Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 9
DV Fréttir fimmtudagur 26. apríl 2007 9
Stjörnufræðingar, sem starfa við
hinn 3,6 metra breiða Eso-stjörnukíki
í Chile, hafa fundið plánetu sem lík-
ist mest jörðinni af þeim sem fundist
hafa utan sólkerfis okkar. Líklegt er
að vatn finnist á yfirborði plánetunn-
ar en það er ein helsta forsenda lífs.
Plánetan, sem enn hefur ekki verið
nefnd en hefur verið kölluð „ofur-
jörð“, er í 20,5 ljósára fjarlægð frá
jörðinni og snýst í kringum illsjáan-
lega stjörnu að nafni Gliese 588.
Ein af forsendum lífs er að á plá-
netunni sé milt veðurlag. Vísinda-
mennirnir telja að hiti á „ofur-jörð“
geti verið á bilinu ein til fjörutíu
gráður sem er mjög hagstætt og svip-
ar ef til vill til veðurs í Sádi-Arabíu,
þar sem sjaldan frýs en oft er mjög
heitt. Þar sem ekki er gert ráð fyrir að
vatn frjósi á plánetunni er enn meiri
möguleiki á að þar finnist líf. Ekki er
komið á hreint hvernig landslagið lít-
ur út en samkvæmt forspám vísinda-
manna er þar líklega fjalllent, eins
og á jörðinni, eða aðallega og jafnvel
eingöngu vatn, eins konar vatnaver-
öld.
„Ofur-jörð“ er svokölluð útplá-
neta sem er heiti á þeim plánetum
sem ekki snúast um sól. Hún er jafn-
ramt minnsta útpláneta sem fundist
hefur og er talið að hún sé um helm-
ingi stærri en jörðin. Eitt ár á „ofur-
jörð,“ er einungis þrettán dagar og
er hún14 sinnum nær sinni móður-
plánetu en jörðin er nálægt sólu. Af
því mætti halda að mun heitara væri
á „ofur-jörð“, en þar sem móðurplá-
neta hennar er afar dauf í saman-
burði vil sólu er hitinn einungis eðli-
legur á okkar mælikvarða.
„Ofur-jörð“, er 20 ljósár í burtu
svo að ljóst er að ekki verður hægt
að lenda á henni í nánustu fram-
tíð. Vísindamenn segja óumflýjan-
legt að geimfar vopnað myndavél
með stjörnukíki verði sent út í geim á
næstunni þar sem reynt verður að ná
myndum til að komast að því hvort
loksins sé fundið líf á annarri plán-
etu. skorri@dv.is
Nýuppgötvuð pláneta gæti verið byggileg fyrir fólk:
Lífvænleg pláneta
finnst í fjarska
Grænlendingar drekka minna
Neysla Grænlendinga á áfengi hefur
dregist saman um fjögur prósent á
einu ári. Árið 2006 drukku þeir sem
svaraði hálfri milljón lítra af hreinu
áfengi á íbúa eldri en fjórtán ára. Slík
neysla reiknast sem ellefu og hálfur
lítri á mann eða sem svarar um það
bil einum stórum bjór á dag. Neyslan
dróst því saman um hálfan lítra af
hreinu áfengi á milli ára.
Notkun á öllum tegundum
áfengis dróst saman en þó mest á
brennivíni og verða það að teljast
góðar fréttir þar sem áfengisneysla
er töluvert vandamál í landinu.
Rússum fjölgar í Finnlandi
Fjöldi fólks með rússnesku að
móðurmáli hefur tuttugufald-
ast í Finnlandi á síðustu 20 árum.
Stærstur hluti þess er Ingriar,
finnskt þjóðarbrot sem flutt hef-
ur aftur til upprunalandsins frá
Rússlandi. Ingriar eru 25 þúsund
talsins og er um þriðjungur þeirra
atvinnulaus. Ekki bætir úr skák að
komið hefur í ljós að Finnar eiga í
vandræðum með að greina Ingria
frá Rússum. Fæstir Ingrianna eiga
ættingja í Finnlandi og eiga því
erfiðara um vik að koma sér fyrir í
landinu og fá vinnu.
Kína mun menga mest
Útlit er fyrir að Kína losi meiri gróð-
urhúsalofttegundir en Bandaríkin
á árinu og verði því mesti mengun-
arvaldur jarðar á þessu sviði. Spár
gerðu ráð fyrir þessari þróun en
ekki svona snemma og gerir það
umhverfissamtökum erfiðara fyrir í
baráttu sinni.
Hagvöxtur í Kína er nú um 11
prósent en því miður á þetta efna-
hagsundur sér dökkar hliðar. Kol-
aknúin orkuver, sem spretta upp
eins og gorkúlur, hleypa meira af
kolefnum út í loftið en Bandaríkin í
heild sinni.
Uppnám í forsetakosningum
Francois Bayrou, sem varð í
þriðja sæti í fyrri umferð forseta-
kosninganna í Frakklandi, ætlar
ekki að hvetja stuðningsmenn sína
til að kjósa annan hvorn frambjóð-
andann í seinni umferðinni. Búist
var við að Bayrou myndi lýsa yfir
stuðningi við sósíalistann Royal en
nú hefur komið í ljós að það gerir
hann ekki.
Umbótasinninn Francois Bayr-
ou fékk stuðning 6,8 milljóna kjós-
enda, eða 18 prósent atkvæða, í
fyrstu umferð forsetakosninganna
í Frakklandi. Í næstu umferð verð-
ur kosið um hvort Ségolene Royal
eða Nicholas Sarkozy verður næsti
forseti Frakklands. Bayrou held-
ur því fram að hvorugur frambjóð-
endanna sé til þess fallinn að leysa
helstu vandamál landsins. Hann
segir að Sarkozy muni viðhalda
atvinnuleysi og samfélagslegum
klofningi innan landsins og að Roy-
al muni eyðileggja efnahagslífið
enn frekar, auk þess sem þau séu
bæði líkleg til þess að auka skuldir
ríkisins. Bayrou virðist hafa misst
áhugann á forsetaembættinu því
hann hefur lýst því yfir að hann sé
að vinna að stofnun nýs lýðræðis-
legs miðjuflokks fyrir næstu alþing-
iskosningar.
Miklar líkur eru á að stuðnings-
menn hins öfgahægrisinnaða Jean
Marie Le-Pen styðji Sarkozy, en
saman hlutu þeir rúmlega 41 pró-
sent atkvæða. Þar sem Royal hlaut
tæp 26 prósent er ljóst að rúm-
lega þrjátíu prósent atkvæða eru á
lausu.
Frönsku dagblöðin eru full eft-
irvæntingar og ausa lofi á franska
alþýðu fyrir að hafa mætt vel á
kjörstað og styrkt lýðræðið. Sumir
benda á að vinstri flokkarnir hafi
bjargað andliti sínu með því að
bjóða upp á raunverulegan valkost
við frambjóðendur hægri flokk-
anna, minnug þess að við síðustu
kosningar stóð valið á milli tveggja
hægri manna. Flestir eru sammála
um að við taki mikil harka í bar-
áttunni fyrir seinni umferðina sem
fram fer í lok næstu viku. Valkostir
kjósenda eru skýrir. Kona eða karl,
hægri eða vinstri og þriðji maður-
inn er horfinn af sviðinu.
skorri@dv.is
Þriðji maðurinn missti áhugann á
forsetaembættinu og styður engan í
næstu umferð.
„Ofur-jörð“ Áramót á þrettán daga fresti.
fárra rússneskra banka sem stæð-
ust alþjóðlegar kröfur um rekstur
og fjárhaglegan stöðugleika fyr-
irtækja. Tveimur árum síðar birti
fyrirtækið bókhald sitt samkvæmt
alþjóðlegum stöðlum og Khodor-
kovsky varð fyrstur ólígarkanna
til að opinbera verðmæti eigna
sinna. Þar sem erfitt er að meta
verðgildi Yukos á þeim tíma er
það var keypt má til samanburð-
ar nefna að rússneska ríkið, undir
stjórn Vladimírs Pútín, krafði fyr-
irtækið um 270 milljarða króna
fyrir skattsvik á árinu 2000, og
svipaða upphæð fyrir árið 2001 og
má því gera því skóna að Khodor-
kovsky hafi ekki verið lengi að
borga reikninginn til ríkisstjórn-
ar Jeltsíns. Kommúnistinn Khod-
orkovsky var orðinn ríkasti maður
Rússlands, en Pútín átti eftir að ná
flestum af eignum hans aftur til
rússneska ríkisins.
Olíurisinn Abramovich
Roman Abramovich komst inn
í Jeltsín-klíkuna með tengslum við
olíubaróninn Boris Berezovsky.
Stærðfræðingurinn Berezovsky var
þá þegar orðinn milljarðamæring-
ur og í félagi við Roman voru þeir
í hópi vina Jeltsíns sem fjármögn-
uðu forsetakosningabaráttu hans
árið 1996 auk þess að lána ríkinu
fé. Abramovich tók sæti í stjórn Sib-
neft-olíurisa Berezovskis og varð
síðan fljótlega yfirmaður fyrirtæk-
isins með höfuðstöðvar í Moskvu.
Eftir að Pútín tók við völdum árið
2000 lagði hann fæð á Berezovski,
sem flúði land og seldi flestar eignir
sínar til Abramovich, meðal annars
stærstu sjónvarpsstöð Rússlands.
Eftir það tókst ferill Abramovich á
flug og hefur hann byggt upp veldi
sitt frá höfuðstöðvunum í Chukot-
ka í Norður-Síberíu með fjárfesting-
um í gas-, olíu- og stálfyrirtækjum
svo fátt eitt sé nefnt. Í dag er Rom-
an Abramovich 11. ríkasti mað-
ur heims og ræður yfir eignum að
verðmæti 1.200 milljörðum króna.
Misjöfn eftirmæli Jeltsíns
Bilið milli ríkra og fátækra í
Rússlandi jókst undir forsæti Boris
Jeltsín. Hann auðveldaði ólígörk-
unum að hrifsa til sín verðmætustu
fyrirtæki landsins vegna þess hve
illa efnahagsumbætur hans gengu.
Nýleg skoðanakönnun í Rússlandi
sýnir að þjóðin skiptist nokkurn
veginn í tvennt í afstöðu sinni til
efnahagsumbóta Jeltsíns. Helm-
ingur kennir honum um hrun Sov-
étríkjanna og aukna fátækt í kjölfar-
ið. Hinn helmingurinn trúir því að
það sé Jeltsín að þakka að í dag sé
rússneska hagkerfið í mikilli sókn.
Bayrou lýsir hvorki yfir stuðningi við Sarkozy né Royal:
Bjó tiL BiLLjónamæRinGana
Höfuðstöðvar
Yukos Khodorkovski
keypti þennan olíurisa
fyrir slikk af ríkinu.
Gasleiðslur gas og olía
hefur lagt grunninn að auði
bæði ríkis og einkaaðila.