Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 8
Öldungadeildarþingmaðurinn
John McCain byrjaði þegar í júní síð-
astliðnum að ráða sér aðstoðarmenn
og undirbúa jarðveginn. Á síðasta
ári eyddi hann sem nemur rúmum
25 milljónum króna til að undirbúa
kosningarnar sem haldnar verða í
nóvember árið 2008. Á sambærileg-
um tíma fyrir síðustu kosningar, í lok
árs árið 2002, hafði einungis einn
vongóður frambjóðandi, John F.
Kerry, byrjað að undirbúa kosninga-
baráttuna og hafði þá greitt rétt um
286 þúsund krónur, hundrað sinnum
minna en McCain nú.
Fjölbreytt starfsmannahald
Forval flokkanna er haldið fyrr en
áður í nokkrum ríkjum. Í Iowa, New
Hampshire og Suður-Karólínu munu
báðir flokkar velja frambjóðendur
strax í janúar á næsta ári. Baráttan
er hins vegar þegar hafin. Í minnstu
ríkjunum greiða frambjóðendur á
bilinu 3,5 til 14 milljónir fyrir yfirlit
yfir skráða flokksmenn sem hafa at-
kvæðisrétt. Í stærri ríkjum margfald-
ast þessi tala. Þá er eftir að greina
markhópinn og finna út hvernig er
best að ná til hans, með aðstoð mark-
aðsfræðinga. Þá eru ráðnir fjölmiðla-
menn til að koma frambjóðandanum
á framfæri í almennum fjölmiðlum
en líka til að gera heimasíður fram-
bjóðendanna að litlum fjölmiðli þar
sem ræðum verður sjónvarpað og
útvarpað með nýjustu tækni.
Tímaþjófur
Til þess að eiga fyrir launum
fólksins og öðrum reikningum þurfa
frambjóðendurnir að fara í viða-
mikla fjársöfnun. Veislurnar eru
þegar byrjaðar, þar sem frambjóð-
andinn fer á fjörurnar við fjársterka
aðila. Allt þetta tekur gífurlegan tíma
frá heimilislífi og öðrum störfum og
flestir munu ekki einu sinni fá út-
nefningu til að taka þátt í aðalslagn-
um. Öldungadeildarþingmaðurinn
Evan Bayh tilkynnti í síðasta mán-
uði að hann hygðist ekki taka þátt,
álagið væri einfaldlega of mikið.
„Morgunverðarboð til að safna, svo
nokkur símtöl, þá söfnun í hádeg-
isverðarboði, nokkur símtöl og svo
kvöldverðarboð með styrktaraðil-
um og þá er ennþá tími til að hringja
nokkur símtöl á vesturströndina,“
sagði hann í samtali við Washington
Post.
Of snemmt að spá
Ýmsar spár eru komnar fram og
sýnist sitt hverjum. Flestir telja að
John McCain berjist við Rudy Giul-
iani um tilnefningu repúblikana og
Barack Obama og Hillary Clinton
keppi um hylli demókrata. Hins veg-
ar er ennþá febrúar 2007 og rúmt ár
í að úrslit fáist úr þeim slag, hvað þá
úr forsetakosningunum sjálfum, sem
fara fram þann 4. nóvember 2008.
Þangað til er ekki einungis eitt ár og
níu mánuðir, heldur einnig ótalin
YouTube-myndbönd, hneykslismál
og skítslagir, í bland við kosningalof-
orð og kossa á barnskinnar.
föstudagur 9. febrúar 20078 Fréttir DV
erlendarFréttir
ritstjorn@dv.is
Gerið góð kaup, mörg húsgögn undir kostnaðarverði,
full búð af nýjum vörum á tilboði.
Útsala
10-70% afsl.
39.900 kr 13.500 kr Frá 16.900 kr 34.000 kr
Fyrsti síminn frá Apple, iPhone
byltingarkennda símtækið sem apple
setur á markað síðar á árinu.
Það var vel við hæfi að Steve Jobs,
forstjóri Apple-tölvurisans, skyldi
hringja fyrsta símtalið með iPhone-
símtækinu til Jonathans Ivy aðal-
hönnuðar, þegar þetta nýjasta tæki
Apple var kynnt. Þeir tveir eru að
margra mati krafturinn að baki við-
snúningi í rekstri Apple síðasta ára-
tuginn. Steve Jobs er holdgervingur
breytinganna og sá sem kastljósið
beinist að á meðan Ivy hefur haldið
sig til baka.
Það undrar engan að Jonathan Ivy
sé talinn einn af áhrifamestu hönn-
uðum okkar tíma. Hann á heiðurinn
af útliti iMac-tölvanna, sem hann
umbylti með litríkum hætti fyrir tíu
árum, og iPod-tónlistarspilarans.
Ástæðan fyrir vinsældunum er ekki
síður útlitið en notagildi tækjanna
og síðast en ekki síst hversu auðveld
þau eru í notkun.
Jonathan Ivy er fertugur Englend-
ingur sem lærði hönnun í heima-
landinu. Eftir námið stofnaði hann
lítið fyrirtæki í London og meðal við-
skiptavina var Apple-tölvufyrirtæk-
ið sem var þá í mikilli krísu. Ivy þáði
þrátt fyrir það starf hjá Apple og flutti
til Bandaríkjanna. Honum leiddist og
það var ekki fyrr en Steve Jobs, stofn-
andi þess, sneri til baka til að reisa
það úr öskustónni að hjólin fóru að
snúast hjá Ivy. Í kjölfar hinna góðu
undirtekta sem nýju iMac-tölvurn-
ar fengu var Ivy hækkaður í tign og
gerður að yfirmanni allrar hönnun-
ar. Hann stóðst pressuna eins og vin-
sældir iPod sýna og ekki er útilokað
að hann verði næsti forstjóri Apple.
kristjan@dv.is
Jonathan Ivy er afkastamikill hönnuður:
Hönnunin í forystu
Glæponar í
London
Þriðjungur Lund-
únabúa hefur orðið
fyrir barðinu á ein-
hvers konar glæpum
á síðustu tólf mánuð-
um. Borgin þykir hættulegasta
höfuðborg í Evrópu, samkvæmt
könnun sem Gallup í Evrópu
gerði fyrir blaðið Spiegel. Fast á
hæla London fylgja Tallinn og
síðan Amsterdam en í Lissabon
í Portúgal er öruggast að búa,
samkvæmt könnuninni. 35 þús-
und íbúar 20 Evrópuborga tóku
þátt í könnuninni en Reykjavík
var ekki með í úrtakinu.
Illa við sam-
gönguyfirvöld
Vega- og gatnamálastjórar í
Bretlandi búa sig nú undir það
versta eftir að sjö bréfasprengj-
ur hafa borist þeim undanfarnar
þrjár vikur, þar af ein á dag fyrri
hluta þessarar viku. Almenning-
ur hefur einnig verið aðvarað-
ur um að hafa varann á. Enginn
hefur þó lýst ábyrgðinni á hendur
sér, jafnvel ekki samtök sem hafa
opinberlega gagnrýnt samgöngu-
yfirvöld á öllum stigum. Enginn
hefur slasast alvarlega af völdum
sprengjanna.
Geimfarar í
geðrannsókn
Bandaríska geimferðastofn-
unin NASA ætlar í framtíðinni
að senda verðandi geimfara í
sálfræðirannsókn áður en þeir
eru ráðnir og hafa reglulegt
eftirlit með geðheilsu þeirra.
Þetta er gert eftir að afbrýði-
semi í ástum setti geimfarann
Lisu Nowak svo úr jafnvægi
að hún réðst á konu sem hún
taldi keppinaut sinn um hylli
annars geimfara. Hún er ákærð
fyrir morðtilraun og sætir nú
geðrannsókn á vegum NASA.
Búist er við að fjárútlát frambjóðenda í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
nái áður óþekktum upphæðum í þetta skiptið. Fyrir utan gríðarlegt mannahald reyna
frambjóðendurnir að nýta nýjustu tækni og vísindi í sína þágu.
Meira en millj-
arður dollara í
kosningabaráttu
Þó að enn sé ár þangað til repúblikanar og demókratar velji sér
forsetaframbjóðendur eru vongóðir stjórnmálamenn þegar bún-
ir að eyða hundruðum þúsunda Bandaríkjadala. Kosningabar-
áttan byrjar mun fyrr en fyrir síðustu kosningar og ávísanirnar
sem búið er að skrifa eru langtum hærri en fyrir fjórum árum.
Búist er við að frambjóðendur fari í fyrsta skipti upp fyrir milljarð
Bandaríkjadala í þessari kosningabaráttu.
Rudy Giuliani Nýtur
mikillar lýðhylli fyrir störf sín
sem borgarstjóri New York
þegar ráðist var á tvíbura-
turnana árið 2001.
George W. Bush Með eitt af mörgum
börnum sem hann hampaði þegar hann
barðist fyrir endurkjöri árið 2004. Hann
situr í embætti til 20. janúar 2009 þegar
nýr forseti verður settur inn í embætti.