Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 20
„Við leigðum á síðasta ári, held ég að
megi segja, fyrir um 300 milljónir,“ seg-
ir Hinrik Kristjánsson, framkvæmda-
stjóri Kambs á Flateyri. Fyrirtækið er
meðal þeirra útgerða sem leigja til sín
hvað mestan kvóta á ári hverju. Þetta
reynist dýrt, ekki síst núna þegar kvóta-
verð er ansi hátt. „Við erum ekki kát-
ir þegar framboð er lítið,“ segir Hinrik
sem teldi réttast að kvótaframsal væri
gefið frjálst, nú þurfa handhafar veiði-
heimilda að veiða helming kvótans en
mega leigja restina.
Verulegur hluti af kvóta fyrirtækis-
ins er leigukvóti, samt hefur útgerðin
keypt varanlegan kvóta síðustu ár og
minnkað þannig vægi leigukvótans.
Hinrik segir hvort tveggja mjög dýrt,
ekki síst kaup á varanlegum heimild-
um. „Í dag virðist verðið í stóra kerfinu
eins og við köllum það vera skilgreint
á 2.400 til 2.600 krónur kílóið. Það eru
miklir fjármunir. Sjaldnast eiga menn
reiðufé fyrir því og taka lán. Það er
mikill kostnaður í því líka.“
Kambur leigði til sín 1.500 til
2.000 tonna kvóta á síðasta fiskveiði-
ári. Það er svipað og árin 2003/2004
og 2004/2005 þegar fyrirtækið fékk
til sín næstmestan kvóta af öllum
útgerðum samkvæmt svari sjávarút-
vegsráðherra við fyrirspurn Jóhanns
Ársælssonar þingmanns sem spurði
hvaða útgerðir fengju eða létu frá sér
mestan kvóta.
„Við reynum að viðhalda tilveru-
rétti okkar og hafa góða afkomu í
okkar rekstri. Það hefur tekist fram
að þessu. Ég vona að það verði áfram
og sé ekki betur en að það ætti að
geta orðið.“
Útgerðarmenn hafa leigt kvóta fyrir
um það bil einn og hálfan milljarð
króna frá áramótum. Er þá aðeins
talinn sá kvóti sem er leigður innan
fiskveiðiársins en ekki varanlegar
veiðiheimildir sem fara nú á hærra
verði en nokkru sinni fyrr.
Stórir sem litlir útgerðarmenn
hafa verslað með veiðiheimildir fyr-
ir tugi og jafnvel hundruð milljóna
króna upp á hvern einasta virka dag
ársins. Þetta má sjá á vef Fiskistofu
þar sem skráð eru öll leiguviðskipti
með kvóta, hvort tveggja í aflamarks-
kerfi stóru skipanna og krókaafla-
markskerfi smábátanna. Þrátt fyrir
að í sumum tilfellum skipti útgerðir á
veiðiheimildum er ljóst að um mikl-
ar fjárhæðir er að ræða.
Mestu viðskipti ársins hingað til
litu dagsins ljós föstudaginn 19. jan-
úar þegar heildarupphæð viðskipta
með kvóta nam 220 milljónum króna.
Stærstu einstöku viðskiptin hljóðuðu
upp á tæpar 57 milljónir fyrir rúm
300 tonn af þorskkvóta. Reyndar eru
ekki öll kvótaviðskipti af stærri gerð-
inni. Þannig má finna færslu upp á
60 krónur fyrir sex kílóa kvóta fyrir
sandkola frá 5. janúar. Skömmu fyr-
ir áramót keypti útgerðarmaður eins
kílós kvóta fyrir keilu á 15 krónur.
Leynd um viðskiptin
Nokkur leynd ríkir um viðskipt-
in. Þannig er ekki gefið upp hverjir
kaupa, selja eða leigja aflaheimild-
ir heldur einfaldlega stök viðskipti
þar sem kemur fram magn og verð
en ekkert um hver á í hlut. Óskað var
upplýsinga frá Fiskistofu um hverj-
ir hefðu leigt kvóta til sín eða frá sér
fyrir hæstar fjárhæðir, enn fremur
hverjir hefðu keypt eða selt kvóta fyr-
ir hæstar fjárhæðir. Svarið sem fékkst
var að ekki mætti gefa þessar upplýs-
ingar út.
Á undanförnum árum hafa
nokkrum sinnum fengist upplýs-
ingar um hvaða útgerðir flytja mest-
ar veiðiheimildir til sín og frá í svör-
um við fyrirspurnum þingmanna.
Þar kemur þó ekki fram með hvaða
hætti viðskiptin eru, hvort um leigu
sé að ræða, hvort kvóti sé fluttur milli
tengdra útgerða eða hvort þetta séu
jafnvel heimildir sem ein útgerð fær
aðra til að veiða fyrir sig og landa
í fiskvinnslu fyrirtækisins sem átti
heimildirnar.
Stærstu útgerðirnar
umsvifamiklar
Sjómenn og útvegsmenn sem DV
hefur rætt við greinir á um hverj-
ir það eru sem helst leigja eða selja
kvóta. Útgerðarmenn og einstakl-
ingar segja mjög mismunandi hver
selur eða leigir frá sér. Þar sé oftast
um það að ræða að menn nái fram
sem mestri hagræðingu, til dæmis
að selja eða leigja frá sér kvóta í einni
tegund en leigja til sín eða kaupa
kvóta í annarri tegund. Frá hinni
hliðinni heyrist hins vegar að það
séu einkum stóru útgerðirnar sem
leigja frá sér kvóta og þá oft til minni
útgerða.
Ráða má af svari sjávarútvegs-
ráðherra við fyrirspurn Jóhanns Ár-
sælssonar þingmanns fyrir ári að
fulltrúar sjómanna hafi nokkuð til
síns máls. Þar kemur fram að þau
fimm fyrirtæki sem fluttu mestar
veiðiheimildir frá sér innan fisk-
veiðiárs voru Samherji, með tæp tíu
þúsund tonn þegar allar heimildir
höfðu verið reiknaðar yfir í þorskí-
gildisstuðla út frá verðmæti hverr-
ar tegundar fyrir sig. Vinnslustöð-
in í Vestmannaeyjum og Brim með
um það bil sex þúsund tonn, HB
Grandi með 4.150 tonn og Skinney-
Þinganes með 3.500 tonn. Þau fyrir-
tæki sem fluttu mest til sín voru hins
vegar Nesfiskur í Garði, með tæp
fimm þúsund tonn, Fiskvinnslan
Kambur á Flateyri með 3.500 tonn
og Sæból, Portland og Flesjar með
í kringum 2.000 tonn. Allt á þetta
við um tveggja fiskveiðiára tímabil,
2003/2004 og 2004/2005, og er rétt
að taka fram að þarna getur ver-
ið um flutninga milli tengdra fyrir-
tækja að ræða. Sú var til að mynda
raunin með Brim sem flutti frá sér
varanlegar aflaheimildir sem hljóð-
uðu upp á 1,7 prósent af leyfilegum
afla sjávarútvegsins í heild. Þær afla-
heimildir enduðu hjá KG fiskverkun
og Tjaldi sem voru í eigu þeirra sem
keyptu Brim á þessum tíma.
Gallinn við þetta svar er að upp-
lýsingarnar byggja á þorskígildis-
tonnum sem endurspegla oft ekki
raunverulegt verðmæti þeirra teg-
unda sem um ræðir.
Mikið í húfi
Ef við lítum á hvað má hafa upp úr
viðskiptum með kvóta er hægt að taka
ímyndaða útgerð með 2.000 tonna
þorskkvóta. Lögum samkvæmt get-
ur útgerðin leigt frá sér þúsund tonn
innan fiskveiðiársins, helming veiði-
heimilda sinna. Það myndi skila út-
gerðinni 170 milljónum króna mið-
að við þau verð sem kvóti hefur verið
leigður á að undanförnu.
Velji útgerðin hins vegar að selja
kvótann og losa sig við skipin eða gera
út utan lögsögu og kvótaskyldra teg-
unda myndi söluverðið skipta millj-
örðum. Miðað við núverandi mark-
aðsverð, um 2.400 krónur á kíló, gæti
salan skilað útgerðinni og eigend-
um hennar tæpum fimm milljörðum
króna. Þó gæti það haft áhrif á verðið
til lækkunar ef mikill varanlegur kvóti
kæmi til sölu á skömmum tíma. Sjó-
menn kvarta svo undan því að kvóta-
viðskiptin verði til að lækka launin
þeirra, ekki síst þegar ein útgerð sem-
ur við aðra um að veiða fyrir hana upp
í kvóta og landa svo hjá sér aflanum.
föstudagur 9. febrúar 200720 Fréttir DV
BrynjóLfur þór guðMundSSon
blaðamaður skrifar: brynjolfur@dv.is
Einn og hálfur
milljarður í
kvótalEigu
Veiðiheimildir skipta um hendur fyrir tugi milljóna dag hvern í kvótaleigu.
Leynd ríkir um hvernig staðið er að viðskiptunum og ekki gefið upp hverjir kaupa.
Hátt í sex þúsund tonna þorskkvóti hefur skipt um hendur frá áramótum.
„Það er alveg rétt að við vinnum
mjög mikið á kvótamarkaði. Við leigj-
um til okkar og við leigjum frá okkur,“
segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson,
framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum. „Það hef-
ur verið þannig nettó undanfarin ár
að við höfum verið að leigja frá okkur
heimildir,“ segir Sigurgeir og kveður
ástæðuna einfalda. Útgerðin vilji alltaf
eiga nægar heimildir fyrir öll sín skip
til að reksturinn sé sem hagkvæmast-
ur. Þess vegna kaupi fyrirtækið ekki
nýtt skip fyrr en það eigi nægar heim-
ildir til að nýta það, ella þyrfti útgerð-
in að leigja til sín kvóta eða draga úr
sókn skipa sinna en hvort tveggja geri
reksturinn óhagkvæmari. Þess í stað
er Vinnslustöðin iðulega með meiri
veiðiheimildir en skip hennar ráða við
og fær aðrar útgerðir til að veiða fyrir
sig upp í ákveðinn kvóta. Kvótinn er þá
fluttur á skipið sem fengið er til veið-
anna og öllu landað í Vinnslustöðina,
samt sem áður kemur þetta út í tölum
Fiskistofu þannig að Vinnslustöðin
hafi látið heimildirnar frá sér.
Annað sem skekkir myndina að
sögn Sigurgeirs er hvernig viðskipti
með skip eru skráð. „Við keyptum
uppsjávarskipið Gullberg með öllum
uppsjávarheimildum. Við skiptum og
létum frá okkur bolfisktegundir upp
á 1700 þorskígildi. Í þeim viðskiptum
koma þessi 1700 þorskígildi fram sem
leiga frá okkur.“ Heimildirnar sem eru
Útgerðin Kambur treystir að stórum hluta á leigukvóta:
300 milljónir í kvóta
Vinnslustöðin verslar mikið með kvóta:
Fáum aðra til að veiða fyrir okkur
Ýsa í soðið Nú leitast Kambsmenn
við að ná í ýsukvóta sem er
auðveldara að fá en þorskkvóta.