Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 12
Sigurður Sigurðarson, sem nú er vígslubiskup í Skálholti, var starfs- maður í Breiðuvík í þrjú sumur á þeim tíma sem Þórhallur Hálfdán- arson var forstöðumaður þar. Hluta úr ári leysti hann forstöðumanninn af. Drengirnir sem voru vistaðir í Breiðuvík segja að Sigurði hafi ver- ið fullkunnugt um það ofbeldi sem Þórhallur og fleiri starfsmenn beittu drengina. Sigurður vildi ekki tala efnislega um málið þegar DV leit- aði eftir því. Það á hann sameigin- legt með öðrum fyrrverandi starfs- mönnum í Breiðuvík. Sigurður Sigurðarson var að- eins 26 ára gamall þegar hann réðst til starfa í Breiðuvík. Á næstu opnu er viðtal við tvo þeirra drengja sem dvöldu í Breiðuvík, Maron Berg- mann Brynjarsson og félaga hans sem kýs nafnleynd og er nefndur Einar hér í DV. Þeir, eins og fleiri sem vistaðir voru í Breiðuvík, hafa lýst því að Sigurður hafi orðið vitni að ofbeldi sem þar var beitt, en því neitar núverandi vígslubiskup. Þegar fullyrðingar fyrrverandi vistmanna í Breiðuvík um ofbeldi, svelti og kynferðislega misnotk- un voru bornar undir Sigurð, vildi hann ekkert tjá sig opinberlega um málið. Hann segist búast við því að rannsókn verði gerð á starfseminni og þá þurfi hann að gera hreint fyrir sínum dyrum. Fyrr muni hann ekki tala opinberlega. Kynfæraskoðun og umskurður Sögum drengjanna sem voru vistaðir í Breiðuvík ber saman um að þeir hafi verið leiddir fyrir Sig- urð og kynfæri þeirra verið skoðuð. Í einhverjum tilfellum var talað um að umskera drengina. Staðfest er að þessi kynfæraskoðun var stunduð og farið var með tvo drengi til læknis í kjölfarið. Tveir fyrrverandi vistmenn segja að tilgangurinn með þessari kyn- færaskoðun hafi verið að koma í veg fyrir samkynhneigð og hindra kyn- ferðislegt samneyti milli yngri og eldri drengjanna. Sigurður virðist ekki hafa verið þátttakandi í líkamlegu ofbeldi á staðnum. Drengirnir segjast hafa getað leitað til hans. Biturð þessara fyrrverandi vistmanna beinist að því að hulunni skuli ekki hafa verið svipt af starfseminni í Breiðuvík. Augljósar barsmíðar Maron Bergmann segir það vera öruggt að Sigurður hafi vitað um það ofbeldi sem fór fram í Breiðuvík. „Herbergið hans var á ganginum okk- ar. Veggirnir voru þunnir og barsmíð- ar og óp fóru ekki framhjá neinum,“ segir Maron. Einar vinur hans geng- ur lengra og fullyrðir að Sigurður hafi horft upp á barsmíðar á drengjunum af hálfu Þórhalls Hálfdánarsonar for- stöðumanns og hlegið. Maron og Einar virðast ekki reiðu- búnir að fyrirgefa. „Ég vil sjá ein- hvern dreginn til ábyrgðar, jafnvel þótt langt sé um liðið,“ segir Maron. Hann segir að nú þurfi að ljúka mál- inu. „Það er verið að tala um að nú- verandi barnaverndaryfirvöld bjóði okkur upp á sálfræðihjálp. Ég mun aldrei treysta þessum stofnunum. Ég vil sjá þær lagðar niður.“ Ekkert öryggisnet Barnaverndaryfirvöld voru gagn- rýnd á áttunda áratugnum fyrir að senda drengina til Breiðuvíkur og gleyma svo tilvist þeirra. Á þeim tíma sem Sigurður leysti af sem forstöðu- maður beindist gagnrýnin fyrst og fremst að því að yfirvöld skyldu nota Breiðuvík sem langtímaúrræði. Jafn- framt að yfirvöld skyldu láta und- ir höfuð leggjast að að finna aðrar lausnir. Ekkert öryggisnet hafi verið til staðar fyrir drengina eftir að þeir komu út. Þessi gagnrýni kemur aftur fram í ritgerð Gísla H. Guðjónssonar réttarsálfræðings, árið 1975. Ritgerð sem menntamálaráðuneytið tók að sér að stinga undir stól. föstudagur 9. febrúar 200712 Fréttir DV Saka Séra Sigurð um aðgerðaleySi Þeir sem störfuðu í Breiðuvík og DV hefur náð tali af eiga það sammerkt að neita að hafa verið þátttakendur í ofbeldi gegn börn- unum og að hafa orðið að vitni að því. Þeir geta ekki útilokað að aðr- ir hafi beitt drengina ofbeldi. Fram- burður starfsmannanna fyrrverandi stangast algjörlega á við framburð þeirra fjölmörgu sem voru vistaðir í Breiðuvík og hafa komið fram síð- ustu daga. Núverandi vígslubiskup í Skál- holti sem starfaði við uppeldis- heimilið í Breiðuvík gerir ráð fyrir að þurfa að svara um sína aðkomu að málinu þegar það verður rann- sakað. Bjarni, sonur Þórhalls Hálf- dánarsonar, er borinn sökum en hann neitar að hafa beitt ofbeldi, en segir föður sinn hafa verið harð- an mann. Vígslubiskupinn í Skálholti séra Sigurður Sigurðarson var í Breiðu- vík þrjú sumur og gegndi stöðu for- stöðumanns að auki í einn vetur. Hann var þar meðal annars á sama tíma og Þórhallur Hálfdánarson, hann er sá sem sakaður hefur verið um hvað hrottalegastar misþyrm- ingar. Í viðtali við Sigurð segist hann ekki hafa horft á ofbeldi og bætir við að hann muni hreinlega ekki hvort drengirnir hafi sagt honum frá því sem þeir máttu þola. „Herbergið hans var á gangin- um okkar. Veggirnir voru þunnir og barsmíðar og óp fóru ekki fram hjá neinum,“ segir Maron Bergmann Brynjarsson, fyrrverandi vistmaður, um veru Sigurðar í Breiðuvík. Hon- um þykir það afar ólíklegt að það sem gekk á hafi farið framhjá nokkr- um manni. Þarf að gera hreint fyrir sínum dyrum Maron Bergmann er reiður biskupnum fyrir að hafa aldrei af- hjúpað þær misþyrmingar sem lýst hefur verið í DV. Sjálfur segir vígslu- biskupinn að hann geti ekki tjáð sig um málið opinberlega fyrr en opin- ber rannsókn fari fram. Sigurður segist búast við að rannsókn verði gerð á starfseminni í Breiðuvík og þá þurfi hann að gera Sonurinn útilokar Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, var starfs- maður í Breiðuvík. Drengir sem vistaðir voru fyrir vestan telja öruggt að Sigurður hafi vitað af ofbeldinu. Fórnarlömbin segja Sigurð hafa brugðist þeim. Vígslubiskupinn í Skálholti sigurður sigurðarson vann sem sumarstarfsmaður í breiðuvík frá 1966 til 1968. Hann leysti svo af sem forstöðumaður hluta ársins 1970. drengirnir sem voru vistaðir í breiðuvík á þessum tíma telja að sigurður hafi brugðist með því að tilkynna ekki yfirvöldum um það ofbeldi sem átti sér stað þar. „Þetta var hryllileg lífsreynsla,“ segir Sigur- dór Halldórsson sem var vistmaður í Breiðu- vík þeg- ar hann var aðeins tíu ára gam- all. Sigurdór segist hafa orðið fyrir mikl- um sálrænum skaða á heimilinu en þar mátti hann sæta ofbeldi og kyn- ferðislegri misnotkun. Hann var fík- ill og glæpamaður næstu tuttugu árin. Hann segir að það sé ekki fyrr en í dag, eftir að DV opnaði mál- ið um hryllinginn í Breiðuvík, sem hann getur tekist á við sínar eigin tilfinningar. „Ég hef verið innilokaður í þrjá- tíu ár,“ segir Sigurdór sem hefur tekist á við alfeiðingar af vist sinni í Breiðuvík síðan hann var tíu ára gamalt barn. Hann var sendur þang- að að beiðni séra Braga Benedikts- sonar sem þá var Fríkirkjuprestur í Hafnarfirði. Þá hafði Sigurdór rat- að í ógöngur vegna þjófnaðar. Hann grunaði aldrei hversu dýrkeyptur þjófnaður grunlauss barns gat ver- ið. Næstu tuttugu árin átti hann eft- ir að sprauta sig með fíkniefnum, stunda innbrot og bæla niður gríð- arlega reiði sem hann upplifði í garð Breiðuvíkur. Ég var misnotaður „Ég var misnotaður kynferð- islega í Breiðuvík,“ segir Sigurdór með brostinni rödd. Hann segir að misnotkunin hafi átt sér stað eft- ir að Þórhallur var hættur og son- ur hans Bjarni Þórhallsson tek- inn við. Að sögn Sigurdórs var það ókunnugur maður sem kom í heimsókn eitt kvöldið. Hann seg- ir manninn hafa verið kunnug- an Bjarna en hann fékk að sofa á bedda inni á skrifstofu hjá honum. Hann á að hafa leitt Sigurdór inn í herbergi til sín og lagst með hon- um í rúmið. „Hann káfaði á mér og lét mig káfa á sér,“ segir Sigurdór og það er ljóst að frásögnin er honum erfið. Hann segir að sér hafi tekist að ljúga að manninum að hann hafi þurft að fara fram. Þá leyfði hann honum að gat aldrei sagt börnunum mínum að ég elskaði þau Breiðuvíkurbarnið Sigurdór Halldórsson segir frá því þegar hann varð fyrir kynferðislegri misnotkun á uppeldisheimilinu. Hann segir að einn piltanna hafi verið lúbarinn fyrir það eitt að biðja um morgunkorn. Bjarni Þórhallsson, sonur Þórhalls Hálf- dánarsonar fyrrverandi forstöðumanns heimilisins, segist aldrei hafa orðið var við að faðir hans beitti börnin ofbeldi. Hann þrætir einnig fyrir að hafa sjálfur gert slíkt. Ofbeldisheimilið í Breiðuvík. Sögur þol- enda ofbeldis, niðurlægingar og hörm- unga eru allar svipaðar. Þeir sem voru vistaðir þar sem ungir drengir eru allir sárir eftir. Þeir bresta í grát við minning- arnar. Þeir sem störfuðu við vistunina kannast ekki við að hafa beitt ofbeldi. Breiðuvíkur- börnin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.