Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Síða 14
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra líður augljóslega ekki vel undir gagnrýni okkar samfylking- arfólks á stöðuna í menntamálunum. Þetta sást glögglega á borgarafundi Kastljóssins í fyrrakvöld. Þar hafði hún ein- göngu augu fyrir Björgvini Sigurðssyni ef svo má að orði komast. Það er augljóst að gagnrýni okkar kemur við kaun- inn á henni því borgarafundurinn snérist að mestu um harða orrahríð þeirra í milli. Vörn ráðherrans var pínleg. Á borgarafundi Kastljóss í fyrrakvöld þar sem Björg- vin saumaði hressilega að henni stingur hún enn og aftur höfðinu í sandinn og heldur því fram að hér sé allt í blóma í menntamálum. Hún sagði meðal annars á borgarafundi Kastljóss í kvöld: „Við erum að sjá háskólakerfið blómstra.“ Hún kom sér undan því að ræða um brottfallið í fram- haldsskólunum og var á harðahlaupum frá þeirri staðreynd að hún er enn og aftur að reyna að stytta fram- haldsskólann með aðferðum skerðinga. Frasarnir hljóma vel fyrir kosningar en horfum á stað- reyndir: Eftir 16 ára samfellda setu Sjálfstæðisflokksins í menntamálaráðuneytinu og 21 ár sama flokks af síðustu 25 í ráðuneytinu er raunveruleikinn falleinkunn. Fallein- kunn í alþjóðlegum samanburði framhaldsskóla- og há- skólastigsins. Staðreynd 1: Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25-34 ára sem hafa lokið framhaldsskólanámi er 68% en á hin- um Norðurlöndunum er þetta 86-96%. Meðaltalið í OECD er 77% og í ESB 78%. Niðurstaðan: 23. sæti af 30 þjóðum.* Staðreynd 2: Opinber útgjöld til framhaldsskóla setur Ísland í 16. sæti af 30 OECD-þjóðum. * Staðreynd 3: Hlutfall Íslendinga á aldursbilinu 25- 34 ára sem hafa lokið háskólanámi er 31% en á hinum Norðurlöndunum er þetta 35-42%. Meðaltalið í OECD er 31%. Niðurstaðan: 17. sæti af 30 þjóðum. * Staðreynd 4: Opinber útgjöld til háskólanna setja Ís- land í 21. sæti af 30 þjóðum. Hér á landi eru framlög til háskólastigsins 1,2% af landsframleiðslu en meðaltalið í OECD er 1,4% en Danir eru með 1,8%, Norðmenn 1,8%, Svíar 1,5% og Finnar 1,8%.* Niðurstaðan: Íslendingar eru í 23. sæti, 16. sæti, 17. sæti og 21. sæti af 30 OECD-ríkjum þegar kemur að mál- efnum framhalds- og háskóla. Ég spyr: Blómstrandi háskólakerfi? Menntakerfi í fremstu röð? Svarið er augljóst: Langt frá því - raunveruleikinn er sá að menntastefna Sjálfstæðisflokksins fær falleinkunn í al- þjóðlegum samanburði. *Heimild: Nýjasta skýrsla OECD um menntamál (Education at Glance) frá árinu 2006. Katrín Júlíusdóttir þingmaður skrifar „Vörn ráðherrans var pínleg.“ Páll Winkel hjá Ríkislögreglustjóra skrifar: Athugasemd frá embætti Ríkislögreglustjóra Í grein Lúðvíks Bergvinssonar alþingismanns sem birtist í Fréttablaðinu 19. apríl sl., voru alvarlegar rang- færslur og misskilnings gætti. Það sama á við um við- tal við þingmanninn sem birtist í DV 23. apríl sl. Þessar rangfærslur og misskilning ber að leiðrétta. Alþingismaðurinn gerir að umtalsefni viðtal við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu 24. mars síðastliðinn. Í viðtalinu ræðir ríkislögreglustjóri um olíusamráðsmálið svokallaða. Al- þingismaðurinn fullyrðir að málið „hafi farið forgörðum” í meðförum starfsmanna embættis ríkislögreglustjóra. Þetta er fjarri lagi. Samkeppnisyfirvöld vöktu athygli embættisins á rannsókn sinni á olíufélögunum. Þá þegar benti embætti ríkislögreglustjóra á þá hættu að mál sem væru í rannsókn hjá Samkeppnisstofnun nýttust ekki sem sakamál meðal annars vegna réttarstöðu starfsmanna olíufélaganna sem samkeppnisyfirvöld höfðu rætt við. Í umræddu Morgunblaðsviðtali segir ríkislögreglu- stjóri „Við töldum að ef samkeppnisyfirvöld hefðu kom- ist að þeirri niðurstöðu að um sakamál væri að ræða, þá hefðu þau átt að hætta rannsókn mjög fljótlega eftir hús- leitina í desember 2001 og beina málinu til ríkislögreglu- stjóra eða ríkissaksóknara til að koma í veg fyrir sakar- spjöll.” Meirihluti Hæstaréttar staðfesti lögfræðilegt álit embættisins og skoðun þess á rannsókninni. Þá les þingmaðurinn það út úr viðtalinu að rannsókn málsins hafi hafist vegna þrýstings frá alþingismönn- um. Hvergi á það stoð og ekki var minnst á það í við- talinu. Stjórnmálamenn höfðu engin áhrif á lögreglu eða ákæruvald í þessu máli frekar en öðrum. Ríkissak- sóknari er æðsti handhafi ákæruvalds, sbr. 2. mgr. 25. gr. laga um meðferð opinberra mála nr. 19/1991. Sem æðsti handhafi ákæruvalds getur ríkissaksóknari kveðið á um rannsókn máls, mælt fyrir um framkvæmd hennar, m.a. gagnaöflun og fylgst með henni, sbr. 5. mgr. 27. gr. laganna. Það gerði ríkissaksóknari í þessu máli með því að fela ríkislögreglustjóra að afla gagna hjá Samkeppnis- stofnun í því skyni að taka ákvörðun um hvort hefja bæri opinbera rannsókn á ætluðum refsiverðum brotum olíu- félaganna og starfsmanna þeirra. Einnig tekur þingmaðurinn fram að sjálfstætt og fag- legt ákæru- og lögregluvald sé hornsteinn “refsivörslu- kerfisins” og spyr hvernig á því hafi staðið að rannsókn á olíumálinu hafi tekið fjögur ár. Hér á þingmaðurinn væntanlega við réttarvörslukerfið. Rannsókn olíumáls- ins tók tíma enda málið mjög viðamikið og lögfræðilega flókið. Hafa skal í huga að eitt af grundvallaratriðum sjálf- stæðs og faglegs ákæru- og lögregluvalds er að fullrann- saka mál og ganga með hlutlægum hætti úr skugga um hvort eðlilegt og rétt sé að gefa út ákæru í málum. Það var gert í þessu máli og ákæra gefin út af ríkissaksóknara en lögreglurannsóknin tók rúm tvö ár. Falleinkunn í menntamálum í alþjóðlegum samanburði Kjallari fimmtudagur 26. apríl 200712 Umræða DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.