Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 29
föstudagur 9. febrúar 2007 29DV Sport Carlos Queiroz, aðstoðarmað- ur Sir Alex Ferguson hjá Manchest- er United, hefur látið hafa eftir sér að félagið muni gera allt til að halda Cristiano Ronaldo hjá Manchester United og hann líkir Cristiano Ron- aldo við engan annan en Michael Jordan. „Ég hef séð marga leikmenn á mínum ferli og ég trúi því að á næsta áratug muni Cristiano Ronaldo hafa sömu þýðingu fyrir fótboltann í Evr- ópu og Michael Jordan hafði fyr- ir NBA-deildina. Strákurinn býr yfir ótrúlegum hæfileikum og ég hef aldrei séð annað eins. Hann hefur frábæra tækni, er sterkur, er í góðu hlaupaformi og hefur mikla sköpunargleði. Auk þess er hann með frábært hugarfar á æf- ingum. Ronaldo mun vera stjarna næstu tíu árin,“ sagði Queiroz í sam- tali við portúgalska blaðið A Bola. Ronaldo hefur farið á kostum á þessari leiktíð og vakið áhuga hjá spænsku risunum Barcelona og Real Madrid. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um að hann muni fara til Spánar næsta sumar en Queiroz segir að Manchester United sé með áform um að bjóða honum nýjan samning, en núverandi samningur Ronaldos við félagið gildir til ársins 2010. „Manchester United er með klára stefnu í leikmannamálum og leik- maður þarf ekki endilega að vera á síðasta ári sínu á samning til að fá boð um nýjan. Það eru okkar áform með Cristiano Ronaldo.“ Ronaldo var fyrirliði Portúgals í æfingaleik gegn Brasilíu á þriðjudag- inn og samkvæmt ummælum hans eftir þann leik virðist framtíð hans á Old Trafford vera óráðin. „Á þessari stundu er ég eingöngu að hugsa um að æfa vel á hverjum degi. Ég veit ekki hvað ég mun gera eða hvar ég mun spila á næstu sex mánuðum. Það eina sem ég veit er að ég vil halda áfram að spila vel og bæta mig á hverjum degi,“ sagði Ron- aldo á blaðamannafundi eftir leik Portúgals og Brasilíu. dagur@dv.is Aðstoðarþjálfari United sparar ekki stóru orðin þegar kemur að Cristiano Ronaldo Líkir ronaLdo við MichaeL Jordan Cristiano Ronaldo Hefur farið á kostum með Manchester united í vetur og var fyrirliði portúgalska landsliðsins gegn brasilíu á þriðjudaginn. George Gillett yngri var orðinn vel stæður árið 1984 og átti 22 dagblöð og átta sjónvarpsstöðvar. 1985 keypti hann Vail Associates og Bever Creek og gerði brekkur þeirra að vinsæl- ustu skíðasvæðum Bandaríkjanna. 1999 var Gillett yngri kosinn einn af 100 áhrifamestu mönnum allra tíma í skíðaheiminum af Ski-tímaritinu og árið 2005 var hann tekinn inn í skíða- og brettafrægðarhöllina í Colorado. Bæði David Moores stjórnarformað- ur, sem verður heiðursforseti félags- ins til lífstíðar, og Rick Parry, sem mun halda áfram að starfa fyrir fé- lagið, segja þetta tilboð það rétta fyr- ir framtíð félagsins. Vonar að Liverpool verði aftur stórveldi Magnús Ólafsson er einn harðasti stuðningsmaður Liverpool og hon- um líst vel á hina nýju eigendur. „Ég hef beðið eftir því að einhver komi með fjármagn inn í félagið, því að við vorum ekki samkeppnisfærir eins og staðan var og ég horfi björt- um augum á þetta. Liverpool vantar fleiri góða leikmenn, þar eru alltof margir miðlungsleikmenn sem eru ekki færir um að halda merki félags- ins á lofti. Liverpool hefur lengi verið í eigu sömu fjölskyldunnar og Bretarnir halda töluvert í gamlar hefðir, en nú er komnir nýir eigendur og ég vona að Liverpool verði aftur þetta stór- veldi sem það var. Þetta er stórklúbb- ur og hefur unnið allt sem hægt er að vinna og á svo sannarlega skilið að vera við toppinn. Því miður ganga íþróttir út á pen- inga, en það er ekki allt að geta keypt allt sem til er. Það verður að kaupa rétt og stilla upp rétta taflinu. Reading til dæmis er í sjötta sæti þrátt fyrir að vera með lítil fjárráð.” Tvö önnur félög eru í eigu Banda- ríkjamanna sem hafa nú ekki ver- ið þekktir fyrir fótboltaáhuga sinn. Manchester United og Aston Villa. „Auðvitað er sárt að sjá á eftir þessum liðum í hendur útlendinga, ég hefði bara viljað hafa þetta áfram enskt eins og þetta hefur alltaf ver- ið en tímarnir breytast og mennirn- ir með og maður verður bara að taka þátt í því, “ segir Magnús. Hef oft bölvað Benitez Liverpool hefur alltaf haldið í gömul gildi og gamlar hefðir. En árið 1979 braut Liverpool blað í sögu Eng- lands. Japanska rafeindafyrirtækið Hitachi samdi við Liverpool og aug- lýsti framan á búningum félagsins. Reyndar mátti liðið ekki spila með auglýsinguna í þeim leikjum sem sýndir voru í sjónvarpi! Með sölunni má segja að Liverpool sé komið í það nútímaumhverfi sem samkeppnisfé- lögin, Chelsea, Manchester United og Arsenal séu nú þegar í. „Þessi gamla hefð er liðin, þetta er orðinn svo breyttur heimur,” segir Magnús. „Við verðum bara að horfast í augu við það að peningarnir ráða, nú er bara spurning um hver á mestu peningana og hver getur keypt bestu leikmennina. Svo þarf réttan fram- kvæmdastjóra til að stilla upp liði. Ég er ekki alveg búinn að taka Rafa Ben- itez í sátt, eins og til dæmis á móti Ev- erton, það var ekkert nýtt að gerast. Vantar einhverjar hugmyndir inn á völlinn. Ég hef oft bölvað honum bölvuðum kallinum,“ segir Magnús og hlær. Magnús flaggar Liverpool-fánan- um í hvert sinn sem liðið leikur og viðurkennir að ef hann hefði núm- erið hjá Benitez, þjálfara Liverpool, þá væri hann í stöðugu sambandi við hann. En hann segir að röddin frá litla Íslandi sé mjóróma. „Benitez hefur kvartað undan því að geta ekki keypt leikmenn, en ég vil hafa leikmenn sem þekkja enska boltann. Ég er ekki hrifinn af þessum leikmönnum sem koma að sunnan. Enski boltinn er svo sérstakur. Ger- ard Houlier keypti til dæmis helvít- is þvælu bara, ég var ekki hrifinn af því hvernig hann stjórnaði þessu. En það er vonandi að Liverpool fari núna á skrið, allavega eru mögu- leikarnir fyrir hendi. Vonandi verð- ur þetta félaginu til góða því það á það svo sannarlega skilið,“ segir hinn geðþekki stuðningsmaður Liverpool Magnús Ólafsson. benni@dv.is Manchester United, Chelsea, Aston Villa, Fulham, Portsmouth, West Ham og nú Liverpool. Öll þessi lið eru nú í eigu erlendra fjárfesta. Þeir Tom Hicks og George Gillett yngri gengu frá kaup- unum á þriðjudag en heildarverðmæti samningsins er 219 millj- ónir punda. Tom Hicks á fyrir Texas Rangers í NHL-deildinni og er dyggur stuðningsmaður George Bush forseta. Hicks keypti meðal annars réttinn að Dr. Pepper og 7up drykkjunum á 100 milljónir dala árið 1985 en seldi tíu árum síðar á tvo og hálfan milljarð dala. Hann tapaði hins vegar 1,2 milljörðum dala á inter- netbólunni árið 1999. Liverpool var í vikunni selt til bandarískra auðkýf- inga, Toms Hicks og George Gillett yngri. Ekki eru allir Englendingar sátt- ir en Liverpool er sjöunda liðið sem erlendir fjárfest- ar eignast í landinu. Bandarísk innrás á anfieLd road Nýju eigendurnir tom Hicks og george gillett yngri stilla sér hér upp á anfield road, en þeir hyggjast leggja 215 milljónir punda í byggingu á nýjum velli. Komið í hendur nýrra eigenda eitt frægasta fótboltamerki sögunnar hefur nú verið selt til bandaríkjanna. Heildarverðmæti yfirtökunnar er 470 milljónir punda eða um 63 milljarðar króna. íþróttaMoLar Messi sToRKaR BaRCa Lionel Messi vill fá leyfi frá barcelona til að taka þátt í HM undir 20 ára. Mótið fer fram í júní og júlí og ef argentínumenn komast alla leið gæti Messi spilað sjö leiki. fjórum dögum síðar byrjar Copa america og er líklegt að Messi verði valinn í a-landsliðið. Messi hefur misst af 14 síðustu leikjum barce- lona og eru ekki miklar líkur á að hann fái leyfi til að taka þátt í þremur sumar- keppnum á tveimur árum. GaRi URaNGa úT TíMaBiLið gari uranga, 26 ára leik- maður real sociedad, mun væntanlega verða frá út tímabilið eftir að hafa meiðst á hné. ur- anga var borinn af velli gegn sevilla um síðustu helgi og eftir röntgenmyndatöku kom í ljós að hnéð á uranga er rjúkandi rúst. Hann mun fara í aðgerð sem fyrst og verður eins og fyrr segir líklega frá í allt að níu mánuði. PiRes fúLL úT í WeNGeR robert Pires sagði í viðtali við L’equipe að þegar arsene Wenger ákvað að skipta honum út af í úrslitaleiknum í Meistaradeildinni hefði það verið versta stund ferilsins. „Ég hélt að þetta væri eitthvert grín þegar ég sá fjórða dómarann setja númer 7 á spjaldið. Ég hefði tekið einhvern annan út af. Þetta var verra en deilur mínar við landsliðþjálfara frakka og verra en þegar ég meiddist 2002 og 2006. WiLKiNsoN fyRiRMyNd oWeNs Jonny Wilkinson, rúgbíhetja englendinga, er orðinn ein helsta fyrirmynd Michaels Owen. Wilkinson var frá vegna meiðsla í þrjú ár en um síðustu helgi lék hann stórt hlutverk með rúgbíliði englendinga sem lagði skota. Owen hefur ekkert leikið með Newcastle á þessu tímabili, eftir að hafa meiðst með enska landsliðinu á móti svíum á HM í sumar. Hann segir að það hafi verið frábært að sjá Wilkinson spila því það hafi veitt sér innblástur í langri leið að bata. 93 MiLLjóNiR HoRfðU á sUPeR BoWL Leikur Indianapolis Colts og Chicago bears í super bowl um síðustu helgi er þriðji stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar í bandaríkjunum. 93,2 milljónir manna horfðu á leikinn en aðeins lokaþátturinn af M*a*s*H og super bowl árið 1996 eru áhorfshærri. auglýsingar skipa stóran sess í super bowl og vestanhafs eru flestir sammála um að bud Light- auglýsingin hafi verið sú besta í hálfleik, en 30 sekúndna auglýsing kostaði 2,6 milljónir dollara. faVRe HeLdUR áfRaM brett favre, sem sló í gegn í myndinni there’s something about Mary sem skartaði ben stiller og Cameron diaz í aðalhlutverkum, ætlar að halda áfram að spila amerískan fótbolta. búist var við að favre, sem þrisvar hefur verið valinn besti leikmaður NfL- deildarinnar, myndi tilkynna að hann ætlaði hætta í boltanum eftir glæsilegan feril. en eftir að hafa leitt green bay Packers til fjögurra sigurleikja í röð undir lok tímabilsins fann favre hungrið á ný og ætlar að taka eitt tímabil í viðbót. sTjöRNUdóMaRaR Michael Jordan og dom- inique Wilkins, tveir af frægustu troðslumeist- urum Nba-deildarinnar, munu dæma troðslu- keppnina í stjörnuleikn- um sem fram fer 17. febrúar. aðrir sem verða í dómnefndinni eru þeir Julius erving, Kobe bryant og Vince Carter sem allir hafa unnið troðslukeppnina. Þátttakend- ur í keppninni eru þeir dwight Howard hjá Orlando, gerald green hjá boston, tyrus thomas frá Chicago bulls auk meistarans Nates robinson sem er hjá New York Knicks. flaggar þegar Liverpool spilar Magnús Ólafsson er einn harðasti stuðningsmaður Liverpool hér á landi og þótt víðar væri leitað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.