Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 18
föstudagur 9. febrúar 200718 Fréttir DV
Stelpurnar á bjargi
„Má móðir taka dóttur sína og láta
vista hana í húsi, þar sem hún má
varla fara út í tvö ár, bara vegna
þess að stúlkan var of lengi úti eitt
kvöld?“ Fyrir fjörutíu árum var
þessari spurningu var beint til Gísla
Gunnarssonar, prófessors í sagn-
fræði, sem þá kenndi félagsfræði
við Gagnfræðaskóla Austurbæjar.
Umfjöllunarefni kennslustundar-
innar var sjálfræði unglinga.
„Mér var mjög brugðið og bað
stúlkurnar að ræða við mig eft-
ir tímann. Þær sögðu mér að um-
rædd stúlka væri vistuð á stúlkna-
heimilinu Bjargi á Seltjarnarnesi
og við sammæltumst um að þegar
hún losnaði þaðan, talaði hún við
mig. Hún kom til fundar við mig
í ágúst árið 1967, ásamt tveimur
öðrum stúlkum sem höfðu verið
á Bjargi. Þær sögðu mér af aðstöð-
unni þar og ég varð skelfingu lost-
inn, aðallega yfir einangruninni,
sem mér finnst alltaf hafa verið
versti hluti Bjargsmálsins. Skoð-
un mín á Bjargi var að mestu leyti
um einangrunina, bæði á Bjargi
og sérstaklega þó þegar stúlkurn-
ar þar voru sendar í refsieinangrun
eða einangrun við upphaf vistar á
ríkisupptökuheimilið í Kópavogi.
Einnig að þeim var stöðugt hótað á
Bjargi að vera settar í einangrun.“
Í algjörri einangrun
Gísli sýnir mér pappíra; heilu
möppurnar, sem innihalda skýrslu-
tökur af stúlkum sem dvöldu á
Bjargi, blaðaúrklippur og afrit
bréfa til yfirvalda. Í vitnisburði
einnar stúlkunnar, skýrslu sem er
vottfest af tveimur lögmönnum
standa eftirfarandi orð:
„Á ríkisupptökuheimilinu var
hún sett í herbergi með einu járn-
rúmi. Annað húsgagna var þar
ekki... Gluggi var spenntur aftur.
Þarna var hún læst inni og fékk
aldrei allan tímann að fara út
nema til að fara á salerni eða í bað.
Mjög slæmt loft var í herberginu
og lykt varð þar slæm fljótt. Læs-
ing var þannig að bundið var fyrir
hurð og skrölti mikið þegar opn-
að var. Öll föt hennar voru tekin af
henni, nema nærbuxur og henni
fengin náttföt til að vera í, eða all-
an innilokunartímann, 28/5-4/6
eða 7 daga...“
„Forstöðukona upptökuheim-
ilisins, Ólöf Þorsteinsdóttir, tjáði
mér að kvenlögreglukonurnar
Guðlaug Sverrisdóttir og Auður
Eir Vilhjálmsdóttir hafi viljað hafa
innilokunina miklu strangari en
hún sjálf hefði óskað,“ skrifaði Gísli
í skýrslu til yfirvalda 1967. „Það
þótti góður undirbúningur á Bjargi
að hafa stúlkurnar í einangrun frá
fimm upp í tíu daga. Þær fengu
ekki að hlusta á útvarp né lesa
blöð. Eina lesefnið var kristilegt
efni eða hrós um Bjarg. Þær áttu
að vera sem mest með sjálfum sér
og þeim sagt að, svo ég vitni orð-
rétt í eina stúlkuna: „Til að ná best
sambandi við Guð í bæn sé þegar
maður er einn og hefur engan til
að trufla.“ Með einangruninni átti
Guð að frelsa þær.“
Gísli Gunnarsson hefur aldrei
komið inn á Bjarg, en hann hafði
upplýsingar sínar frá fyrstu hendi:
„Ég kom í fyrstu að málinu sem
„vinsamlegur skoðandi“ og starfs-
konur ríkisupptökuheimilisins
veittu mér góðfúslega upplýsingar,
enda voru þær mótfallnar því að
vera notaðar á þennan hátt. Þær
fengu síðar skammir fyrir að veita
mér upplýsingarnar, þótt ég sem
kennari, hafi átt fullan rétt á þeim.
Þegar málið fór að vinda upp á sig
reyndu starfskonur Bjargs að koma
sem mestri sök yfir á konurnar á
ríkisupptökuheimilinu og þóttust
ekki kannast við neitt, jafnvel þótt
það hefðu verið Guðlaug Sverris-
dóttir og Auður Eir sem komu með
stúlkurnar af Bjargi inn á ríkisupp-
tökuheimilið. Þegar ég kom að
málinu hafði Bjarg verið starfrækt
í tvö ár en reglan var sú að stúlkur
ættu helst að dvelja þar í tvö ár.“
Allir aðrir brugðust
Þegar Gísli hafði tekið skýrsl-
ur af nokkrum stúlknanna sendi
hann málið til fjölmargra aðila.
„Allir þeir aðilar fengu bréf
og skýrslu mína um einangrun
stúlknanna,“ segir Gísli. „Eini mað-
urinn sem svaraði mér var bæjar-
fógetinn í Kópavogi, sem gerði
sína athugun á ríkisupptökuheim-
ilinu. Hann var eina yfirvaldið sem
brást löglega við. Allir aðrir brugð-
ust. Formaður Sálfræðingafélags-
ins hafði samband við mig og gaf
mér hreinskilnislegasta svar sem
ég hef á ævinni fengið: „Við höfum
ekki siðferðilegan styrk til að eiga í
þessu máli.“
Réttlætiskenndinni misboðið
Að sögn Gísla sátu í Barnavernd-
arráði Íslands á þessum tíma auk
Gunnlaugs: Sveinbjörn Jónsson
hæstaréttarlögmaður, sem var for-
maður ráðsins, Magnús skólastjóri
Hlíðaskóla, séra Gunnar Árnason,
prestur í Kópavogi og móðurbróðir
séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur og
Símon Jóhann Ágústsson, sem hafði
verið í öllum barnaverndarmálum
frá því á fjórða áratugnum.
„Barnaverndarráð samanstóð
því eingöngu af gömlum karl-
mönnum. Gunnlaugur var eigin-
lega unglambið, 48 ára! Við Sím-
on Jóhann vorum vinir, hann hafði
kennt mér við háskólann og hann
fylgdist með Bjargsmálinu frá upp-
hafi. Hann laumaði til mín upplýs-
ingum um hvað barnaverndarráð
var að gera eða ekki að gera. Á yfir-
borðinu var hann stuðningsmaður
Bjargs, en hann lék tveimur skjöld-
um í þessu máli og aðstoðaði mig
dyggilega. Hann var í rauninni eini
fagmaðurinn í Barnaverndarráði.“
En hver er ástæða þess að gagn-
fræðaskólakennari tekur upp á sitt
eindæmi að rannsaka stúlkna-
heimilið Bjarg, með þeim afleiðing-
um að því er lokað nokkrum mán-
uðum síðar?
„Réttlætiskennd minni var mis-
boðið og þegar ég byrjaði með mál-
ið og mætti andstöðu og fjandsemi
þá kom upp í mér þrjóska og bar-
áttuvilji. Ég sagði við sjálfan mig að
ef ég myndi láta málið niður falla,
þá myndu fylgismenn Bjargs herja
á mig með allt sitt lið og það var
ekkert lítið! Ég ákvað að ég yrði að
sigra í þessu máli til að geta lifað
áfram. Ég var farinn að berjast fyrir
minni eigin tilvist sem kennari og
sem virtur þegn í samfélaginu.“
Var reynt að stöðva þig?
„Já, stöðugt og ég fékk fjölmarg-
ar hótanir. Ég vann einn að mál-
inu í nær fimm mánuði, með smá-
stuðningi frá Símoni Jóhanni og
manni sem var fljótur að vélrita.
Ég bar málið jafnóðum undir tvo
lögfræðinga, sem fylgdust með til
að gæta að því að ég væri ekki með
neitt ólögmætt í höndunum. Ann-
ar þeirra varð síðar virtur prófessor
í lögfræði.“
Heiftin engu minni en fyrir
fjörutíu árum
Gísli segir stúlkurnar hafa verið
misjafnlega á sig komnar andlega
þegar hann hitti þær. Hann hefur
nýverið heyrt í tveimur þeirra sem
óskuðu eftir samtali við hann af
ástæðum sem fljótlega verða þjóð-
inni kunnar.
„Heift þeirra í garð Bjargs er
ennþá til staðar. Þessar konur eru
nú á sextugsaldri og bera enn þá
þann heiftarhug til Auðar Eirar
Vilhjálmsdóttur og Bjargs og þær
gerðu fyrir fjörutíu árum.“
Eftir að Bjargi var lokað, 23. okt-
óber 1967 hafði Gísli ekkert sam-
band við stúlkurnar í áratugi.
„Ég mat það svo að þær vildu fá
að vera í friði næstu árin og fá að
gleyma þessum tíma. En svo fór
hann að rifjast upp fyrir þeim þeg-
ar þær urðu fullorðnar konur og
margar þeirra orðnar mæður og
sumar ömmur“.
Kynferðisleg áreitni og of-
beldi hefur komið mikið við sögu
í Breiðuvíkurmálinu sem mikið er
fjallað um þessa dagana. Kom eitt-
hvað slíkt til tals í þínum athugun-
um?
„Ég kannaði aldrei slíkt. Ég lagði
áherslu á þann þátt sem sneri að
einangrun stúlknanna, sem ég leit
alvarlegustu augum. Umræða um
slíkt kom hins vegar upp af hálfu
stúlknanna, en þær fundu fljótt að
ég vildi ekki um það ræða.“
Myndirðu spyrja öðruvísi í dag
en þú gerðir fyrir fjörutíu árum?
„Ég hygg ekki. Ég var einungis
að athuga einangrun.“
Bjargi var lokað 23. október
1967, en rannsókn málsins hófst
18. nóvember. Öll gögn málsins
liggja á borðinu fyrir framan okk-
ur. Það er eins og talnaþraut að
lesa sig í gegnum ferlið.
„Málinu var vísað til ráðuneytis
í lok nóvember, ráðuneytið sendi
það áfram til saksóknara til athug-
unar 20. desember. Þaðan fór mál-
ið aftur til saksóknara, sem sendi
til Barnaverndarráðs sem sendi
það til bæjarfógeta, sem sendi aft-
ur til saksóknara og þaðan til ráðu-
neytis og síðan lýsti ríkissaksókn-
ari því yfir í desember 1968 að
engin málshöfðun verði að höfðu
samráði við menntamálaráðu-
neytið. Lögfræðingur Bjargs, Logi
Guðbrandsson, lýsti sig ánægðan
með þessar málalykt-
ir... Barnaverndarráð
Íslands var svo
lamað fram til
ársins 1970 að Gunnlaugur Þórð-
arson var gerður að formanni þess
og hann var hvatamaður þess að
Breiðuvík var lokað.“
Sonurinn tekinn með valdi af
móðurinni
Var þér kunnugt um að fær-
eyska stúlkan, Marion Gray, eign-
aðist son sem var tekinn af henni?
„Já. Drengurinn fæddist á Fæð-
ingarheimili Reykjavíkur og síðar
var farið með hann á Bjarg þar sem
Marion fékk að gefa honum brjóst í
nokkra daga. Þetta veit ég frá Mar-
ion sjálfri og stúlkunum sem voru
samtímis henni á Bjargi. Forráða-
konur Bjargs voru ráðalausar og
fyrsta hugmyndin var sú að gefa
drenginn til ættleiðingar. Mar-
ion neitaði því og þá var leitað til
barnaverndarnefndarinnar í Þórs-
höfn í Færeyjum sem kvað upp
þann úrskurð að barnið skyldi sent
til Færeyja til umsjónar nefndar-
innar. Drengurinn var tekinn af
Marion með valdi.“
Gísli segir að þegar Marion fór
síðar til Færeyja hafi henni verið
lofað að hún fengi að sjá barnið sitt
ef hún undirritaði skjöl þess efnis
að allt sem hún hefði sagt um Bjarg
á Íslandi væru ósannindi.
„Þegar Marion hafði undirrit-
að það plagg var hún meðhöndl-
uð sem úrhrak í Færeyjum og fékk
aldrei að sjá son sinn.“
Sannleikurinn er skjalfestur
Frá því DV hóf umfjöllun um
Breiðuvíkurmálið í síðustu viku
hafa fjölmiðlar verið undirlagðir af
því. Við höfum fengið ábendingar
um fleiri mál, þeirra á meðal það
sem hér er til umræðu. Telur þú að
Bjargsmálið muni rísa upp tvíeflt
aftur eins og Breiðavíkurmálið?
„Ég veit að það mun gerast,“
svarar Gísli að bragði.“Ég hef heyrt
að verið sé að vinna að ítarlegri og
áhrifaríkri athugun á þessu máli.
Meira get ég ekki um það sagt, ég
er bundinn þagnarskyldu.“
Og verður niðurstaða þeirrar
athugunar þannig að þú getir tek-
ið undir lokaorð Matthildar Haf-
steinsdóttur í viðtali í blaðinu í dag
að þegar saga Bjargs verði gerð op-
inber muni mörgum misbjóða?
„Já, ég get tekið undir þau orð.
Ég tel tvímælalaust að þær stúlk-
ur sem vistaðar voru á Bjargi hafi
skaðast sálarlega. Bjargsmálið hvíl-
ir á þeim sem skuggi og er kannski
neikvæðasta atriði lífs þeirra. Þær
voru margar geymdar á Bjargi með
samþykki foreldra sinna - þó ekki
allar - og inn í málin blandast því
uppgjör við foreldrana. Þær vilja
ekki ennþá vita allt sem foreldrar
þeirra gerðu. Eftir að dómsrann-
sókn hófst í málinu og lögreglan
fór að taka skýrslur af Bjargsstúlk-
unum kom margt
hræðilegt í
ljós. Sann-
leikurinn
um Bjarg er
skjalfestur
og margt
um hann
er að
finna vel
geymt í
ráðuneyti
í Reykja-
vík.“
Sama heiftin eftir 40 ár
AnnA KRiStine
blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is
„Ég tel tvímælalaust að þær stúlkur sem
vistaðar voru á Bjargi hafi skaðast sálarlega.
Bjargsmálið hvílir á þeim sem skuggi og er
kannski neikvæðasta atriði lífs þeirra.“
Kennarinn sem kannaði málin „Mér var
mjög brugðið þegar ég heyrði af unglings-
stúlkum í einangrun,“ segir gísli gunnarsson,
sem hóf rannsókn á starfsemi bjargs fyrir
fjörutíu árum. fyrir framan hann á borðinu er
ein af þeim möppum sem innihalda skýrslur
og viðtöl við stúlkur sem dvöldu á bjargi.