Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 10
Óvænt andlát múslimaprestsins Abus Laban á dögunum vakti blendn- ar tilfinningar í Danmörku. Enda var hann mjög umdeildur maður í land- inu og af mörgum talinn bera mikla ábyrgð á því að mótmælin vegna Múhameðsteikninganna brutust út í fyrra. Abu Laban var trúbræðrum sínum og söfnuði mikill harmdauði eins og útför hans bar vitni um, en þá safnað- ist saman mikill fjöldi fólks í nágrenni við samkomuhús söfnuðar hans í út- hverfi Kaupmannahafnar. Myndir af útförinni birtust í öllum dagblöðum landsins en umfjöllun þeirra bar ekki vott um samúð með hinum syrgjandi. Þannig snerist umfjöllunin um ring- ulreiðina sem skapaðist við útförina og að konur hefðu ekki fengið að taka þátt í henni. Það kemur vart á óvart að dönsku blöðin hafi sýnt takmarkaða samúð með syrgjendum Abus Laban. Hon- um hafði orðið lítið ágengt í að kynna málstað sinn fyrir öðrum trúarhóp- um í Danmörku og oft haft uppi stór og niðrandi orð um andstæðinga sína, ekki síst fórnarlömb hryðju- verkaárása sem hópar öfgasinnaðra múslima stóðu fyrir. Til dæmis líkti Laban danska þingmanninum Naser Khader, helsta andstæðingi hans úr röðum múslima, við rottu og sagðist gráta þá sem létu lífið þann 11. sept- ember 2001 í New York þurrum tár- um. Abu Laban varð tvísaga í málum sem sneru að Múhameðsmótmæl- unum og talaði ekki dönsku við fjöl- miðla, þrátt fyrir að hafa búið í land- inu síðan 1984. Engu var líkara en danskir fjöl- miðlar hefðu ótakmarkað skotleyfi á manninn. Ef til vill talaði viðmæl- andi Nyhedsavisen úr flokki jarðar- farargesta fyrir hönd margra múslima í Danmörku þegar hann sagði fjöl- miðla hafa dregið hann til dauða. Abu Laban lést úr krabbameini sextugur að aldri, aðeins tveimur vikum eftir að tilkynnt var um veikindi hans. Bandaríkjamenn og Írakar munu innan skamms hefja sérstaka her- ferð til að reka skæruliða og trúar- heri burt frá höfuðborginni Bagdad. Írakar tóku við yfirstjórn öryggismála í borginni á mánudaginn en ekki má tilkynna hvenær herferðin sjálf hefst. Höfuðborg Íraks verður einna verst úti í ofbeldinu, þar búa súnní- og sjía- múslimar í mestu návígi í landinu, þar sem íslam klofnaði endanlega í þessar tvær fylkingar fyrir rúmum 1.400 árum. Hefðbundnir fréttamiðl- ar gleyma sér í sprengingum dagsins en bloggsíður frá Bagdad gefa raun- sanna mynd af lífinu á götunum. Öryggi trúarherja Skæruliðahópar tengdir trúarleið- togum súnnímúslima annars vegar og sjía hins vegar ráða lögum og lofum í vissum hverfum borgarinnar. Þeir eru á sama tíma helsta skjól og mesta ógn borgaranna. Daglega er ráðist á staði í borginni sem saklausir borgarar komast ekki hjá því að fara á. Móðirin fer að kaupa í matinn og kemur ekki heim aftur. Börnin fara í skólann og koma aldrei heim aftur. Her og lögregla geta ekki tryggt öryggi fólksins, oftar en ekki vegna þess að lögregluliðið er undirmann- að fyrir verkefnin sem það þarf að kljást við. Því leitar fólk til trúarherj- anna sem, líkt og mafíósar í Chicago, geta tryggt skjólstæðingum sínum nokkuð öryggi. Skæruliðarnir ganga á lagið og á örskotsstundu eru komn- ir upp vegatálmar og öflugt eftirlit á götunum. Vegfarendur þurfa að svara fyrir það á vegatálmum hvort þeir eru súnníar eða sjíar og ef svar- ið er ekki það sem skæruliðarnir vilja heyra, þá kemst sá vegfarandi kannski aldrei heim aftur. Kalt stríð Helsta verkefni núverandi ríkis- stjórnar er að ráða niðurlögum trú- arherjanna. Ásakanir um hlutdrægni forsætisráðherrans sýna strax hversu flókið það verkefni mun reynast. Nuri al-Maliki er sjíamúslimi en gagnrýn- endur hans segja hann ekki gæta jafn- vægis, því hann höggvi súnnímúslima en hlífi trúbræðrum sínum um of. Óttinn í borginni magnar upp allan orðróm og helst er hægt að líkja ástandinu á götum Bagdad við kalda stríðið milli austurs og vest- urs. Hvor fylkingin um sig hamstrar vopn og skotfæri, í ótta um það að stóra orrustan sé í nánd. Sérstaklega eru súnnímúslimar smeykir, enda í minnihluta í borginni. Átök fram undan Óvenju stórar sprengjuárásir hafa verið gerðar í borginni frá því Bush Bandaríkjaforseti ákvað að senda rúmlega 20 þúsund hermanna liðs- auka til Bagdad. Fyrir tæpri viku féllu rúmlega 130 manns í stærstu ein- stöku sprengjuárás frá upphafi stríðs- ins og fleiri stórar sprengjur sprungu í janúar. Trúarherirnir hafa hótað að hart mæti hörðu og sigurvissir Bandaríkjamenn verði stráfelldir. Þrátt fyrir eldmóð forsetans efast margir Bagdad-búar um að liðsauk- inn dugi til að tryggja öryggið í borg- inni. Almennum borgurum verð- ur varla vel vært í Bagdad á meðan stríðið stendur en þrátt fyrir allt halda þeir áfram að fara út úr húsi, fara á markaðinn og í skólann. herdis@dv.is föstudagur 9. febrúar 200710 Fréttir DV Íbúar í Bagdad bíða óþreyjufullir eftir að bandarískir og íraskir hermenn verði tilbúnir að kveða niður ofbeldið í borginni. Hver einasti dagur í biðinni tekur tugi mannslífa þegar fólk reynir að draga björg í bú og lifa daglegu lífi. Blóði drifin Bið Í landi þar sem 800 til 900 ofbeldisárásir eru gerðar í viku hverri komast blaðamenn ekki lengur yfir að segja allar sögurnar af fólkinu sem hefur verið drepið. Þegar grimmdin og ofbeldið nær vissu stigi fer fjöldinn að ráða því hvað kemst í fréttir. Tugir, hundruð og þúsundir látinna. Á meðan reynir fólkið í Bagdad að komast í gegnum daginn án þess að verða hluti af „tölu látinna“. erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Ásaka Banda- ríkjamenn Íranar ásaka Bandaríkjamenn um að hafa rænt írönskum sendifull- trúa í miðborg Bag- dad á sunnudag. Írananum var rænt um hábjartan dag af mönnum í einkennisbúningum Írakshers. Fulltrúar Bandaríkjahers harð- neita hins vegar að bandarísk- ar eða íraskar sveitir hafi komið nálægt ráninu. Bandaríkjamenn hafa hins vegar lýst yfir grun- semdum um að Íransstjórn leggi íröskum skæruliðum til vopn og þjálfun. fleiri trúaðir en ríkið heldur Ný kínversk rannsókn bend- ir til að trúaðir Kínverjar séu þrisvar sinnum fleiri en ríkið áætlaði, alls 300 milljónir. Kín- verjar mega eingöngu iðka trú sína í kirkjum, moskum eða musterum sem hljóta blessun ríkisins og reglulega eru upp- rættir ólöglegir trúarhópar sem taldir eru ógna ríkinu, nægir þar að minnast á Falun Gong-hreyf- inguna. Trúarbrögð voru bönn- uð þegar kommúnistaflokkurinn hafði sterkari tök á þjóðfélaginu en nú virðist sem trúuðum Kín- verjum sé að fjölga. Flestir að- hyllast búddisma og taóisma en kristni nýtur líka vaxandi hylli. 100 milljarðar í bóluefni Sjö helstu iðnríki í heimi skrifa í dag undir samning um að veita einum og hálfum milljarði Bandaríkjadala til þess að bólusetja börn í fátæk- ustu löndum heims. Fyrstu sjúkdómarnir sem ríkin munu einbeita sér að eru lungna- bólga og heilahimnubólga en langtímamarkmiðin eru að þróa bóluefni við malaríu, HIV og berklum. Ítalir eru gjafmildastir og leggja þriðj- ung fjárins til verkefnisins. Gjafaríkin skuldbinda sig til að kaupa ný bóluefni sem verða þróuð, til að gera það fjárhagslega hagkvæmt fyrir lyfjafyrirtæki að þróa bóluefni fyrir sjúkdóma sem herja á þróunarlöndin. Taka við Írökum Bandaríska utanríkisráðu- neytið hefur sett á laggirnar nefnd til að ganga úr skugga um að Bandaríkin taki við fleiri íröskum flóttamönnum. Áætlað er að um 50 þúsund Írakar flýi heimili sín í hverjum mánuði og um 3,7 milljónir hafa hrakist á vergang frá því Bandaríkja- menn leiddu innrásina í landið árið 2003. Bandaríkin hafa hins vegar einungis tekið við 466 íröskum flóttamönnum frá upp- hafi stríðsins, þar af aðeins 266 á síðasta ári. Her og lögregla geta ekki tryggt öryggi fólksins, oftar en ekki vegna þess að lögreglu- liðið er undirmannað fyrir verkefnin sem það þarf að kljást við. Dauði múslimaprests vakti upp blendnar tilfinningar í Danmörku: Fjölmiðlar áttu erfitt með að sýna samúð Abu Laban öfgasinnaði múslimaklerkurinn var ætíð í kastljósi fjölmiðla fyrir einarðar skoðanir sínar, ekki síst þegar umdeildar skopteikningar af Múhameð spámanni birtust í dönskum fjölmiðlum. Ein af sögunum sem hverfur í fjöldann Jassim abdul rahman og dóttir hans Mariam í rústum hússins sem þau bjuggu í. sprengjur lentu á húsi þeirra á sunnudagsmorgun. Nihad Hameed, móðir Mariam og eiginkona Jassims, lést í sprengingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.