Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Page 22
Í stað hópslags milli tuga fram-
bjóðenda líkist kosningabaráttan í
Frakklandi frekar einvígi tveggja að-
sópsmikilla einstaklinga. Franskir
fjölmiðlar kalla þau gjarnan Sarkó
og Segó; Nicolas Sarkozy, núver-
andi innanríkisráðherra, og Ségol-
ène Royal, þingmaður og fyrrverandi
ráðherra. Í nýjustu skoðanakönnun-
inni fá þau samanlagt 58%, sem er
meira en nokkrir tveir frambjóðend-
ur hafa fengið samanlagt í fyrri um-
ferð kosninganna síðan árið 1974. Þó
lækkaði fylgi þeirra beggja frá því í
síðustu könnun, þar sem frambjóð-
endur eru enn að bætast í hópinn.
Fjölmiðlar skekkja
Yfirburðir þessara tveggja
frambjóðenda skýrast að
nokkru leyti af því að þau
eru fulltrúar tveggja
stærstu stjórnmála-
flokkanna og eru
bæði vel kunn fyr-
ir störf sín í stjórn-
málum. Yfirburðir
þeirra skýrast hins
vegar einnig af þeim
tíma sem fjölmiðlar
veita þeim. Hvort um
sig hefur fengið fjórum
sinnum lengri tíma í sjón-
varpi heldur en sá sem er í
þriðja sæti. Fjölmiðlaeftirlits-
stofnun Frakklands snupraði
fjölmiðlana í janúar og sagði
mismikla umfjöllun um
frambjóðendur geta skekkt
niðurstöður kosninga og haft
óeðlileg áhrif á lýðræðið.
Sarkozy með betri stöðu
Kosningabaráttan er rétt
að taka sig á flug núna en
reiðarslag þyrfti til að hagga
tveimur efstu, Sarkó og Segó.
Þau stóðu nokkurn veginn
jafnfætis í könnunum í nóvem-
ber og desember en síðan flokks-
föstudagur 9. febrúar 200722 Fréttir DV
Sarkó og Segó fá atkvæði fjölmiðla
Hátt í 50 manns hafa tilkynnt framboð í frönsku
forsetakosningunum. Fyrri umferð kosninganna
er í lok apríl en fjölmiðlar eru svo gott sem búnir
að ákveða hvaða tveir frambjóðendur komast
áfram í seinni umferðina. Atvinnuleysi, kaup-
máttur og fátækt eru þau þrjú málefni sem
brenna heitast á frönskum kjósendum sam-
kvæmt skoðanakönnun sem birt var fyrr í vik-
unni. Þar kemur líka fram að 84% kjósenda
finnst kosningabaráttan snúast of mikið um
persónur á kostnað málefnaumræðu.
valdamikið embætti
n Fyrri umferð forsetakosninganna
fer fram þann 22. apríl næstkom-
andi. Þar sem enginn hefur nokkru
sinni fengið hreinan meirihluta í
fyrri umferð má fastlega búast við
því að seinni umferðin verði haldin
þann 6. maí. Röð efstu manna hefur
oft breyst í seinni umferðinni þegar
stuðningsmenn hinna frambjóðend-
anna deilast niður á þá tvo sem eftir
eru. Þannig hafa Giscard d‘Estaing,
Mitterrand og Chirac allir orðið for-
setar þótt þeir hafi ekki verið efstir
eftir fyrri umferð kosninganna.
n Forsetinn er kjörinn til fimm ára
í senn eftir að stjórnarskránni var
breytt á fyrra kjörtímabili Chiracs,
árið 2000. Fyrir það voru forset-
ar kjörnir til sjö ára. Flestir fram-
bjóðendur til frönsku forsetakosn-
inganna bjóða sig fram í nafni
stjórnmálaflokka eða -samtaka.
Vinstrisinnaðir frambjóðendur eru
fleiri en fulltrúar hægri vængs-
ins sem hefur talsverð áhrif í fyrri
umferð kosninganna. Dreift fylgi
vinstrimanna kom meðal annars
í veg fyrir að Jospin næði í aðra
umferð í síðustu kosningum, árið
2002.
n Forseti Frakklands hefur mikil
pólitísk völd innanlands, sem eru
litlu minni en alríkisvöld forseta
Bandaríkjanna. Hann
er æðsti yfirmaður
hersins og getur tek-
ið sér sérstök völd sé
öryggi eða sjálfstæði
þjóðarinnar ógnað.
Hann veitir umboð til
stjórnarmyndunar og
skipar ríkisstjórn. Hann situr í forsæti
ráðherraráðsins, sem samþykkir alla
æðstu embættismenn. Hann þarf
að skrifa undir öll lög en getur vísað
þeim aftur til þingsins eða í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Að höfðu samráði
við ríkisstjórn getur hann rofið þing.
Einnig hefur hann heimild til að náða
sakamenn. Forseti Frakklands hefur
einnig töluverð völd á alþjóðavísu í
samræmi við áhrif landsins. Nægir
þar að nefna neitunarvald Frakka í
öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og
áhrif þeirra innan Evrópusambands-
ins. Þá halda Frakkar tengslum við
stjórnir flestra fyrrum nýlenda
sinna, í Asíu, Afríku, Eyjaálfu
og Norður- og
Suður-Am-
eríku.
Skeleggur brautryðjandi
ségolène royal er 53 ára lögfræðingur og hefur ýmist setið á þingi eða gegnt ráðherraembætti
fyrir sósíalistaflokkinn frá því árið 1988. sambýlismaður hennar françois Hollande situr einnig á
þingi fyrir flokkinn og hefur verið formaður hans frá árinu 1997. Hún var umhverfisráðherra
árin 1992–1993 og aðstoðarráðherra í ríkisstjórn Jospins árin 1997–2002, lengst af í grunn-
skólamálum en síðar í fjölskyldu- og barnamálum. engu að síður hefur hún
verið gagnrýnd fyrir óskýra stefnu og reynsluleysi í stjórnmálum. flokks-
systkin hennar í sósíalistaflokknum hnýta í hana fyrir að hallast um of
til hægri en þó nær hún ekki að höfða nægilega vel til þeirra sem styðja
hægriflokkana. Hún hefur hins vegar gert sér far um að taka einarða
afstöðu í hörðum málefnum, til að gæta þess að rótgrónar kynjaímyndir
verði henni ekki fjötur um fót.
framboð hennar hefur vakið gríðarlega athygli, líka utan frakklands, enda
er hún fyrsta konan sem hefur boðið sig fram til forseta fyrir einn stærstu
stjórnmálaflokkanna og átt raunhæfan möguleika á því að verða kosin í
embættið. Hvort sem hún nær kjöri eða ekki er ségolène royal þegar búin
að brjóta blað í kvenréttindasögu frakklands.
HERDÍS SIGURGRÍMSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: herdis@dv.is
þing ríkisstjórnarflokksins UMP
samþykkti Sarkozy sem frambjóð-
anda flokksins hefur hann staðið
með pálmann í höndunum í öllum
könnunum. Hann virðist munu hafa
meirihluta bæði í fyrri og seinni um-
ferð, þar sem fylgi tveggja næstvin-
sælustu frambjóðendanna, Bayrous
og Le Pens, sækir heldur til hans
heldur en sósíalistans Royal. Fylgi í
könnunum gæti hins vegar enn átt
eftir að sveiflast til þar sem Sarkozy
nýtur enn meðbyrs síðan á flokks-
þinginu fyrir fjórum vikum. Slíkt var
uppi á teningnum hjá Royal. Hún var
valin frambjóðandi Sósíalistaflokks-
ins með yfirgnæfandi meirihluta í
nóvember síðastliðnum og fékk mik-
ið fylgi í könnunum í lok síðasta árs
en það dalaði aftur í kringum flokks-
Ségolène Royal fyrsta konan sem á
raunhæfan möguleika á því að verða
forseti frakklands. Hún er skelegg og
boðar breytingar fyrir þá sem eru
óánægðir með ríkisstjórnina en hefur
verið gagnrýnd fyrir óskýra stefnu.
Frambjóðendur Fylgi í síðustu könnun Fjölmiðlaathygli
í klukkustundum
Nicolas sarkozy 32% 12:53’28
ségolène royal 26% 11:55’51
françois bayrou 13% 3:00’36
Jean-Marie Le Pen 12,50% 1:56’19
José bové 4% *
arlette Laguiller 3% 0:48’58
Olivier besancenot 2,50% 1:01’56
Marie-george buffet 2,50% 1:16’14
Philippe de Villiers 2% 0:49’50
dominique Voynet 1,50% 1:21’03
*ekki Með í síðustu úttekt
Tengsl milli fylgis og fjölmiðlaaThygli
Sarkozy og Royal fengu samanlagt 58% fylgi í síðustu
könnun. Hvort um sig fær um fjórum sinnum meiri fjölmiðla-
athygli en næsti maður. Mælingin stóð frá 1. desember til
19. janúar og nær yfir samanlagðan útsendingartíma fimm
sjónvarpsstöðva. Sarkozy hefur að jafnaði komið fram í 15
mínútur í sjónvarpi á degi hverjum frá byrjun desember.