Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 15
Frekar
félagsskapur
en kennsla
„Þetta var ekki beinlínis
kennsla, frekar eins og félagsskap-
ur,“ segir Eiríkur Hjartarson, sem
var kennari í Breiðuvík árið 1964 en
þar starfaði hann einn vetur. Hann
var þá á þrítugsaldri og hafði ver-
ið á sjónum áður. Hann var feng-
inn til þess að kenna piltunum en
segir það hafa verið vandkvæðum
bundið vegna aldursmunar.
„Sumir piltanna voru bráðs-
karpir á meðan aðrir voru mið-
ur skarpir,“ segir Eiríkur um eina
ástæðuna fyrir því að ekki var
mögulegt að halda uppi markvissri
kennslu. Hann segir tímana hafa
frekar verið einhvers konar sam-
verustundir.
Sjálfur var hann ekki mennt-
aður kennari en hann var með
gagnfræðapróf sem var eðlilegt í
þá daga. Hann segir að aðstæður
hafi verið ágætar til menntunar og
bendir á að mikið og gott bókasafn
hafi verið á heimilinu.
„Ég varð aldrei var við ofbeldið
sem á að hafa átt sér stað í Breiðu-
vík,“ segir Eiríkur, en Páll Elísson
sagði frá því í Kastljósi á mánu-
daginn að honum hefði verið mis-
þyrmt kynferðislega og líkamlega á
sama tíma og Eiríkur var kennari
þar. Sjálfur segir Eiríkur að hann
hafi aldrei orðið vitni að ofbeldinu
né vitað um það. Hann fullyrðir að
börnin hafi virst hafa haft það ágætt
á heimilinu og neitar að naumt
hafi verið um matarskammta þann
tíma sem hann dvaldi þar.
Hann lýsir Þórhalli sem ágæt-
um manni og segir að vel hafi far-
ið á með þeim. Að mati Eiríks var
Breiðavík góður staður og hann
hugsi til hans með hlýju.
„Þetta snertir mann óþægilega
og kom mér á óvart,“ segir hann
um vitnisburð allra þeirra manna
sem segja sömu söguna af Breiðu-
vík. Eftir að hann kláraði veturinn
tók Trausti Ólafsson við og kenndi
í tvo vetur, en hann er látinn. Þess
á milli sá Þórhallur sjálfur um
kennsluna sem virðist hafa verið í
algjöru lágmarki.
Eiríkur Hjartarson Segist hugsa til
Breiðuvíkur með hlýhug og þvertekur
fyrir að hafa orðið var við ofbeldi á
heimilinu.
15DV Fréttir föStudagur 9. feBrúar 2007
Niðurlægðir
og pyNtaðir
Pyntingum, vinnuþrælkun og
kynferðislegu ofbeldi var beitt
um langt árabil á vistheimili sem
barnaverndaryfirvöld notuðu fyr-
ir unga drengi. Maron Bergmann
Brynjarsson og félagi hans sem
ekki treystir sér til þess að koma
fram undir nafni voru báðir vist-
aðir á Breiðuvík á árunum 1968 til
1970. Í viðtalinu nefnum við félaga
Marons Einar. Einar kveðst hafa
verið ofvirkur pörupiltur og segir
Maron hafa verið uppátækjasam-
an prakkara. Þeir voru tíu og tólf
ára þegar þeir voru sendir vestur.
Einari var sagt að hann væri
að fara í útsýnisflug um Reykja-
vík. Hann steig út úr flugvélinni
á Patreksfirði og var á Breiðuvík í
tvö og hálft ár. Hann fékk að vera
viðstaddur jarðarför ömmu sinn-
ar, notaði tækifærið og faldi sig á
götum Reykjavíkur í eitt og hálft
ár sökum ótta við að verða send-
ur aftur vestur. Þeirra beggja beið
líf með brenglaðri sjálfsmynd, of-
neyslu á áfengi og áralangar hörm-
ungar á götum Reykjavíkur.
„Okkur langaði alltaf að leita
réttar okkar en hræðslan við að
koma fram og verða hafnað hindr-
aði okkur. Þetta verður allt öðru
vísi núna ef að margir fara í þetta
saman. Í dag er ég loksins orðinn
nógu sterkur fyrir til þess að tak-
ast á við þetta,“ segir Maron. Þeir
félagarnir eru sammála um að of-
beldið sem viðgekkst á Breiðuvík
hafi aðeins geta þrifist í skjóli ein-
angrunarinnar.
„Ég heyrði aldrei aukatek-
ið orð úr útvarpi. Sjónvarp náðist
ekki þarna. Það hefði getað skoll-
ið á heimsstyrjöld án þess að við
vissum um það. Einangrunin var
þannig,“ segir Einar. Hann segir að
afi hans og amma haft oft hringt, en
þá hafi forstöðumaðurinn, Þórhall-
ur Hálfdánarson, staðið við sím-
ann og gætt þess að hann kvartaði
ekki yfir vistinni. „Ef ég sagði eitt-
hvað um að mér leiddist eða liði
illa, þá sleit hann sambandinu og
kenndi slæmu símsambandi um,“
segir Einar. „Ég fékk aldrei tækifæri
til þess að spyrja fólkið heima út í
það afhverju ég var plataður þarna
vestur.“
Ofbeldi hvenar sem var
Einar segir að líkamlegt ofbeldi
hafi átt sér stað að jafnaði þriðja
hvern dag. „Það var ekki geng-
ið á röðina, en einhver fékk alltaf
að kenna á því. Stundum kom þó
karlinn út og leit yfir hópinn og
einhver fékk að kenna á því,“ seg-
ir Einar. Hann segir að allan tím-
ann sem hann hafi verið á Breiðu-
vík hafi hann séð Þórhall ánægðan
kannski þrisvar sinnum. „Það er
svo skrýtið að lifa undir svona álagi
þegar maður er barn.“
Maron segir að andlega of-
beldið sem fólst í því að lifa við
þá stöðugu ógn að vera lúbarinn
hafi sennilega verið verra en sjálf-
ar barsmíðarnar. „Við gátum aldrei
vitað hver yrði næstur og hvenar,“
segir Maron.
Einar dregur niður buxurnar og
sýnir stórt skeifulaga ör, ofarlega á
vinstra lærinu. „Þarna var skrúf-
járni stungið í lærið á mér,“ segir
hann.
Látinn sleikja upp skítinn
Til þess að útskýra þá ógn sem
þeir lifðu við segir Einar sögu af
einum drengjanna sem veiktist
í maganum. „Hann vaknaði um
nóttina og hljóp á klósettið, en þar
var einhver fyrir. Þá ætlaði stráksi
að hlaupa og nota klósettið niðri,
en gerði í sig á leiðinni. Þetta var
ekki gott vegna þess að það fór á
gólfið hjá honum. Þórhallur kom
fram og sá að guttinn var frammi
á nærbuxunum og reiddist þegar
hann sá hverslags var. Þá sló Þór-
hallur hann í hnakkann þannig að
hann féll í gólfið. Reif hann svo upp
á hárinu og dró hann eftir skíta-
slóðinni. Svo sleppti hann drengn-
um og skipaði honum að þrífa
þetta upp. Strákurinn spurði með
hverju hann ætti að gera það. „Ef
þú hefur ekki annað en tunguna á
þér til þess að þrífa með, þá skaltu
bara sleikja þetta upp,“ sagði Þór-
hallur þá, sparkaði í hann og fór.
Einar segir að þegar Þórhallur
hafi komið til þess að athuga verkið
hafi hann ekki verið ánægður, farið
inn í herbergi stráksins og lúskrað
þannig á honum að hann kom ekki
út úr herberginu í tvo daga.
Kynferðisofbeldi og kaldar
sturtur
Á föstudögum var farið í sturtu.
„Við vorum allir sendir í sturtuna á
sama tíma. Það var dóttir Þórhalls,
rétt innan við tvítugt, sem sá um
þetta og fylgdist með okkur öllum
nöktum. Mamma hennar sinnti
þessu líka. Vatnið var olíuhitað.
Heita vatnið entist í tvær til þrjár
mínútur og svo vorum við þrjú
korter í kaldri sturtu. Allir saman.
Þær stóðu yfir okkur á meðan, bara
eins og til þess að níða okkur,“ seg-
ir Einar.
Í tvö skipti hélt kona Þórhalls,
Guðmunda Halldórsdóttir, Einari
eftir í sturtunni og átti við kynfæri
hans. Hann var þá fjórtán ára gam-
all. „Við vorum bara viðkvæmir
strákar á kynþroskaaldrinum. Við
vissum varla nokkuð um kynlíf og
sáum aldrei stelpur fyrir utan konu
Þórhalls og dóttur,“ segir Einar.
Þeir segjast báðir hafa vitað til
þess að einhverjir á staðnum hafi
stundað það að misnota dýrin í
fjárhúsunum.
Vinnuþrælkun
„Öllu vinna á staðnum var á
okkar höndum. Þarna voru kýr,
kindur og svín. Við sáum um þetta
alltsaman, nema að við fengum
ekki að koma nálægt vélunum,“
segir Maron. Strákarnir voru einn-
ig látnir grafa skurð til þess að ræsa
fram mýri og bera í hann grjót.
„Það voru bara uppáhalds-
strákarnir sem fengu að róa til fi-
skjar. Það var einn þarna sem var
hjartveikur og Þórhallur þorði ekki
að fara sérstaklega illa með hann.
Hann fékk að róa,“ segir Maron.
„Þegar berjatínurnar komu vor-
um við sendir út að tína ber. Við
máttum aldrei borða berin sjálfir.
Ef það sást berjablámi upp í okkur
þá vorum við lamdir eins og harð-
fiskur. Við máttum reyndar eiga
von á þessu ofbeldi hvenar sem
var. Ef enginn hafði gert neitt af sér
þá var bara eitthvað búið til. Þetta
fór alveg eftir því í hvernig skapi
Þórhallur var,“ bætir Einar við.
Voru báðir ofvirkir
Báðir segja þeir að í dag hefðu
þeir verið greindir ofvirkir. „Hug-
takið var náttúrulega ekki til í þá
daga. Ég var bara ofvirkur, það er
einfalt. Ég kom frá sérstöku heim-
ili. Ég átti föðurbróður sem var í
siglingum og hjá honum fékk ég
sælgæti og pening eins og ég vildi.
Ég var náttúrulega prakkari og af
því að ég átti pening þá gat ég bara
keypt einhvern til þess að lúskra
á öðrum strákum sem ég átti eitt-
hvað sökótt við. En ég ber þess
aldrei bætur að hafa fengið þessa
hegningu. Ég get engum treyst,
ekki ennþá,“ segir Einar.
„Ég hefði sennilega bara ver-
ið kallaður prakkari,“ segir Mar-
on. Áður en hann var vistaður á
Breiðuvík var hann á Jaðri sem var
heimili á vegum Reykjavíkurborg-
ar. „Það var slæmt að vera þar líka.
Ég var lagður í einelti af kennurum
og krökkum á Jaðri. Þarna var ég
innan við tíu ára gamall. Eftir að ég
var á Breiðuvík fór ég á Hlíðardals-
skóla í Ölfusi. Sá skóli var rekinn af
aðventistum. Þar var ekki líkamlegt
ofbeldi, en þar var andlegt ofbeldi
og trúarofstæki,“ segir Maron.
Lífið eftir Breiðuvík
Bæði Maron og Einar hafa
átt erfitt líf eftir að dvöl þeirra á
Breiðuvík lauk. Einar var á götunni
í hart nær tuttugu ár, sat í fang-
elsi og átti við ofdrykkjuvanda að
stríða. „Í dag er ég loksins kominn
eitthvað áleiðis með líf mitt. Bý í
íbúð og hef vinnu. Það er nokkuð
sem ég er ekki til í að fórna. Ég verð
þó að viðurkenna að mér léttir eft-
ir að þetta mál komst í umræðuna.
Ég hélt að ég væri harður karl og
þetta hefði ekki haft nein áhrif á
mig. Svo virðist núna eins og þetta
hafi hvílt á mér allan tímann,“ seg-
ir hann.
Maron var á sjó lengst af eftir
að dvöl hans lauk. Hann drakk illa
þegar hann var í landi og þvældist
á milli skipa. „Það eru ekki nema
svona tíu ár síðan ég gat losað mig
út úr óreglunni og náð einhverjum
tökum á lífi mínu.“
Félagarnir Maron Bergmann Brynjarsson og maður undir dulnefninu Einar voru
vistaðir á Breiðuvík á árunum 1968 til 1970. Hér lýsa þeir reynslu sinni af linnu-
lausu ofbeldi, andlegu, kynferðislegu og líkamlegu, ásamt vinnuþrælkun. Þeir voru
plataðir til þess að fara vestur af barnaverndaryfirvöldum.
„Ef þú hefur ekki annað
en tunguna á þér til þess
að þrífa með, þá skaltu
bara sleikja þetta upp,“
sagði Þórhallur, spark-
aði í hann og fór.
Helgin 2.–4. febrúar 2007 dagbla
ðið vísir 5. tbl. – 97. árg. – verð kr
. 390
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
100
breiðuvíkurbörnin
Öðlaðist
nýtt líf
Grétar Mar Jónsson
Stofna félög í Hollandi
Sleppa við Skattinn
Fiskisúpan
úr Ólafshúsi
Ásthildur
Sturludóttir
Ragnar Björnsson
Fann ÁStina
Á netinu
handboltamömmurnar
börnunum
misþyrmt
árum saman
Vitneskjan um harkalega
meðferð ungra drengja
í Breiðuvík var falin.
Skýrsla þar um var gerð að
trúnaðarmáli og það var
ekki fyrr en DV leitaði að
sannleikurinn kom í ljós.
Ótrúlega sláandi frétta
úttekt á 5 blaðsíðum.
Sannleikurinn
var falinn
Forsíða DV föstudaginn 2. febrúar.