sem unnu eða stjórnin taldi líklegt, að
ætluðu að vinna hjá Vinnueftirlitinu á næstunni.
Samkomulag hefur náðst, pannig að læknirinn,
sem dæmdur var hæfur til að hljóta stöðuna, hefur
tekið að sér afmarkað verkefni fyrir Vinnueftirlitið í
hlutastarfi á yfirlæknislaunum. Yfirlæknisstaðan
verður auglýst aftur og vilyrði er fyrir pví, að aðeins
verði ráðinn í hana læknir, sem telst hæfur að áliti
Stöðunefndar. Samkvæmt pessu samkomulagi hefur
stjórnin afturkallað bókun sína frá 24. nóv. 1981, sem
bannar læknum að vinna hjá Vinnueftirlitinu.
8. Með bréfi, dags. 29. okt. 1981, bauð læknadeild
Háskóla íslands L.Í. að skipa fulltrúa í nefnd, sem
gera skal frumathuganir á gögnum umsækjenda um
sérfræðiviðurkenningu hér á landi og skila formlegri
niðurstöðu til deildarráðs um hæfni umsækenda til
að hljóta sérfræðiviðurkenningu. Ákveðið var að
ganga að pessu boði, og hefur Viðar Hjartarson,
ritari L.Í., tekið sæti í nefndinni, en Ólafur P. Jónsson
er varamaður hans. Fulltrúi læknadeildar I nefndinni
er Árni Kristinsson. Jafnframt er leitað umsagnar
prófessors í viðkomandi grein eða kennara I grein-
inni, sé enginn prófessor. Endanlega ákvörðun tekur
síðan deildarráð læknadeildar að fengnum pessum
umsögnum.
9. Á sl. hausti tók stjórnin pátt í umræðum um
túlkun samnings um sameiginlegan norrænan vinnu-
markað lækna. Þar tókst að samræma skoðun
heilbrigðisyfirvalda, læknadeildar og Læknafélags
íslands um, að ekki skuli lengur krafizt skyldupjón-
ustu í héraði af þeim, sem hlotið hafa Iækningaleyfi í
einhverju hinna Norðurlandanna og að samkvæmt
samningnum sé ekki hægt að krefjast sérfræðirit-
gerðar af peim, sem hlotið hafa sérfræðileyfi í
einhverju hinna Norðurlandanna. í samræmi við
pað hefur verið gerð breyting á reglum um veitingu
sérfræðileyfa á pann hátt, að ekki er iengur krafizt
ritgerðar af peim, er sækja um sérfræðileyfi og hafa
fullgilt sérfræðileyfi á Norðurlöndum eða tilsvarandi
próf frá peim löndum, sem læknadeild viðurkennir.
(Sjá Læknablaðið 1982; 68: 5:152).
10. Á hverju ári fær L. í. til umsagnar ýmis
frumvörp og reglugerðartillögur. Stjórnin leitar pá
gjarnan til þeirra lækna, sem hún telur pekkja til
mála og biður pá um aðstoð við gerð umsagnar. Á
þessu ári hafa m.a. verið gefin álit og samdar
breytingartillögur við eftirtalin Iög, lagafrumvörp og
reglugerðir: Læknalög, reglugerð um starfsemi
heilsugæzlustöðva, staðgreiðslu opinberra skatta,
frumvarp til laga um málefni fatlaðra, frumvarp til
laga um tóbaksvarnir, frumvarp til laga um lyfjadreif-
ingu, pingsályktunartillögu um ávana- og fíknilyf,
pingsályktunartillögu um könnun á lækningamætti
jarðsjávar við Svartsengi.
Á sl. ári samdi nefnd, skipuð af heilbrigðismála-
ráðherra, tillögur að reglugerð um flokkun sjúkra-
húsa. L. í átti ekki fulltrúa í nefndinni og tillögurnar
voru ekki sendar L. í. til umsagnar. Á hinn bóginn
sendu stjórnir læknaráða sjúkrahúsanna í Reykjavík
L. í. tillögurnar ásamt umsögnum sínum um pær.
Tillögurnar voru ræddar á sameiginlegum fundi
stjórna L. í. og L. R. Þó að ekki hafi verið beðið um
umsögn læknafélaganna, sendu félögin sameiginlegt
álit til heilbrigðismálaráðherra. Gerð var athuga-
semd við, að stéttarsamtök lækna voru ekki höfð
með í ráðum um samningu tillagnanna og að
tillögurnar gera ráð fyrir strangi miðstýringu, sem
gerir minnstu tilfæringu innan stofnunar að máli
ráðherra. Var sérstaklega mótmælt 12. gr. peirra,
sem hljóðar svo: wGöngudeildir skulu reknar við öll
deildaskipt sjúkrahús. Þar á að sinna sérhæfðum
forrannsóknum þeirra sjúklinga, sem leggjast eiga
inn á sjúkrahúsið, eftirmeðferð peirra sjúklinga, sem
dvalist hafa á sjúkrahúsinu og sérhæfð meðferð
önnur, sem ekki getur farið fram á heilugæslustöðv-
um.« Um þessa grein í bréfi L. í. og L. R.: wTólftu
grein tillagnanna má skilja svo, að með henni eigi að
þurrka út alla sjálfstæða starfsemi lækna í landinu.
Stjórnirnar mótmæla þessari stefnu og munu berjast
gegn henni með öllum tiltækum ráðum.«
11. í síðustu ársskýrslu var gerð grein fyrir viðbót-
arbyggingu við skrifstofuhúsnæði læknasamtakanna
og hvernig fyrirhugað væri að innrétta hana. Þessum
framkvæmdum er nú lokið. Aðstaða öll á skrifstof-
unni hefur stórlega batnað, ekki aðeins fyrir starfs-
fólk félaganna, heldur einnig fyrir stjórnir peirra, svo
og nefndir og aðra þá, sem kjörnir eru til starfa á
vegum læknafélaganna.
Útgáfustarfsemi
a. Læknablaðið kemur nú reglulega út, 10 tölublöð