Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Síða 41
föstudagur 9. febrúar 2007 41DV Skák
Kanarí Þúsundir Íslendinga flykkjast til Kanaríeyja í skammdeginu.
Íslendingar flykkjast til útlanda í vet-
ur, því samkvæmt upplýsingum frá
ferðaskrifstofu Íslands - úrval útsýn
og Heimsferðum fara fleiri Íslending-
ar til Kanaríeyja nú en nokkru sinni
fyrr. úrval útsýn flýgur með um það
bil sex hundruð manns á viku til
áfangastaða sinna á Kanarí og áætlar
Þorsteinn guðjónsson markaðsstjóri
að tæplega tíu þúsund manns muni í
heildina ferðast með skrifstofunni
frá miðjum desember og fram í miðj-
an mars. Hann segir að í ár séu flestar
ferðir til Kanarí uppseldar langt fram
í tímann og þar skipti mestu máli að
nú séu fjölskyldur farnar að stíla inn
á vetrarfrí í skólum til þess að geta
tekið börnin með í sólina.
Heimsferðir fljúga með um það bil
þrjú hundruð manns á viku til
fuertaventura sem tilheyrir Kanarí-
eyjum og áætlar fyrirtækið að fljúga
um sjö þúsund farþegum á tímabil-
inu. Þessar tölur samsvara því að allir
íbúar akureyrar og egilsstaða ferðist
til Kanarí í vetur. Þá hafa vinsældir
Kúbu aukist mikið síðustu ár og á
vegum Heimsferða hafa þegar verið
bókaðar rúmlega tvö þúsund pakka-
ferðir þangað í vetur.
Úrval Útsýn og Heimsferðir hafa aldrei bókað fleiri pakkaferðir til Kanaríeyja en í vetur.
Sautján þúSund mannS til Kanarí í vetur
DV fól Ragnari Sverrissyni hið
skemmtilega verkefni að segja frá
ferðalagi um uppáhaldsnáttúru-
perlu sína, einu skilyrðin voru að
svæðið væri í innan við tveggja
tíma akstursfjarlægð frá heima-
byggð hans. Ragnar, sem er búsett-
ur á Akureyri, leitaði ekki langt yfir
skammt, heldur ók í fimm mín-
útur út fyrir bæjarmörkin og út
að öskuhaugum Akureyrarbæjar.
Ragnar er þaulvanur fjallamað-
ur og segist sjálfur varla reima á sig
fjallgönguskóna fyrir minna en 6
klukkutíma göngu í hörkufrosti og
skafrenningi. „Það er allt í lagi að
vera dálítið góður með sig stund-
um,“ segir hann glettinn.
Stórkostleg upplifun
„Þann 9. maí árið 2004 fór ég
ásamt félögum mínum í ferð upp í
Glerárdal, sem er steinsnar frá bæn-
um. Þar er þvílík náttúrufegurð og
algjörlega magnað að ganga upp
á tindana í dalnum og njóta þess
sem fyrir ber. Sjálfur er ég meira
fyrir gönguferðir
þegar fjöllin eru
í vetrarbúningi,
en auðvitað er
upplifunin stór-
kostleg á hvaða
árstíma sem er.“
Þegar gengið er um Glerárdal
blasa við á sjóndeildarhringnum
tignarleg fjöll á borð við Súlur, Kerl-
ingu, Hlíðarfjall, Blátind og Trölla-
fjall, svo aðeins nokkur kennileiti
séu nefnd. „Þegar við lögðum af
stað lá þokan yfir dalnum og mað-
ur sá varla handa sinna skil. Ég hef
hins vegar verið mikið í fjallinu á
skíðum og því vissi ég að þokan ligg-
ur oft yfir á þessum stað, við létum
það ekki á okkur fá og þegar við vor-
um komnir yfir þokuna var algjör
heiðríkja og frábært veður. Útsýn-
ið á toppnum er frábært, þarna sér
maður niður í allan Eyjafjörðinn og
auðvitað Glerárdal.“
Náttúrufegurð við
bæjarmörkin
Á meðan vorið var farið að láta
gera vart við sig á undirlendinu ríkti
veturinn áfram á hálendinu, enda
ná margir tindar í Glerárdal upp í
meira en 1.000 metra hæð yfir sjáv-
armáli. „Ég mæli alveg eindreg-
ið með því að fara í gönguferðir á
þessum árstíma, sólarlagið í apríl
og maí er nefnilega einstaklega fal-
legt. Þessi gönguferð tók um það bil
10 klukkutíma og það fer enginn í
svoleiðis ferð nema að vera í þokka-
legu líkamlegu formi og eiga búnað
á borð við mannbrodda og ísaxir,“
segir Ragnar, sem sjálfur hefur far-
ið hina svokölluðu 24/24 leið, sem
gengur út á það að klífa 24 tinda í
Glerárdal á einum sólarhring. Þá er
gengið í heilan sólarhring án þess
að sofa eða hvíla sig að ráði.
„Snilldin við Glerárdal er að ef
maður er búsettur á Akureyri, þá
þarf maður ekki að keyra í nema
um það bil fimm mínútur til þess
að komast í þetta glæsilega landslag
sem þar er að finna. Þegar maður
hefur aðgang að svona náttúruperl-
um verður maður rígmontinn af því
að vera Íslendingur.“
valgeir@dv.is
Næstu vikur mun DV fá nokkra vel valda Íslendinga til þess að segja frá ferðum sínum
um náttúruperlur nálægt heimabyggð sinni. Fyrstur til þess er fjallamaðurinn Ragnar
Sverrisson sem gengið hefur á flesta tinda Norðurlands. Ragnar gekk í blíðskaparveðri
hring í Glerárdal, sem er í aðeins fimm mínútna akstursfjarlægð frá Akureyri.
Vetrarríki
í Glerárdal
Til London um helgina
IcelaNdaIR býðuR upp á
ódýRaSta flugmIðaNN tIl
loNdoN um helgINa
Þeir sem ætla að bregða sér til
London um helgina, með mjög
stuttum fyrirvara, hafa úr nokkrum
flugfélögum að velja. Iceland
express, Icelandair og british
airways eru öll með beint áætlunar-
flug til London. Óformleg verð-
könnun leiddi í ljós að með
flugvallarsköttum býður Icleandair
upp á ódýrasta flugmiðann til
London, eða á rétt rúmlega 40.000
krónur. Hjá Iceland express kostar
flugið 43.000 krónur, en british
airways rekur lestina með flugmið-
ann á 49.285 krónur.
Skíðaferð í Borgarfjörð
feRð um uppSveItIR
boRgaRfjaRðaR
ferðafélagið útivist verður í dag
með skipulagða göngu- og
skíðaferð í nágrenni Langjökuls og
Húsafells í borgarfirði. Lagt verður
af stað frá reykjavík í kvöld klukkan
19 og ekið á eigin bílum í fljóts-
tungu, þar sem gist verður um
nóttina. Nánari ferðatilhögun mun
fara eftir aðstæðum og snjóalögum.
Kostnaður við ferðina er 8.400
krónur og á vefsíðu útivistar er
hægt að skrá sig í ferðina.
Ævintýri ársins 2007
feRðafélag ÍSlaNdS gefuR
út feRðaáætluN áRSINS
ferðafélag Íslands hefur gefið út
ferðaáætlun félagsins fyrir árið. Í
áætluninni er að finna dagsferðir,
helgarferðir, sumarleyfisferðir og
útrásaferðir. skráning er þegar hafin
og hafa nú þegar sjö sumarleyfis-
ferðir verið fullbókaðar. ferðirnar í
ár eru afar fjölbreytilegar og hafa
meðal annars verið dagsettar ferðir
í Langasjó, á Hornstrandir og á
Vatnajökul. ferðaáætlunina má
nálgast á vefsíðu félagsins, fi.is.
ÍSLendingaSLagur Í enSka
Helgina 23.-25. febrúar verður Icelandair með pakkaferð til
London til þess að fara á leik með Íslendingaliðinu West
Ham gegn Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Charlton.
uppselt hefur verið í fyrri ferðir félagsins á leiki West Ham á
upton Park.
„Útsýnið á toppnum er frábært,
þarna sér maður niður í allan Eyja-
fjörðinn og auðvitað Glerárdal.“
erfitt klifur ragnar segir nauðsyn-
legt að vera vel útbúinn þegar farið
er í slíkar ferðir. Mannbroddar og
ísaxir eru staðalbúnaður.
gleði á tindinum ragnar og
félagar nutu veðurblíðunnar,
berir að ofan. fjallasýnin í
glerárdal er einstök.
Á ferðinni
U m s j ó n : V a l g e i r Ö r n R a g n a r s s o n . N e t f a n g : v a l g e i r @ d v . i s
á ferðinni
Opnar kajakæfingar
NauðSyNlegt að læRa
gRuNNtöK áðuR eN haldIð eR
út á Sjó
Kayakklúbburinn í reykjavík
stendur fyrir opnum æfingum í
innanhússsundlauginni í Laugardal,
alla sunnudaga í vetur, klukkan 17.
Æfingarnar eru öllum opnar og geta
þeir sem hafa í huga að prufa
sjókajak- og straumkajakróður í
sumar, æft sig í öruggu umhverfi og
notið um leið leiðsagnar reyndari
kajakræðara áður en haldið er út í
óvissuna. Kayakklúbburinn lánar
áhugasömum allan búnað sem þarf
til þess að geta tekið sín fyrstu
áratök.