Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Page 19
Menning
Söngvaraball
Mánudaginn 30. apríl verður
Söngvaraballið haldið í Íslensku
óperunni annað árið í röð. Ball-
ið tókst mjög vel í fyrra, mæting
var góð og var sungið í hverj-
um krók og kima hússins fram
eftir kvöldi. Í ár verður húsið
opnað kl. 20 og boðið verður
upp á fordrykk og síðan verða
stuttir tónleikar á sviði Óper-
unnar. Að þeim loknum leikur
salonhljómsveitin Sardas undir
dansi og með reglulegu millibili
er dansinn brotinn upp með
atriðum, söng, dansi, kórsöng,
fjöldasöng og svo framvegis.
Léttar veitingar verða til sölu og
fólki verður frjálst að spóka sig
um húsið, sýna sig og sjá aðra.
J.D. Salinger
Ég hef gaman af því að lesa bækur sem eru fyndnar á köflum. Aftur á
móti dýrka ég bækur sem hafa þau áhrif á mig að ég á þá ósk heitasta
að höfundurinn væri besti vinur minn og ég gæti hringt í hann hvenær
sem mér sýndist. Því miður gerist það sjaldan.
J.D. Salinger, höfundur bókarinnar Bjargvætturinn í grasinu
DV Menning fimmtudagur 26. apríl 2007 19
Íslenskir bókaútgefendur gefa út hverja bókina á fætur annarri þessa dagana.
Vorbókaflóðið gengur vel og virðist hafa náð hylli lesenda. Jólin eru ekki
lengur eini tíminn sem fólk leggur leið sína í bókabúðina og sífellt fleiri
bækur koma út í kiljum.
bækur
Jólabókaflóðið alræmda verður
líklega alltaf hluti af jólastemning-
unni en undanfarin ár hafa bóka-
útgefendur gert æ meira af því að
gefa út bækur á vorin. Það verður
líka sífellt algengara að hægt sé
að fá vandaðar bókmenntir í kilj-
um. Það hefur gefist vel hjá lands-
mönnum, verðið er viðráðanlegt
og það þykir ekki lengur skömm
að því að hafa kiljurnar í bóka-
skápnum.
„Við riðum á vaðið með það fyr-
ir nokkrum árum að gefa út kiljur
með þeim hætti sem við þekkjum
í dag, það er að segja mjög nýleg-
ar og vinsælar bækur, sem voru fá-
anlegar í kiljuformi strax eftir jóla-
vertíð,“ segir Egill Örn Jónsson hjá
JPV útgáfu. „Þetta hefur gengið of-
boðslega vel og hefur eðlilega orð-
ið til þess að aðrar bókaútgáfur eru
farnar að fylgja okkar fordæmi. Nú
erum við að þreifa fyrir okkur með
það að frumútgefa erlendar met-
sölubækur í kilju. Dæmi um þetta
er bókin Síðasti musterisriddar-
inn sem er metsölubók í Ameríku
og Evrópu. Hún kom út fyrir tíu
dögum og er núna næstmest selda
bókin á landinu. Þetta fer því feiki-
lega vel af stað og tilraunin lofar
góðu. Það er grundvallarmunur
á innbundinni bók og kilju, inn-
bundna bókin kemur út fyrir jól
og er nánast eingöngu hugsuð til
gjafa en kiljan er nánast eingöngu
hugsuð til prívat nota. Fólk sem
fékk ekki bókina sem það lang-
aði mest að lesa eða vill gjarnan
lesa meira bíður eftir kiljunni. Ég
myndi giska á að kiljusala hér á
landi hafi að minnsta kosti fimm-
faldast á undanförnum árum.
Helsta vandamálið þegar við fór-
um af stað var sú staðreynd að
það hefur alltaf loðað við kiljuna
að hún sé b-bók, bókin sem útgef-
andinn treysti sér ekki til að gefa
út innbundna. Ég held að það sé
ekki nokkur spurning að kiljuút-
gáfa á eftir að vaxa mjög mikið hér
á landi. Allt í kringum okkur hef-
ur útgáfa á kiljubókum verið und-
irstaða bókaútgáfu og við erum að
færa okkur þangað.
Aðrar áherslur að sumri
„Við gefum út bækur allt árið
um kring,“ segir Hildur Hermóðs-
dóttir hjá Sölku bókaútgáfu. „Nú í
ár höfum við gefið út fimm bækur,
eina innbundna og fjórar kiljur. Ég
hef trú á því að kiljuútgáfa sé það
sem koma skal og kiljurnar verða
sífellt vinsælli. Auðvitað verðum
við að stíla upp á jólasölu eins
og allir bókaútgefendur en okkar
bækur seljast vel eftir jól því við
gefum mikið út af uppbyggjandi
bókum og sjálfshjálparbókum sem
henta vel þeim sem vilja breyta
um lífsstíl á nýju ári. Í fyrra gáfum
við út bókina Delicius Iceland eftir
Völund Snæ Völundsson sem ný-
verið fékk virðuleg verðlaun sem
afhent voru í Kína. Nú erum við
að endurútgefa hana í litlu borti,
bæði sem harðspjaldabók og kilju.
Við erum líka að vinna að bókum
fyrir ferðamenn. Heitasta met-
sölubókin í heiminum í dag heitir
Secret og nú hefur verið gerð kvik-
mynd eftir bókinni. Við tryggðum
okkur útgáfuréttinn á Íslandi og
nú er verið að þýða hana. Það bíða
eflaust margir spenntir eftir því að
þessi margumtalaða bók komi út á
íslensku.
Bara nýjar útgáfur
„Ég byrjaði að gefa út bækur
árið 2004 og hef frá upphafi hald-
ið mig við það að gefa út á vor-
in,“ segir Anna R. Ingólfsdóttir
hjá bókaútgáfunni ARI. Reyndar
gaf ég út eina bók fyrir síðustu jól,
svona að gamni mínu. Bókin heit-
ir Það er staður í helvíti fyrir kon-
ur sem hjálpa ekki hver annarri
og það verður að viðurkennast
að titillinn er svolítið andsnúinn
jólahátíðinni. Ég byrjaði strax að
gefa út kiljur og hef haldið mig við
það. Bókaútgáfan er mitt einka-
framlag og ég vil gefa út lestrar-
efni sem fólk les þegar það vill láta
sér líða vel, bækur sem fara vel í
hendi. Ég byrjaði á því að þýða og
gefa út bækur eftir sænsku skáld-
konuna Lisu Marklund og það má
segja að bókaútgáfan byggist upp
í kringum bækurnar hennar. Ég
hef líka þýtt og gefið út bækur eft-
ir Camillu Läckberg og er nýbúin
að gefa út bók eftir hana sem heit-
ir Predikarinn. Áður gaf ég út bók
hennar Ísprinsessuna. Önnur bók
kom út fyrir stuttu, en það er Arfur
Nóbels eftir Lisu Marklund. Ég hef
það markmið að gefa út nútíma-
bækur og hef ekki áhuga á því að
endurútgefa gamlar bækur.“
Margra ára vinna
„Við hjá Eddu útgáfu höfum
fyrir margt löngu breytt útgáfu-
mynstrinu og gefum lungann af
bókum okkar út á öðrum árstíma
en fyrir jól. Raunar voru fyrirtækin
sem sameinuðust í Eddu árið 2000,
það er Mál og menning og Vaka-
Helgafell, búin að vinna markvisst
að jafnari útgáfu allan ársins hring
með margvíslegum bókaklúbb-
um, kennslubókaútgáfu, ferða-
mannabókaútgáfu, kiljuútgáfu og
stórvirkjaútgáfu,“ segir Sigurður
Svavarsson. „Jólabókaflóðið er því
ekki jafn stór hluti okkar afkomu
og margra annarra útgefenda.
Hins vegar má ekki gleyma því eitt
andartak að stemningin í kringum
bækur fyrir jólin, öll umræðan,
sögurnar, auglýsingarnar, lestrar-
gleðin og skoðanaskiptin, gagnast
bókunum á öðrum árstíma líka.
Það er nefnilega algerlega einstætt
að bækur verði jafn áberandi hluti
af einu samfélagi og raunin er á Ís-
landi fyrir jól.“
Pappírskiljan er löngu kom-
in til að vera. Það verður nú æ al-
gengara að bækur, einkum þýð-
ingar, komi einungis út í kiljum
og eflaust mun sú tilhneiging efl-
ast. Samhliða því munu útgefend-
ur vafalítið auka vöruþróun sína
í pappírskiljum, vinna með fleiri
stærðir og misjafnan frágang. Kilj-
urnar munu hins vegar ekki ryðja
innbundnum bókum af markaði
- heldur lifa farsællega við hlið
þeirra eins og tíðkast hefur um all-
an heim um langan aldur.
Hjónabands-
glæpir
Þjóðleikhúsið sýnir um
þessar mundir leikritið Hjóna-
bandsglæpi eftir Eric-Emm-
anuel Schmitt. Þetta er eitt af
nýjustu leikverkum skáldsins
og það hefur hlotið frábærar
viðtökur, jafnt í heimalandi höf-
undar sem erlendis. Með hlut-
verkin í sýningunni fara tveir af
ástsælustu leikurum þjóðarinn-
ar, þau Elva Ósk Ólafsdóttir og
Hilmir Snær Guðnason. Leik-
stjóri sýningarinnar er Edda
Heiðrún Backman.
Hjónabandsglæpir er
nærgöngult og átakaþrungið
leikrit um ástina, minnið og
gleymskuna. Þau hafa verið gift
í fimmtán ár þegar hann missir
skyndilega minnið. Með aðstoð
hennar reynir hann að komast
að því hver hann er. Er hægt
að tendra aftur loga ástarinn-
ar eftir áralanga sambúð? Nýtt
verk eftir vinsælasta leikskáld
Frakka í dag, þar sem fjallað er
um það sársaukafulla hlutskipti
að þurfa að sækja sjálfsmynd
sína til annarra.
Kjarval og
unga fólkið
Nú er hver að verða síðastur
að sjá sýningu á verkum Kjar-
vals sem öll fjalla á einhvern
hátt um æskuna og unga fólkið.
Verkin á sýningunni vekja upp
spurningar og hvetja til um-
ræðu um það hvernig aðbún-
aður og líf barna hefur breyst í
gegnum tíðina. Á sunnudaginn
er sérstök dagskrá fyrir börn í
Norðursalnum. Sýningunni lýk-
ur 6. maí.
ÞAÐ SEMkoma skal