Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 9. febrúar 20074 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Starfsmenn Byrgisins stunduðu kynlíf með konum sem fengu þar inni og urðu nokkrar þeirra barnshafandi af þeirra völdum. Forráðamenn Byrgisins lögðu hart að fólki sem lenti í þessu að trúlofa sig því annað væri synd. Þrýstu á konurnar að eiga börnin Hafnargata 19 Reykjanesbæ Sími 421 4601 www.rain.is rain@rain.is Er veisla í vændum Við bjóðum upp á góða aðstöðu fyrir hópa og samkomur í sérsölum okkar - gott umhverfi fyrir allar stóru stundirnar. Starfsfólk okkar mun sjá til þess að þið eigið ógleymanlega veislu í vændum og hreinlega stjana við ykkur í mat og drykk! Árshátíðir • Brúðkaup Afmæli Fermingar Erfidrykkjur Skírnarveislur Móttökur Útskriftarveislur Þorraveislur Jólahlaðborð Jólaböll Starfsmannaskemmtanir Fundir Námskeið • • • • • • • • • • • „Starfsmenn stunduðu kynlíf með sjúklingum. Það útaf fyrir sig er mjög slæmt en þetta gekk það langt að það voru nokkrar konur sem orðnar voru barnshafandi af þeim sökum,“ segir Pétur Hauksson sálfræðingur sem frétti af þessu í gegnum sjúk- linga sína sem höfðu verið á Byrginu. Hann segir þetta hafa haft veruleg slæm áhrif á sálarheill kvennanna sem sumar hafi útskrifað sig sjálfar og lent í óreglu á ný. Pétur telur að tíu til ellefu konur hafi orðið ófrískar og eignast börn eftir starfsmenn Byrgisins. Hann segist hafa öruggar heimildir fyrir að konur sem leituðu í Byrgið hafi eign- ast fjögur börn, sæmilegar heimild- ir fyrir þremur börnum til viðbótar og óöruggar fyrir fjórum til viðbótar sem komu undir í Byrginu. Algeng- ast var þetta á árunum 2002 til 2004 segir Pétur en tekur fram að hann viti minna um hvað hefur gerst í Byrg- inu síðustu tvö árin. Starfsmennirnir munu vera álíka margir og konurnar en einn mun þó eiga tvö barnanna. „Það var þrýst á þær að eiga börn- in. Fóstureyðingar eru bannaðar þarna,“ segir Pétur um konurnar sem urðu ófrískar. „Inn í þetta blandaðist náttúrulega trúboð og þetta trúar- ofstæki sem allt byggist á þar.“ Hann segir þetta hafa gengið það langt að til voru mótaðar reglur um hvern- ig yrði brugðist við þungunum. „Yf- irleitt var fólk látið trúlofa sig þegar þetta gerðist því annað væri synd, það væri synd að búa saman ólofuð. Þá var fólki skaffaður bústaður eða það gat búið saman.“ Pétur hefur tvívegis skrifað Land- lækni bréf þar sem hann hefur mælst til þess að gripið yrði til aðgerða og konunum og öðrum vistmönnum Byrgisins komið til hjálpar. Fyrra bréfið skrifaði hann í janúar 2003, skömmu eftir að hann frétti af þessu. Þá var ekkert gert. Seinna bréfið sendi hann landlækni á þriðjudag og afrit til heilbrigðisráðherra. Það seg- ist hann hafa gert eftir að ljóst var að ekkert ætti að gera vegna kynferðis- misnotkunar í Byrginu. „Þegar þetta mál kemur upp núna er eins og það eigi eingöngu að taka á bókhaldsó- reiðu. Menn ætla að loka augunum alveg fyrir þessari skelfingu.“ „Ég vil að þessu fólki verði hjálp- að hér og nú og þeirra börnum, ég vil að þeim verði boðin áfallahjálp og læknisfræðileg meðferð eftir þörf- um og félagslegur stuðningur,“ segir Pétur sem segist ekki vilja leita uppi sökudólga. Hann vilji eingöngu að fólkinu verði komið til hjálpar. Hvorki náðist í Guðmund Jóns- son, fyrrverandi forstöðumann Byrg- isins, né Matthías Halldórsson land- lækni. Starfsmennirnir munu vera álíka margir og konurnar en einn mun þó eiga tvö barnanna. Pétur Hauksson ríkið lokaði augunum fyrir aðstæðum fólks í byrginu segir Pétur. Hann krefst þess að stjórnvöld biðji fólkið afsökunar og veiti þeim þá hjálp sem það þarf á að halda. Brynjólfur þór guðmundsson blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is Allt að ellefu konur eignuðust börn með starfsmönnum Byrgisins á árunum 2002 til 2004. Margar hrökkluðust á brott og lentu aftur í óreglu. Forráðamenn Byrgisins lögðu hart að konunum að fara ekki í fóstureyðingu. Aðstaða Byrgisins í rockville flest börnin sem Pétur veit af komu undir á árunum 2002 til 2004. Hann hefur minni upplýsingar um hvað hefur gerst síðustu tvö árin. Skagamenn orðn- ir sex þúsund Fimmtán marka og 52 sentí- metra stúlka sem fæddist á þriðjudag er sex þúsundasti íbúi Akraness. Íbúar Akraness hafa aldrei verið fleiri. Tímamóta- stúlkan er fyrsta barn Evu Lind- ar Matthíasdóttur og Gunnars Þórs Gunnarssonar, innfæddra Skagamanna sem kynntust í vinnu í Norðuráli og náðu svona vel saman. Foreldrarnir eru himinlifandi og það var Gísli S. Einarsson bæjarstjóri líka þegar sex þúsundasti Skagamaðurinn leit dagsins ljós. Hann hafði beð- ið tímamótanna síðan í desem- ber og átti ekki von á þeim fyrr en í mars en var tilbúinn með ýmsar útfærslur viðurkenning- ar eftir því hvort sexþúsundasti íbúinn yrði nýburi eða aðfluttur einstaklingur, sem og eftir kyni og aldri. Hasarinn að hefjast Baugsmálið fer í fullan gang á mánudagsmorgun þegar vitna- leiðslur hefjast . Fyrstur til að bera vitni er Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs, mætir í dómsal og ber vitni. Ráðgert er að hann og Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, beri vitni í næstu viku en ekki er útlit fyrir að sá tími dugi til. Jón Gerald Sullenberger ber svo vitni í þarnæstu viku. Viðbúið er að vitnaleiðsl- urnar sem hefjast á mánudag taki drjúgan tíma enda um 120 einstaklingar á vitnalista. „Það er reiknað með fimm vikum en auðvitað getur þetta tekið styttri tíma,“ segir Sigurður Tómas Magnússon saksóknari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.