Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Blaðsíða 4
fimmtudagur 26. apríl 20074 Fréttir DV
Gagnrýna flótta-
mannastyrk
Ungir jafnaðarmenn í Hafn-
arfirði gagnrýna styrk utanrík-
isráðherra Íslands til íraskra
flóttamanna og segja fjárhæð-
ina skammarlega lága. Utanrík-
isráðuneytið veitir alls hundrað
þúsund dollara til hjálparstarfs-
ins en það eru um sex og hálf
milljón króna. UJH segja það rétt
nægja fyrir ráðherrabíl og skora
á ríkið að veita meira fé til þessa
flokks. Þá krefjast þeir einnig að
nafn Íslands verði tekið af lista
hinna staðföstu þjóða um velvilja
til að ráðast inn í Írak.
„Fyrstu dagana eftir brunann var
nóg að gera hjá okkur og straumur-
inn töluverður. Sala á slökkvitækjum
jókst þó nokkuð og eftirspurnin að
sama skapi,“ segir Ragnar Þór Jóns-
son, framkvæmdastjóri Öryggismið-
stöðvar Íslands.
Í kjölfar brunans nýverið í Austur-
strætinu hefur afgreiðslufólk öryggis-
fyrirtækja haft í nógu að snúast við að
afgreiða öryggiskerfi og slökkvitæki
fyrir heimili í höfuðborginni. Bjarni
Kjartansson, sviðsstjóri forvarna-
sviðs Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis-
ins, er ánægður með að fólk hugi að
brunavörnum á heimilum. Honum
þykir miður að sorgaratburði þurfi til
þess að vekja fólk af dvalanum. „Það
er hið besta mál að nóg sé að gera hjá
öryggisfyrirtækjunum en miður að
svona hádramatíska atburði þurfi til.
Það væri gaman ef fólk myndi huga
að brunavörnum án þess að brunar
minntu fólk á þá nauðsyn,“ segir hann.
„Það er gjarnan þegar svona atburðir
eiga sér stað að margir vakna upp og
huga að sínum málum. Sem betur fer
eru brunavarnir í lagi hjá mörgum en
einhverjir sjá að huga þarf betur að
þessum málum hjá þeim. Þegar upp
er staðið skila svona atburðir auknu
öryggi þó svo að slíkir brunar séu
þyngri en tárum taki.“
Aðspurður segir Bjarni eftirspurn-
ina sveiflast og ýmsir atburðir geta
haft þar áhrif á. „Þegar svona atburð-
ir eiga sér stað verður fólki meira
umhugað um öryggi sitt. Hvort sem
bruni eða innbrotahrina á sér stað
merkjum við alltaf aukinn straum í
kjölfarið,“ segir Ragnar.
trausti@dv.is
Nóg að gera hjá öryggisþjónustufyrirtækjum eftir brunann í Austurstræti:
Slökkvitæki rjúka út eftir eldsvoðann
Mikill bruni í kjölfar brunans í miðborginni hefur starfsfólk öryggisfyrirtækja haft í
nógu að snúast við að afgreiða öryggiskerfi og slökkvitæki.
Fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn birtu nýverið ólíkar þjóðhagsspár. Ráðuneytið gerir
ráð fyrir mjúkri lendingu í efnahagsmálum á meðan spá Seðlabankans er svartsýnni. For-
maður VG, Steingrímur J. Sigfússon, lýsir eftir óháðri stofnun til að sinna hlutverkinu.
„Það er þvílíkt reginhneyksli að ekki
sé til hlutlaus stofnun til að fara með
þessi mál þannig að til hennar sé
borið traust. Tilhneiging fjármála-
ráðuneytisins er augljós til að fegra
hlutina enda líta hlutirnir svo miklu
betur út hjá ráðuneytinu. Þeirri til-
hugsun er erfitt að verjast. Hvernig
má það líka vera öðruvísi því und-
irmenn ráðherra eru eðlilega trú-
ir sínum aflakóngi og herra,“ segir
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar - græns fram-
boðs.
Töluverður munur er á þjóð-
hagsspá Seðlabankans og fjármála-
ráðuneytisins. Bankinn spáir harðri
lendingu í efnahagsmálum eft-
ir mikla þenslu í þjóðlífinu. Ráðu-
neytið er bjartsýnna og gerir ráð
fyrir mjúkri lendingu. Það var áður
hlutverk Þjóðhagsstofnunar að gefa
út þjóðhagsspá en hún var lögð nið-
ur. 1. júlí 2002 Verkefni stofnunar-
innar færðust að mestu undir fjár-
málaráðuneytið.
Meðaltalið er réttast
Ásgeir Jónsson, sérfræðingur hjá
greiningardeild Kaupþings, bendir
á að meginmunur í spám stofnan-
anna séu áhrif stýrivaxta. Hann seg-
ist sakna Þjóðhagsstofnunar. „Seðla-
bankinn gerir ráð fyrir algjöru hruni
í fjárfestingum fyrirtækja á þessu ári
og næsta. Að einhverju leyti gerist
það sjálfkrafa þegar stóriðjufram-
kvæmdum lýkur en spá bankans er
einum of svartsýn að okkar mati. Á
móti er spá ráðuneytisins einum of
bjartsýn enda ekki hægt að gera ráð
fyrir hærri hagvexti og minni verð-
bólgu samtímis en mögulegt er,“ seg-
ir Ásgeir.
„Að vissu leyti getur verið rugl-
andi að fá svona mismunandi spár
en það getur líka verið gott til að
átta sig á meðaltalinu,“ segir Ásgeir.
„Ákveðið lögmál hagfræðinnar ger-
ir ráð fyrir því að meðaltalið sé alltaf
réttast. Okkar spá er einhvers staðar
þarna á milli þessara ólíku niður-
staðna og að sjálfsögðu ætti fólk að
miða við okkar spár. Persónulega sé
ég eftir Þjóðhagsstofnun hvað þetta
varðar enda orðin mjög gróin stofn-
un með mikla reynslu. Að vissu leyti
eru pólitísk tengsl hættuleg.“
Í gegnum sömu gleraugu
Gunnar Haraldsson, forstöðu-
maður Hagfræðistofnunar Háskóla
Íslands, segir spárnar benda báðar
í sömu áttir. Hann hefur ekki miklar
áhyggjur af því að spá ráðuneytisins
lykti af kosningum. „Önnur mynd-
in er eilítið bjartari en hin. Það er
samt ekki þannig að annar aðilinn
spái uppsveiflu og hinn niðursveiflu,
þetta er spurning um áhrif stýrivaxta
og verðbólgu. Ráðuneytið sér fyrir
sér mýkri lendingu en Seðlabankinn
telur von á harkalegri niðursveiflu.
Eigum við ekki að segja sem svo að
trúlegast sé að lendingin verði þarna
einhvers staðar á milli. Sú þróun er
ekki ólíkleg,“ segir Gunnar.
„Í mínum huga hef ég ekki áhyggj-
ur af því að önnur hvor spáin tengist
kosningum sem fram undan eru. Það
er eðlilegt að ráðuneytið sjái hlut-
ina í gegnum sömu gleraugu og rík-
isstjórnin og því sé sú spá vilhollari
áherslum stjórnarinnar. Það er jafn-
vel frekar hægt að segja að stjórnvöld
horfi í gegnum sömu gleraugu og
ráðuneytið.“
Vandinn í hnotskurn
Aðspurður telur Steingrímur það
hafa verið afdrifarík mistök þegar
Þjóðhagsstofnun var aflögð. Hann
leggur ríka áherslu á að óháðan aðila
þurfi til að taka við þessu hlutverki.
„Ég hallast að því að stofnuð sé alger-
lega óháð stofnun sem starfi í skjóli
Alþingis, svipað og umboðsmaður
og Ríkisendurskoðun gera. Sú stofn-
un gæti jafnframt verið Alþingi til að-
stoðar við fjárlagagerð. Það þarf ekki
stórt batterí til enda fjöldi óháðra
fræðimanna til í samfélaginu sem
geta lagt vinnu af mörkum til stofn-
unarinnar,“ segir Steingrímur. „Þess-
ar ólíku spár eru ekki trúverðugar og
lýsa í vandanum í hnotskurn. Þetta
eru mjög sterk rök fyrir því hversu
skelfileg mistök það voru að leggja
Þjóðhagsstofnun niður og ekki síst
í ljósi þess hvernig það bar að allt
saman.“
TrauSTi hafSTeinSSon
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Ólíkar spár Seðlabanki íslands er
svartsýnni en fjármálaráðuneytið varðandi
framtíðarhorfur í efnahagsmálum.
Varðliðar
umhverfisins
Fulltrúar fimm grunnskóla
tóku í gær við viðurkenningunni
Varðliðar umhverfisins. Þetta
voru Foldaskóli, bekkurinn 5.3
í Hólabrekkuskóla, 9. bekkur
Álftamýrarskóla, nemendur
Lýsuhólsskóla og nemendur í
Grunnskóla Tálknafjarðar, sem
fengu viðurkenninguna.
Fleira var gert umhverfis-
tengt í gær, á degi umhverfisins.
Umhverfisvefurinn Náttúran.is
var opnaður, Landvernd gaf út
leiðarvísinn Skref fyrir skref um
hvernig rækta megi vistvænan
lífsstíl og Bechtel fékk umhverf-
isviðurkenninguna Kuðunginn
fyrir að draga úr líkum á um-
hverfisslysum og mengun.
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
Framsókn fellur
Fylgi Framsóknarflokksins
í Norðausturkjördæmi er ekki
nema rétt rúmlega helmingur
þess sem flokkurinn fékk í síð-
ustu kosningum ef marka má
nýja könnun Gallup í kjördæm-
inu. Framsóknarmenn mælast
með 18 prósenta fylgi en fengu
þriðjung atkvæða síðast.
Sjálfstæðismenn auka fylgi
sitt, fara úr 24 prósentum í 31.
Samfylking og Vinstrihreyfingin
- grænt framboð mælast jafnstór,
bæði með 22 prósent. Vinstri
græn fengu 14 prósent síðast en
Samfylkingin 23 prósent. Frjáls-
lyndir mælast með sama fylgi og
síðast, sex prósent, og Íslands-
hreyfingin aðeins eitt prósent.
Ráðuneytið tRútt
aFlakónGi sínum
Steingrímur J. Sigfússon
afdrifarík mistök að leggja
Þjóðhagsstofnun niður.