Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 23
Sarkó og Segó fá atkvæði fjölmiðla fjölbreytt flóra frambjóðenda n François Bayrou, sem hefur þriðja mesta fylgið í skoðanakönn- uninni er þingmaður og formaður hægriflokksins UDF, sem er þó talsvert minni en UMP, flokkur Sarkozys. Hann er æ meira á öndverðum meiði við ríkisstjórnina og greiddi í maí atkvæði með vantrauststillögu á hana. n Jean-Marie Le Pen er formaður öfgahægriflokksins Front National. Hann hefur setið í fangelsi og reglulega borgað háar sektir fyrir ofbeldi, ærumeiðingar og kynþáttahatur síðan hann fékk sinn fyrsta dóm árið 1960. Hann er 79 ára að aldri og hefur boðið sig fram í forsetakosningum frá árinu 1974, að kosning- unum árið 1981 undanskildum. Hann náði í gegn í aðra umferð í síðustu kosningum árið 1995, sem vakti upp reiðiöldu gegn kynþáttahatri, þannig að hann stórtapaði í seinni umferð. Þrátt fyrir þetta gæti hann fengið 12,5% atkvæða í fyrri umferð ef kosið væri núna. n José Bové á einnig skrautlegan feril að baki í mótmælaaðgerð- um gegn erfðabreyttum matvælum og alþjóðlegum skyndibita- keðjum. Hann hefur margsinnis verið dæmdur í fangavist og til að greiða fjársektir fyrir eignaspjöll, ofbeldi og gripdeildir í mót- mælaaðgerðum. n Arlette Laguiller er verkalýðsleiðtogi og fyrsta konan sem bauð sig fram í frönsku forsetakosningunum, það var árið 1974. Fimm kosningaslögum síðar hefur hún lýst yfir að þessi verði hennar síðasti. n Yngsti frambjóðandinn meðal þeirra tíu efstu er Olivier Besanc- enot, 32 ára bréfberi og kommúnisti, sem einnig bauð sig fram í kosningunum fyrir fimm árum, þá 27 ára að aldri. Hann hlaut þá óvænt 1,3 milljónir atkvæða, eða 4,2 prósent. beittur orðhákur Nicolas Sarkozy er 53 ára lögfræðingur. Faðir hans var af ungverskum tignarættum en Sarkozy er fæddur og uppalinn í Frakklandi. Þetta þykir athyglisvert í ljósi þess að hann er frægur að end- emum fyrir harðorðar og jafnvel niðrandi yfirlýsingar um agavandamál í fátækum hverfum þar sem innflytjendur eru í meirihluta. Hann hefur setið á þingi eða gegnt ráðherraembætti frá árinu 1988. Hann er sitjandi innanríkisráðherra og hefur setið í ríkisstjórn frá 2002. Hann sat einn- ig í ríkisstjórn árin 1993–1995. Hann þykir hafa staðið keikur og varist vel í erfiðum málum sem hafa skaðað vinsældir bæði forsætisráðherrans Dominiques de Villepin og forsetans Jaques Chirac. Þar á meðal má nefna vinnulöggjöf sem var harðlega mótmælt síðasta vor og olli uppþotum í Sorbonne-háskóla og víðar. Þrátt fyrir að hann sé umdeildur er hann almennt álitinn drífandi og kjarkmikill. x þing UMP. Einnig geta frambjóðend- ur enn bæst í hópinn þó að líklega séu allir atkvæðamestu frambjóð- endurnir þegar komnir fram. Atvinnuleysið brennur á kjósendum Atvinnuleysi er frönskum kjós- endum efst í huga og slær þar við áhyggjum af verðbólgu og ójöfnuði í þjóðfélaginu, sem koma næst upp í nýrri skoðanakönnun. Frönsk ung- menni eiga mjög erfitt með að kom- ast út á atvinnumarkaðinn, jafnvel eftir áralangt háskólanám. Tæpur fjórðungur ungmenna á aldrinum 15–24 ára er atvinnulaus, sem er með því hæsta sem gerist í Evrópu- sambandinu. Ástandið er enn verra í úthverfum Parísar. Þar er mjög hátt hlutfall innflytjenda, sem búa í gríðarstórum félagslegum blokk- um, finna ekki atvinnu og finnst þeir utanveltu í frönsku þjóðfélagi. Þar logaði allt í ofbeldi haustið 2005 og var Sarkozy, sem innanríkisráð- herra, harðlega gagnrýndur fyrir að hafa brugðist skyldum sínum. Aft- ur beindust spjótin að honum í október síð- astliðnum, þegar bílar og strætisvagnar stóðu í ljósum logum á ný, af því úrbætur í úthverfun- um, sem lof- að hafði ver- ið árinu áður, voru lítt sjá- anlegar. Þrátt fyrir þetta og óvægin orð Sarkozys í garð úthverfabúa og innflytjenda segja þeir hann hafa bestan skilning á þeim vandamál- um þeirra, enda var hann í 19 ár bæjarstjóri í Neuilly-sur-Seine, sem er eitt af fátækari sveitarfélögunum á stór-Parísarsvæðinu. Tryggi öryggið Kjósendur á hægri væng stjórn- málanna nefna eigið öryggi, sem annað mikilvægasta kosningamálið. Ofbeldi og skemmdarverk eru tíð í fátækum úthverfum en þau eru alls ekki bundin við þau. Ségolène Roy- al kom flokkssystkinum sínum mjög á óvart í haust þegar hún lýsti harðri afstöðu sinni gegn agavandamál- um og ofbeldi. Hún leggur til að fé- lagslegar bætur til fjölskyldna vandræðaunglinga verði skilyrtar strax við fyrsta brot og haft verði sérstakt eft- irlit með þeim. Það hvetji fjölskyldurn- ar til að hafa meira eftirlit með börn- um og ungling- um. Sarkozy vill að unglingar á aldrin- um 16-18 ára verði sjálfkrafa sakhæfir við ítrekuð afbrot og verði þá dæmdir eins og fulltíða sakamenn. Þá vill hann auka úrræði fyrir afbrotamenn sem eiga við geðræn vandamál að stríða. Umhverfissáttmáli Hulots Hart var lagt að fjölmiðlamann- inum og náttúruverndarsinnanum Nicolas Hulot að bjóða sig fram til forseta. Hann tilkynnti í janúar að hann hygðist ekki bjóða sig fram og lýsti ekki stuðningi við neinn fram- bjóðanda þó að margir hafi leitað eftir því. Hann hefur skorað á alla forsetaframbjóðendur að skrifa und- ir umhverfissáttmála sinn, sem setur markmið og leiðir til að lifa í sátt við umhverfið. Frá því í nóvember hafa fimm af tíu efstu frambjóðendun- um skrifað undir sáttmálann, þar af þrír efstu í skoðanakönnunum. Með því heita þeir að leggja sig fram um að standa við markmið sáttmálans á kjörtímabilinu nái þeir kjöri. Roy- al tekur umhverfismálin mjög alvar- lega, enda var hún eitt sinn umhverf- isráðherra. Vægi umhverfismála fer síst minnkandi í stjórnmálaum- ræðu og eiga þau vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á nið- urstöðurnar í Frakk- landi, bæði úr for- setakosningum og þingkosningum, sem haldnar verða í júní. Nicolas Sarkozy Ákveðinn en umdeildur. Sarkozy hefur verið óhræddur við að taka harða afstöðu gegn agaleysi og talar tæpitungu- laust. Hann líður bæði fyrir og græðir á því að vera formaður ríkisstjórnar- flokksins UMP, sem einnig er flokkur Chiracs forseta. DV Fréttir FöStUDagUr 9. Febrúar 2007 23

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.