Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 26
K ona sem fær þá hugmynd að byggja rúmlega fimm hundruð fermetra hús svo þeir sem glíma við alvarleg veikindi geti eignast friðarreit fjarri áhyggjum hversdagsins er sannkölluð krafta- verkakona. En orðið kraftaverkakona er ekki nægilega sterkt til að lýsa Kol- brúnu Karlsdóttur. Þegar hugmynd að byggingu húss fyrir langveika fæddist, áttu líknar- og vinasamtökin Bergmál, sem hún veitir forstöðu, næstum enga peninga. Nú eiga þau margfalda þá upphæð, enda segist Kolbrún vera atvinnubetlari og það eina sem hana vantar í raun til að sjá drauminn verða að veruleika er nokkur stykki af karlmönnum. Nánar tiltekið iðnaðarmönnum. „Já, það má segja að mig bráðvanti karlmenn – nánar tiltekið iðnaðarmenn!“ segir hún brosandi þar sem hún hefur komið sér vel fyrir á Mímisbar í hádeginu á fallegum vetrardegi. Þetta er falleg kona og frá henni stafar mikilli orku og hlýju. Með vatnsglas í hendi „ég drekk ekki kaffi“ segir hún mér ótrúlegu söguna af samtökunum sem hafa breytt lífi margra langveikra. Kórinn sem varð að líknarfélagi „Bergmál var upphaflega kór, sem var stofnaður árið 1992 þegar söngstjóri nemenda við Hlíðardals- skóla þar sem ég var við nám árið 1959, Jón Hjörleifur Jónsson, slas- aðist alvarlega og var vart hugað líf. Ég heyrði fregnir af slysinu þar sem ég sat í strætisvagni, tók skiptimiða og sneri heim. Þar gróf ég upp nöfn nemendanna sem höfðu verið sam- tímis mér hjá þessum yndislega manni, hringdi í þá og boðaði á fund heima hjá mér næsta kvöld. Við sát- um 43 í stofunni minni og þegar Jón Hjörleifur hafði náð heilsu aftur gáf- um við honum gamla kórinn hans í endurhæfingargjöf. Ári síðar héld- um við Jóni Hjörleifi stóra veislu, sem við kölluðum Upprisuhátíðina og í þá veislu mættu 244 manns. Þá bakaði ég stærstu köku sem ég hef bakað á ævinni; tók hurð af hjörum heima hjá mér og bakaði tertu ofan á hana. Prímusmótor kórsins Berg- máls var Ólafur Ólafsson, sem hafði búið lengi í Kaupmannahöfn. Hann hafði fallegustu bassarödd sem Guð hefur gefið nokkrum manni og hafði sungið með Óperukórnum í Kaup- mannahöfn.“ Það varð mikil sorg í hópnum þeg- ar Ólafur greindist með krabbamein. Hann átti þann draum að komast á heilsuhæli í Danmörku, en slík dvöl var kostnaðarsöm. Þá upplifði Kol- brún kraftaverk; það fyrsta af mörg- um. „Við í Bergmáli settum upp veit- ingasölu á sjómannadaginn og söfn- uðum fyrir dvölinni. Ólafur minntist með miklum kærleika þessarar dval- ar í Danmörku og sagði: „Þess vildi ég óska, Kolbrún mín, að það væri til staður á Íslandi eins og þessi fyr- ir menn eins og mig og Jón,“ en Jón var herbergisfélagi hans á heilsuhæl- inu. Ólafur sagði að þegar staðan væri orðin sú að liði nær skapadægri væri svo mikilvægt að eiga stað, sem hægt væri að hlakka til að heimsækja, þó ekki væri nema eina helgi; stað, það- an sem hægt væri að taka með sér góðar minningar. Þegar Ólafur lést, 55 ára gamall, sat þessi setning í mér og eitt kvöldið þegar ég fór að hitta Karl Vigni, einn stofnenda Bergmálskórs- ins, var ég ákveðin í að segja honum af þessari hugmynd minni. En áður en ég sagði orð sagði Karl Vignir mér að honum fyndist að við ættum að gera eitthvað fyrir krabbameinssjúklinga í minningu Óla. Þegar hugsun eins og föstudagur 9. febrúar 200726 Helgarblað DV Kollu vantar karlmenn Kolbrún Karlsdóttir er kona sem hefur gefið 1.200 manns að borða. Kolbrún Karls- dóttir er kona sem fékk hugmynd að húsi þar sem langveikir geta fengið tilbreyt- ingu í líf sitt. Kolbrún Karlsdóttir er hug- sjónakona sem trúir á kraftaverk og hefur margoft upplifað þau.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.