Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2007, Blaðsíða 44
Sósan:
l Ólífuolía
l 1–2 laukar
l 3–4 hvítlauksrif
l ½ blaðlaukur, saxaður
l 1–2 kúrbítar
l 1–2 rófur
l 3–4 gulrætur
l 2 dósir heilir tómatar
l 1–2 litlar dósir tómatpaste
l 700 ml–1 l soð (kjúklinga eða kjöt)
l Kjúklingabaunir
(lagðar í bleyti kvöldið áður)
l Salt
l Pipar
l Chili-duft
l Arabískt kjúklingakrydd
l Harissa, fæst í sælkerabúðum
Laukar saxaðir smátt og annað
grænmeti skorið niður í stóra
munnbita. Lauk og hvítlauk svissað í
ólífuolíu, grænmeti bætt út í og steikt
í nokkrar mínútur, tómötum bætt út í
og safanum úr dósinni líka. Kjúklinga-
baunum og soði hellt út í og svo er
þetta kryddað eftir smekk og
smakkað til en það má alveg fara slatti
af arabíska kjúklingakryddinu. Þetta er
svo soðið í eina og hálfa klukkustund.
Harissa er mjög sterkt og það hentar
ekki öllum að borða svo sterkan mat
þannig að til dæmis fyrir börnin er
betra að taka frá hluta af sósunni áður
en harissa er sett út í.
Þetta er svo gott að bera fram með
heimabökuðu brauði og ég hef til
dæmis prófað að setja egypskst
dukah út í brauðdeigið og
það hefur passað mjög vel
með þessum mat.
Hér er uppskrift að hollu
og góðu brauði:
l 5 1/2 dl spelt
l 1/2 dl speltklíð
l Graskersfræ (eftir
smekk)
l Egyptian dukah
(eftir smekk)
l 6 tsk lyftiduft
(eða 10–12 tsk.
vínsteinslyftiduft)
l 1 tsk maldon-salt
l 1/2 lítri af ab-mjólk
Blanda öllu saman, nema ab-
mjólkinni og hræra vel saman með
sleif. Bæta svo ab-mjólkinni saman við
og blanda saman. Baka í brauðformi
við 175 gráður í 40 mínútur.
föStudAGur 9. fEBrúAr 200744 Helgarblað DV
Guðríður skorar á Áslaugu
Huld Jónsdóttur, ráðgjafa
menntamálaráðherra. „Það
fara miklar sögur af matsnilld
hennar og að hún haldi
miklar veislur a la Babette
en þrátt fyrir góðan vin-
skap þá hef ég nú aldrei
fengið að njóta þess.“
Guðríður Sigurðardóttir, starfs-
mannastjóri Pennans, er matgæð-
ingur DV að þessu sinni, en hún tók
áskorun Ásthildar Sturludóttur í síð-
ustu viku. Ásthildur lét þau orð falla
um Guðríði að hún væri náttúrlega
af Snæfellsnesi, eins og aðrar sannar
hnallþórur og húsfreyjur. Skemmti-
lega að orði komist þetta með snæ-
fellsku hnallþórurnar, enda Guðríður
ættuð úr Stykkishólmi.
„Þegar ég var barn bjó ég lengi hjá
ömmu og afa í Hólminum og ólst upp
við dæmigerðan íslenskan heimilis-
mat, einkum fisk; lítið kryddaðan og
mildan mat. Lambalæri og ekki síst
lambahryggur var í uppáhaldi hjá
mér. Síðar flutti ég með foreldrum
mínum til Bandaríkjanna þar sem
við bjuggum í eitt ár og þar kynnt-
ist fjölskyldan til dæmis lasagna og
pítsum, sem ekki var algengur mat-
ur á Íslandi um miðjan áttunda ára-
tuginn. Ég þrjóskaðist reyndar lengi
við og vildi bara lambahrygginn
minn en þetta var kannski upphafið
að alþjóðlegri matargerðartilrauna-
starfsemi fjölskyldunnar.”
Guðríður bjó í fjölda ára í Madríd,
fyrst sem au-pair, síðar við háskóla-
nám og loks sem flugfreyja hjá Atl-
anta. Hún segist því vera með nokkuð
alþjóðlegan smekk hvað matargerð
varðar. Matseldin hefur þó breyst eft-
ir að hún eignaðist börnin sín, þau
Vigdísi Birnu, 4 ára, og Andra Svein,
2 ára.
„Þau eru ekki matvönd en þó
er örlítið farið að bera á því núna
að þeim finnst grænmeti frekar
óspennandi matur! Ég bregð því oft á
það ráð að elda þennan rétt sem ég
gef uppskrift að hér, nema hvað ég
sleppi oft harissa því það er ekki fyrir
smekk barna né þeirra sem vilja ekki
mjög sterkan mat. Þetta er fransk-
alsírskur réttur og uppskriftina fékk
ég frá tengdamóður vinkonu minnar.
Sú góða kona er alsírsk en býr í
Frakklandi og heitir Ima. Ég kalla þetta
stundum dulbúna, íslenska kjötsúpu
og þessi réttur hentar öllum. Ef
grænmetisætur eru meðal gesta, geta
þær nefnilega sleppt því að borða
lambalærið og borðað bara sósuna!
Þessi sósa samanstendur aðallega af
grænmeti og kjúklingabaunum, sem
krökkunum finnst gaman að veiða
upp úr sósunni! Þessi réttur er einkar
hagkvæmur þegar maður er með
stórar matarveislur, þá eru bara keypt
fleiri lambalæri og svo er hann góður
til upphitunar.”
FranSk-alSírSkur
couScouS-réttur –
dulbúin íSlenSk kjötSúpa
Lambalæri kryddað að vild og eldað í
ofni og borið fram heilt ásamt couscous,
baunum og sósunni, sem er aðalatriðið
og má jafnvel borða eina og sér.
Guðríður Sigurðardóttir: Matgæðingurinn
Dv mynD Stefán
l 200 g þurrkaðar apríkósur
l 150 g furuhnetur
l 2 hvítlauksgeirar
l 1–2 matskeiðar ferskar
rósmarínnálar
l 1 lambalæri (1,6 – 2 kg), úrbeinað
l ½ dl ólífuolía
l Salt og pipar
Hakkið apríkósurnar, furuhneturnar,
hvítlaukinn og rósmarín í matvinnsluvél
eða hakkið fínt í höndunum. Opnið
lambalærið, fyllið það með apríkósu-
massanum og lokið. Bindið fast með
snærinu svo massinn detti ekki út.
Smyrjið lambalærið með ólífuolíu, saltið
og piprið og brúnið í 200°C heitum ofni
í 10 til15 mínútur. Lækkið hitann svo
niður í 180°C og setjið kannski hálfan
lítra af vatni i botninn á ofnskúffunni.
Steikið lambalærið í 30 til 40 mínútur og
stingið svo í það með hnífi. Safinn sem
rennur þá út úr því má ekki vera of
blóðugur, nema maður vilji hafa kjötið
lítið steikt. Leyfið kjötinu að standa í 15
til 20 mínútur áður en það er skorið í
sneiðar. Berið fram með polentu.
polenta
l 1 lítri vatn
l 175 g af polentu (forsoðin)
l 100 g mascarpone
l salt og pipar, nýmalað
l 50 g parmesan, rifinn
l Ólífuolía
Látið vatnið sjóða og setjið polentuna
út í og hrærið jafnóðum. Sjóðið við
lágan hita og hrærið jafnt og þétt í 10
mínútur eða þar til polentan verður
þykk. Setjið þá mascarpone, salt og
pipar út í. Stráið parmesan yfir og berið
fram með smá ólífuolíu.
Góður réttur í mannmargar veislur
Guðríður fékk uppskriftina hjá tengdamóður
vinkonu sinnar, Imu frá Alsír, sem er búsett í
frakklandi. Hentar vel fyrir alla, grænmetisætur
geta til dæmis borðað sósuna eina og sér!
Lambalæri
fyllt með apríkósum,
furuhnetum og rósmarín
Dulbúin íSlenSk
kjötSúpa
Vínspeki
Að umhella vínum getur verið vandasamt og margir telja það eingöngu á færi hæfustu
vínþjóna að framkvæma en svo er nú aldeilis ekki. tvær ástæður eru fyrir umhellingu,
annars vegar til að losa eldri vín við botnfall í glösum, hins vegar er það gert til að koma
víninu í samband við súrefni en það á við hjá ungum og óþroskuðum vínum, gerir þau
jafnvel ofurlítið eldri og frískari. Botnfallslosun og oxun eru yfirleitt framkvæmd rólega yfir
kertaljósi, en nýlega kom fram aðferð sem byggir á því að sturta víninu hreinlega í stóra
karöflu og gefa þannig víninu hraðari súrefnismettun. Prófið ykkur áfram.
U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s
&Matur vín
Graham Beck Railroad Red
(Suður-Afríka)
Hér er komin ein af betri vínafurðum Suður-Afríku.
Rúbínrauður litur með þroskuðum berjum, smá
kryddi með frekri myntu. Þetta er afar bragðmikið
vín, létt tannín, sólber og pipar. Þetta vín var
meðal annars valið vín mánaðarins á smakkar-
inn.is í október 2006, sem þykir nokk gott. Ég mæli
hiklaust með þessu víni í fyrsta vali með
lambakjötsuppskriftinni hér að ofan.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.290 kr.
La Terre Merlot (Frakkland)
Klassískt Merlot-vín frá Bordeaux. “La Terre”
þýðir jörð, passar einmitt svo vel við því þetta
er jarðbundið vín í bragði, silkimjúk tannín í
frábæru jafnvægi. Rúbínrautt, kryddilmur
með berjakeim á háum nótum sem einkennir
einmitt svo vel þetta Merlot, en Merlot-
þrúgan er jú ein mest ræktaða þrúgan í
Frakklandi. Útlit flöskunnar minnir þó einna
helst á nýja heims vín. Afar gott vín og á
mjög góðu verði. Hentar vel með lambakjöti,
prófaðu það með lærinu hér að ofan.
Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.300 kr.
PKNT Carmenére (Chile)
Vá, vá, vá! Heitasta vínið frá Chile að
mínu mati þessa dagana. Þú þekkir það
á flöskunni, grípur augað strax, stór
rauður chili framan á, sem á að bendla
saman chili og Chile. Þetta er þó ekkert
sterkt vín eða neitt svoleiðis heldur er
mottóið hjá vínframleiðandanum: “Spice
up your life”. Bragðið ber þétta fyllingu,
þurrt og milt með heitu eftirbragði.
Tilvalið að nota með súpunni hér að ofan
og að lokum... kryddum tilveruna og
drekkum PKNT!
Verð í vínbúðum ÁTVR: 1.190 kr.
axel ó.
skrifar: axelo@visir.is
gull silfur Brons