Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 19
DV Fréttir föstudagur 9. febrúar 2007 19 „Þetta mál hefur hvílt þungt á mér í fjörutíu ár en nú get ég ekki þag- að lengur. Umfjöllun DV um Breiðu- víkurmálið gerði það að verkum að minningarnar streymdu fram. Það voru ekki bara ungir piltar sem upp- lifðu að þeir sem áttu að aga þá eyði- lögðu líf þeirra.“ Matthildur Hafsteinsdóttir er kona á sextugsaldri sem hefur boðað mig á sinn fund. Frá því DV kom út í síð- ustu viku með frásögnum ungra pilta sem dvöldu vestur í Breiðuvík við skelfilegt ofbeldi, hefur hún vart get- að sofið. Hún vill segja sína upplifun af stúlknaheimilinu Bjargi, sem rekið var af Hjálpræðishernum vestur á Sel- tjarnarnesi í tvö og hálft ár. Því heimili var lokað eftir að nokkrar stúlknanna höfðu greint frá dvöl sinni þar. Þangað var frænka Matthildar send frá Fær- eyjum fjórtán ára að aldri og dvaldi þar í eitt ár. „Minningarnar um Marion frænku mína hafa haldið fyrir mér vöku,“ segir Matthildur og hefur greinilega undirbúið vel hverju hún vill koma á framfæri.“Frásagnirnar af ofbeldinu í Breiðuvík heltóku mig og ýfðu upp sárar minningar. Við Marion vorum systradætur. Mæður okkar voru fær- eyskar, en móðir mín flutti ung til Íslands ásamt annarri systur sinni. Marion frænka mín var tveimur árum yngri en ég, fædd síðla árs 1951. Við sáumst fyrst þegar ég heimsótti fjöl- skylduna í Þórshöfn í Færeyjum þeg- ar ég var þrettán ára.“ Bjarg var fangelsi Marion, þá tæplega ellefu ára, dökkhærð með gneistandi brún augu, sýndi stóru frænku sinni heimabæ sinn. Í minningunni ber smitandi hlátur hennar hæst. „Marion var alltaf hlæjandi og lífs- gleði hennar hafði áhrif á alla sem voru nálægir. Hún var afskaplega fjörug og hafði mikla útgeislun“ seg- ir Matthildur. „Þegar ég var sextán ára var ég komin í sambúð með Hinriki Jóni Magnússyni, sem var eiginmað- ur minn til dauðadags fyrir þremur árum. Við bjuggum í agnarlitlu húsi við Grettisgötu og þangað bárust mér fregnir af því að Marion frænka mín væri komin til dvalar á Bjargi. Skýr- ingin sem mamma hennar hafði gefið var sú að Marion væri óstýrilát og það þyrfti að aga hana. Hún hefði valið Bjarg, því það væri rekið á kristilegum nótum, en Anna, mamma Marion, starfaði með Frelsishernum í Fær- eyjum. Marion hvorki reykti né drakk eftir því sem ég best vissi og ég skildi ekki hvers vegna mamma hennar hefði sent hana til vistar á Bjargi.“ Matthildur taldi sig vel geta haft litlu frænku sína hjá þeim Hinriki og þau héldu á Skódanum sínum rak- leiðis vestur á Seltjarnarnes til fundar við frænkuna. „Það fyrsta sem ég sagði við Hinrik þegar við höfðum hringt bjöllunni var að það væri engu líkara en við vær- um að koma í fangelsi. Við heyrðum hringl í lyklum enda voru stelpurn- ar læstar inni. Lyklakippan var stór og þung og sú sem opnaði því lengi að finna rétta lykilinn. Andlitið sem mætti okkur í dyrum Bjargs þennan fyrsta dag var andlit hinnar norsku Kröte, sem spurði með þjósti hverja við vildum hitta. Bjarg var ekkert ann- að en fangelsi. Marion fékk þó að vera hjá okkur tvær eða þrjár helgar í fyrstu, en svo breyttist viðhorfið í garð fjölskyldunnar og okkur var meinað að heyra í og hitta Marion... „ Stórt sár í sálinni „Starfsstúlkurnar voru allar norsk- ar, fyrir utan Auði Eir Vilhjálmsdótt- ur, sem réði mestu um daglegt starf Bjargs,“ segir Matthildur. „Ég man alltaf fyrsta fund okkar Auðar Eirar. Þá kom ég að heimsækja Marion og ætlaði upp á herbergið hennar en Auður Eir blokkeraði stigann upp og sagði mér að fara inn í viðtalsherberg- ið. Ég sá því aldrei herbergið henn- ar Marion þetta ár sem hún dvaldi á Bjargi. Þetta var ekki heimili. Þetta var fangelsi. Þessi staður gerði stúlkurn- ar ekki að betri manneskjum held- ur eyðilagði líf þeirra flestra. Ég hef hitt margar þeirra og það var ótrúlegt að heyra frásagnir þeirra af lífinu á Bjargi. Dvölin á Bjargi hefur skilið eft- ir stórt sár í sálu þeirra.“ Marion gaf Matthildi engar skýr- ingar á því hvers vegna hún hefði ver- ið send að Bjargi, aðrar en þær að mömmu hennar líkaði ekki við kær- astann hennar. Hún hélt sannleikan- um leyndum, þangað til hann varð ekki lengur umflúinn. Marion var barnshafandi. „Mér fannst sérkennilegt hvað Marion var í ljótum og víðum fötum,“ segir Matthildur. „Eftir að ég varð eldri og þroskaðri, geri ég mér grein fyrir hvers vegna hún sagði mér aldrei að hún ætti von á barni.Hún hagaði sér í raun eins og barn sem hefur ver- ið misnotað; það þegir yfir verknaðin- um.“ Um upphaf stúlknaheimilisins að Bjargi segist séra Auði Eir Vilhjálms- dóttur svo frá í ævisögu sinni, Sól- in kemur alltaf upp á ný, sem Edda Andrésdóttir skráði: „...mér sem fleirum þótti vanta hér skólaheimili fyrir stúlkur svo að þær fengju tíma til að átta sig á því sem hafði farið úrskeiðis í lífi þeirra, þar sem þær kæmust inn í reglulegt nám, tækju próf og héldu sína góðu leið í lífinu, Ég var lögreglukona þegar þetta var og þótti úrræðin sem þeim stúlkum buðust ekki mikil en að þau yrðu og gætu verið meiri.“ „Vond verk í nafni Drottins“ Matthildur getur ekki leynt andúð sinni á séra Auði Eir og segir starfsem- ina á Bjargi dæmi um vond verk, unn- in í nafni Drottins. „Ég söng með kirkjukórnum á Flateyri um margra ára skeið og það get ég sagt þér að það aðfangadags- kvöld sem ég sá að það var séra Auður Eir sem hafði verið fengin til að leysa séra Lárus af, þá gekk ég út. Í minni kirkju er ekki pláss fyrir hræsnara. Þegar Marion fæddi son sinn haustið 1967 fóru mamma og systir hennar á Fæðingardeildina og ætluðu að grípa inn í líf þeirra. En þær komu of seint. Móðir Marion hafði greinilega svipt dóttur sína sjálfræði og falið Auði Eir allt vald yfir henni.“ Í viðtalsbókinni við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur er frásögnin á þessa leið: „...færeyska stúlkan sem rætt var við í blaðinu (Þjóðviljanum 20. okt- óber 1967) hafði reynst barnshaf- andi þegar hún kom á skólaheimil- ið. Var barn hennar flutt til Færeyja eftir fæðingu í samráði við móður- ömmu þess og barnaverndaryfir- völd í Færeyjum. Í viðtalinu í Þjóð- viljanum var lýst aðdraganda þess að stúlkan kom á skólaheimilið og dvölinni sem lauk með því að hún “strauk“....“ „Hún strauk ekkert,“ segir Matt- hildur. „Henni var rænt af mann- inum mínum, Hinriki Jóni og vini hans og komið fyrir á heimili Ragn- ars Stefánssonar jarðskjálftafræðings og foreldra hans á Sunnuvegi. Gísli Gunnarsson, kennari við Austur- bæjarskólann kenndi vinkonu einn- ar stúlkunnar á Bjargi, sem sagði honum frá aðstæðum og hann fór að kanna þær. Síðar kom Gunnlaug- ur Þórðarson, lögfræðingur að mál- inu, en hann átti sæti í Barnavernd- arráði.Það var staður þar sem fram fór fangelsun og frelsissvipting ungl- ingsstúlkna. Það var ekki eins og þessar stúlkur væru einhver vand- ræðabörn samfélagsins. Þær voru bara of óstýrilátar fyrir foreldra sína, sem vildu losna við þær.“ „Endalok heimilisins voru ekki flókin; þau réðust einfaldlega af upp- lognum sögum“, segir séra Auður Eir í bókinni. „Við höfðum verið rænd til- trúnni; við hefðum aldrei getað hald- ið áfram og okkur hefði aldrei dottið það í hug.“ Mörgum mun misbjóða sannleikurinn Marion sneri aftur að Bjargi eft- ir fæðingu sonar síns. Gjörbreytt ung stúlka að sögn Matthildar. „Glaða stúlkan var horfin að ei- lífu,“ segir Matthildur. „Þegar Bjargi var lokað nokkrum vikum síðar eftir að upp komst hvernig búið hafði ver- ið að bjargarlausum unglingsstúlk- unum fór Marion heim til Færeyja. Henni hafði verið lofað að hún fengi soninn þegar hún kæmi heim. Hann sá hún aldrei. Marion varð eins og skugginn af sjálfri sér. Hún kvaldist þá stuttu ævi sem hún átti eftir, en hún lést fertug að aldri úr krabbameini. Eftir að nýfæddur sonurinn var tekinn af henni hvarf lífslöngun hennar með öllu. Það er ekki hægt að gera ljótari hlut en þann að taka nýfætt barn af móður. Það gerði kona sem er prest- ur og rekur sérstaka Kvennakirkju. Mig hryllir við þessu. Bjarg var ekki stúlknaheimili. Það var fangelsi fyrir saklaus börn. Þegar saga Bjargs verð- ur gerð opinber – og þess er ekki langt að bíða – mun mörgum misbjóða, því get ég lofað.“ Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur: Földu Marion Meðan mál stúlknanna á Bjargi voru rannsökuð var gripið til þess ráðs að fela Marion Gray á stað þar sem hennar yrði örugglega ekki leitað. Ragnar skjálfti man vel eftir þessari unglingsstúlku. „Gísli Gunnarsson, sem var góð- ur vinur minn bað mig og foreldra mína að taka Marion að okkur tíma- bundið,“ segir Ragnar Stefánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, betur þekktur sem Ragnar „skjálfti“ jarðskjálftafræðingur. „Gísli taldi af ýmsum ástæðum best að Marion væri á heimili þar sem hennar yrði ekki leitað og hún gæti verið örugg meðan mál hennar upplýstust bet- ur. Gísli vissi að hún hafði ekki átt góðar stundir á Bjargi.“ Ragnar segir Marion hafa dvalið hjá sér og foreldrum sínum í nokk- urn tíma. „Ég kunni ágætlega við þessa stúlku og ég átti ómögulegt með að skilja hvers vegna hún var lok- uð inni á stúlknaheimili. Hún kom vel fyrir sjónir og það var gaman að ræða við hana.“ Sagði hún þér frá syni sínum sem hún fæddi og hafði verið tekinn af henni? „Nei, þessar fréttir koma mér alveg að óvörum,“ segir Ragnar og undrunin leynir sér ekki í rödd hans. „Hún talaði að vísu mest við móður mína, því við pabbi vor- um í vinnu á daginn og það má vel vera að hún hafi trúað mömmu fyr- ir þessu. Okkur fannst öllum Mar- ion vera indælisstúlka og var mjög til friðs á heimili okkar. Mér fannst Gísli vera að gera mjög góða hluti því ég gat ekki séð nokkra ástæðu fyrir því að hún væri vistuð á Bjargi. Mér skildist að fjölskylda henn- ar í Færeyjum væri afskaplega sið- vönd og ástæða þess að þau hefðu sent hana á Bjarg væri sú að hún hefði ekki hagað sér nægilega vel að þeirra mati. En þessi frétt um að hún hafi verið barnshafandi og eignast son hér á landi, skýrir margt fyrir mér. Ég hafði spurnir af Marion síðar og svo virðist sem hún hafi orðið hálfgert rekald eftir lífs- reynslu sína hér á Íslandi.“ Stefán Bjarnason, faðir Ragnars, staðfestir að fjölskyldan hafi fallist á að veita Marion húsaskjól og hún hafi verið elskuleg stúlka. „Ég vissi af fæðingu sonarins, en man ekki hvort hún sagði mér sjálf af henni eða einhver annar,“ segir Stefán. Aðspurður hvort Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur hafi komið á heimilið til að taka skýrslu af Mar- ion segist Stefán muna eftir manni sem kom á heimilið til að ræða við hana. „Hvort það var Gunnlaugur heit- inn Þórðarson veit ég ekki, en Mar- ion var nokkuð brugðið við komu þessa manns. Hún fór að gráta því hún taldi að verið væri að sækja sig og flytja aftur á Bjarg. Umræddur maður fullvissaði hana um að hann væri þarna til að hjálpa henni og fór mjög rólega að henni og talaði hlý- lega við hana.“ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir var mest var áberandi í sambandi við Bjargsmálið. Á henni stóðu öll spjót þegar málið var rannsakað og á hana er hart deilt í viðtölum í DV í dag. „Af hverju ertu að fara að skrifa um þetta?“ spyr hún þegar haft var samband við hana síðdegis í gær. „Ég skal segja þér hvað ég vil segja. Við settum þetta heimili á stofn. Þetta var skólaheimili.“ Og fór þar fram einhver kennsla? „Þú hefur enga þekkingu á þessu máli og hefur engan rétt á að hringja í mig og krefjast svara. Ég nenni ekki að tala um þetta... Ég nenni þessu ekki lengur.“ Auður Eir segir að vissulega hafi verið mikið um þetta mál fjall- að á sínum tíma, en segir: „Mig langar ekkert inn í þessa umræðu aftur. Þetta er ekkert grín, ég ræddi þetta á sínum tíma og vil ekki ræða þetta frekar.“ Þegar vitn- að er í frásögn Marion Gray, sem birtist í Þjóðviljanum 20. október 1967 og varð í raun Bjargi að falli svarar Auður: „Þetta var alls ekki eins og Marion lýsir þessu. Við settum þetta heim- ili á stofn, þetta var skólaheimili. Ég vil ekki tjá mig um þetta mál, ég gerði það á sínum tíma frá morgni til kvölds. Það getur vel verið að ég svari öðrum á morgun um málið. Það er langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða veðrið. Þú verður að finna þitt hjarta og hvernig það slær,” sagði prestur Kvenna- kirkjunnar, séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir og kvaddi. valur@dv.is Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir: „Tala ekki um þetta“ Ragnar „skjálfti“ Stefáns- son og foreldrar hans skutu skjólshúsi yfir Marion „Ég hafði spurnir af henni síðar og svo virðist sem hún hafi orðið hálfgert rekald eftir lífsreynslu sína hér.“ Stúlknaheimilið Bjarg var rekið af Hjálpræðishernum vestur á Seltjarnarnesi í tvö og hálft ár. Endalok þess urðu tilefni mikillar fjöl- miðlaumfjöllunar í lok sjöunda áratugarins. Bjarg var fangelsi Vond verk unnin í nafni Drottins Matthildur Hafsteinsdóttir segir stúlkur sem dvöldu á bjargi hafa verið beittar andlegu ofbeldi. Sátt við veðrið „Það er langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða veðrið,“ segir séra auður eir Vilhjálmsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.