Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Side 2
„Þetta er skelfilegt ástand. Við höfum í fjölda ára verið að hamra á þessum gífurlega vanda en það hefur ekk- ert gerst hjá stjórnvöldum í þessum efnum. Ég veit að starfsfólkið inni á BUGL hefur sjálft áhyggjur af því að þær framkvæmdir sem fram undan eru nægi ekki til að leysa vandann,“ segir Sveinn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar. 170 börn og unglingar bíða eftir greiningu á barna- og unglingageð- deild Landspítalans, BUGL og geta þeir sem á biðlistanum eru þurft að bíða í upp undir eitt og hálft ár eftir því að komast að. Til að fá einhverja aðstoð er nauðsynlegt að fá grein- ingu og biðin getur verið óbærileg. Yfirlæknir BUGL Ólafur Ó. Guð- mundsson hefur áhyggjur af fækk- un sjúkrarýma á síðustu árum og þeirri staðreynd að erfiðlega gengur að ráða fagfólk til starfa. Hann telur ástandið óviðunandi fyrir alla þá sem að geðdeildinni koma og efla þurfi starfsemi tafarlaust til að bjóða upp á þá þjónustu sem nauðsynleg er. Óforsvaranlegt ástand Margrét Ómarsdóttir, talsmaður Barnageðs, félags foreldra geðfatl- aðra, er móðir drengs sem um árabil hefur þjáðst af geðröskun. Hún segist fyrir löngu búin að gefast upp á kerf- inu. „Til fjölda ára hefur fjölskylda mín verið í gíslingu kerfisins og við höfum staðið í áralangri baráttu við kerfið. Sem betur fer er sonur minn að ná þeim aldri að við erum að losna út úr því. Nýverið höfum við fundið aðra leið til að fá hjálp. Við vorum bara svo heppin að fá undan- þágu annars staðar þar sem viðkom- andi aðila fannst ástandið einfald- lega óforsvaranlegt,“ segir Margrét. „Það er bara ekki boðið upp á nein- ar lausnir. Ótrúlegt er að horfa upp á heilbrigðisráðherra lýsa því yfir að allir þeir sem þurfi á hjálp að halda fái hana. Skilaboðin til foreldranna eru líklega þau að hringja þá bara beint í Siv og láta hana standa við orð sín með aðstoðina.“ Slæmur smitsjúkdómur Aðspurður telur Sveinn biðlist- ana ekki segja alla söguna því geð- sjúkdómar leggja undir sig líf fjölda fólks í nánasta umhverfi sjúklings- ins. Hann segir að honum hafi end- anlega blöskrað þegar geðsjúkum einstaklingi var komið fyrir inni á salerni geðdeildar og hann vistað- ur þar. „Margföldunaráhrifin af biðlist- um geðdeildarinnar eru gífurleg. Öll fjölskyldan er undirlögð og það fer hreinlega allt til fjandans. Í mínum huga er þetta með verri smitsjúk- dómum fyrir fjölskylduna því það er bókstaflega allt undirlagt,“ seg- ir Sveinn. „Einstaklingur, sem var hættulegur sér og öðrum, var lok- aður af inni á salerni deildarinnar þar sem hættuleg efni var að finna. Erum við að bíða eftir því að fleiri svona dæmi komi upp eða ætlum við að leysa þennan vanda?“ Stuðningurinn skiptir öllu Aðspurð segist Margrét aldrei hafa fengið þann stuðning sem fjölskyldan hafi þurft á að halda. Hún telur geðfötluð börn týnd í kerfinu. „Því miður hefur verið litið á geð- fötluð börn hingað til sem óhreinu börnin. Við höfum aldrei fengið þann stuðning sem við höfum þurft á að halda. Það riðlast allt fjölskyldu- líf þegar geðsjúkdómur kemur upp og allur fjárhagur líka. Aðstandend- ur þurfa líka hjálp, til dæmis syst- kini, enda geta sjúklingarnir verið mjög agressívir heima fyrir. Það er svo nauðsynlegt að fá örlitla hvíld,“ segir Margrét. „Móðir, sem ég þekki, hefur lengi þurft að glíma við bæði geðsjúk- dóm og krabbamein hjá barni sínu. Um skeið var útlit fyrir rénun beggja sjúkdómanna en krabbameinið tók sig upp aftur. Þó svo að það sé ljótt að hugsa þannig þá var hún nánast fegin því vegna þess að þá gat hún fengið aðstoð,“ segir Margrét. „Það er erfitt að fá foreldra til að tjá sig um þennan vanda enda eru þeir hræddir við að rugga bátnum og fá kerfið upp á móti sér. Það er hræði- legt að þurfa líka að hafa áhyggjur af því.“ Framboðslistar kynntir í dag Endanlegir framboðslistar Íslandshreyfingarinnar verða kynntir í dag, að sögn Sólborg- ar Öldu Péturs- dóttur sem situr í bráðabirgðastjórn hreyfingarinnar. Nú er aðeins búið að birta hverjir skipa fimm efstu sætin á lista í hverju kjördæmi en hreyfingin hyggst bjóða fram á öllu landinu. Í gær var búið að ganga frá end- anlegum framboðslistum í fimm af sex kjördæmum. Þá gengur vel, að sögn Sólborgar, að safna undirskriftum til stuðnings fram- boði Íslandshreyfingarinnar. fimmtudagur 26.apríl 20072 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is Erfið barátta margrét Ómarsdóttir hefur staðið í áralangri baráttu við kerfið til þess að fá nauðsynlega aðstoð fyrir geðfatlaðan son sinn. TrauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Biðlistar á barna- og unglingageðdeild Landspítalans halda fjölmörgum fjölskyldum geðfatlaðra í gíslingu. Geðsjúkdómar hafa margföldunaráhrif og því er stuðningur við aðstandendur mikilvægur. Margrét Ómarsdóttir, talsmaður Barnageðs, segir litið á geðfötluð börn sem óhrein. BÚIN AÐ GEFAST UPP Á KERFINU Beltislausir feðgar á ferð Lögreglan á höfuðborgar- svæðinu stöðvaði karlmann á þrítugsaldri á þriðjudagsmorg- un. Hann ók fólksbifreið með sex ára barn sér við hlið í fram- sætinu. Hvorki faðir né sonur voru í bílbelti og segir lögreglan að þar hafi faðirinn sýnt vítavert gáleysi. Þetta mun ekki vera eins- dæmi og ólíðandi með öllu að sögn lögreglu. Ökumaðurinn á sekt yfir höfði sér og vonar lög- reglan að maðurinn hugsi betur um öryggi barnsins í framtíðinni. Skemmdarvargar hrella framsóknarmenn á Egilsstöðum: Skilti Framsóknar skemmt í tvígang Aðfaranótt miðvikudags voru unnar skemmdir á auglýsingaskilt- um Framsóknarflokksins í Norð- austurkjördæmi á Egilsstöðum í annað skipti á örfáum dögum. Enska slagorðið „Dam nation“, eða virkj- anaþjóð var málað yfir mynd af fram- bjóðendum Framsóknarflokksins á skiltunum, en á sunnudagskvöld var merki sem Vinstrihreyfingin -– grænt framboð lét gera fyrir síðustu kosningar límt yfir andlit Valgerðar Sverrisdóttur. Merkið var líkt merki Landsvirkjunar, en nöfnunum hafði verið breytt og í staðinn stóð Illvirkj- un á merkinu. Framsóknarflokkurinn sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem segir að erlendir virkjanaand- stæðingar hafi notað slagorðið í að- gerðum sínum gegn Kárahnjúka- virkjun og uppbyggingu iðnaðar á Austurlandi. Þær aðgerðir hafi haft það að markmiði að spilla eign- um og valda röskun í samfélaginu. Flokkurinn hvetur þá aðila, sem standa að skemmdarverkunum, til að láta af þessari háttsemi og virða leikreglur lýðræðisins. Jón Björn Hákonarson, sem skipar fimmta sæti á lista flokks- ins í Norðausturkjördæmi, furðar sig á þessum skemmdarverk- um. „Íslendingar eru vanir því að hafa ólíkar skoðanir á hlutunum, en meirihluti Alþingis samþykkti framkvæmdirnar við Kárahnjúka og ég skil ekki þessa leið, því það er ákaflega dapurt þegar menn fara í svona skemmdarverk,“ segir hann en tekur fram að framsóknar- menn í kjördæminu hafi enga sér- staka grunaða, jafnvel þó svo merk- ið sé runnið undan rifjum vinstri grænna. Málið hefur þegar verið kært til lögreglu. Jón Björn segir að jafnvel komi til greina að vakta skiltið í framtíð- inni, ef ekki verði látið af skemmd- arverkum. „Ég held að við látum reyna á þetta. Það er spurning hvort menn láti þetta ekki kyrrt núna.“ Skemmdarverk Óprúttnir aðilar hafa í tvígang valdið skemmd- um á auglýsinga- skilti framsókn- arflokksins. Sex handteknir með fíkniefni Þrjú fíkniefnamál komu til kasta Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag. Kona á þrítugsaldri var handtekin í austurborginni þegar hún framvísaði fölsuðum lyfseðli. Í framhaldinu var karlmaður á fertugsaldri færður á lögreglustöð en hann tengdist málinu. Í íbúð hans fundust ætluð fíkniefni. Á öðrum stað í austurborginni handtók lögregla tvo pilta um tvítugt en þeir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Þá voru karlmaður og kona handtekin í Breiðholti en í fórum konunnar fannst nokkurt magn af fíkniefnum. Lestarslys við Kárahnjúka Tvær flutningalestir rák- ust saman í Aðgöngum 2 við Kárahnjúka í gær með þeim afleiðingum að nokkrir starfs- menn slösuðust lítillega. Einn fingurbrotnaði, annar hlaut höfuðáverka og sá þriðji togn- aði á hálsi. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum var slysið minni- háttar og hafði embættið enn ekki unnið skýrslu um málið. Ekki virðist eiga að ganga af starfsmönnum við Kára- hnjúka eftir slysahrinu und- anfarið, en fyrir skemmstu urðu tugir manns fyrir und- arlegri eitrun í neðanjarðar- göngum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.