Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2007, Side 30
fimmtudagur 26. apríl 200730 Síðast en ekki síst DV
Sandkorn
Alvöru sjóböðum fyrir alvöru Ís-
lendinga í Nauthólsvíkinni með
Sjósundfélagi Íslands eða þá sjó-
baði í nýja sjópottinum í Laugar-
dalslaug fyrir þá sem leggja ekki í
fimm gráðurnar. Hvort tveggja er
þó hollt og gott og hressandi.
Það er fátt jafnuppörvandi og
nýja brumið sem er farið að láta
á sér kræla svona á fyrstu dögum
vorsins. Svo er grasið líka farið að
grænka. Um helgina væri tilvalið að
skella sér í gönguferð í næsta skógi
og anda að sér vorilminum og byrja
strax að hlakka til sumarsins. Þeir
sem ekki nenna í bílferð út fyrir bæ-
inn geta þess í stað farið í göngutúr
um nágrenni sitt og skoðað gróð-
urinn lifna við í húsagörðum og al-
menningsgörðum.
Um helgina er spáð allt að 20 stiga
hita á Austurlandi. Við mælum
með því að gefa skít í dagatalið,
grafa upp útilegudótið í geymsl-
unni, dusta af því rykið og pakka
sér niður í útilegu. Það er frekar
flott að geta sagt frá því að hafa far-
ið í útilegu í apríl!
Það er ekki seinna vænna en að
fara að koma sér í form eftir að hafa
lagst í híði um langan og dimman
vetur. Við mælum með því að hefja
nú þegar undirbúning fyrir Reykja-
víkurmaraþonið, sem fram fer í lok
sumars, hvort sem ætlunin er að
hlaupa skemmtiskokk eða alvöru
maraþon. Byrjið samt rólega svo
harðsperrurnar drepi ykkur ekki.
Við mælum með...
...Vorferð út í
náttúruna
...Sjóböðum
...útilegu
live reykjavík
Sú saga flýgur nú fjöllum hærra
að Live Earth-tónleikar verði
haldnir hér á landi í júlí og kæt-
ast þá margir tónlistarunnendur.
Al Gore og aðrir skipuleggjend-
ur tónleikanna munu hafa horft
hýru auga til Miklatúns eftir vel
heppnaða tónleika Sigur Rósar
þar síðasta sumar. Getgátur um
hvaða erlendu tónlistarmenn
munu koma fram á tónleikunum
munu fara á fullt á næstunni, en
miðað við Live Aid-tónleikana
sem haldnir voru árið 2005, má
telja nær öruggt að hópur af er-
lendum stórstjörnum muni koma
fram, ef af tónleikunum verður.
opna á laugardag
Nýjar hipstera-verslanir munu
opna á Laugaveginum um helg-
ina í gömlu
húsakynnum
stuttermabola-
verslunarinnar
Ósóma og á
hæðunum
fyrir ofan.
Ráðgert er að
opna húsið á
laugardag og
mun plötu-
snúðurinn
knái DJ Na-
talie, opna plötubúð í anda gömlu
Hljómalindar, þar sem tónlista-
runnendur geta komið og grúskað
í plötum. Þá munu „second hand,“
búðirnar Elvis og Spútnikk opna
verslanir í sama húsi.
mjóddin reið X-inu
Í auglýsingum útvarps-
stöðvarinnar X-ins 977 að undan-
förnu hafa þeir félagar gert grín að
lögum á Íslandi um að bannað sé
að kaupa bjór í matvöruverslun-
um á meðan slakað sé á löggjöf-
um um vændi. Ekki eru allir á eitt
sáttir við þessa herferð, því aug-
lýsingin: „Bannað að kaupa bjór
í matvöruverslunum, en leyfilegt
að kaupa mellu í Mjóddinni,“ fór
mikið fyrir brjóstið á forsvars-
mönnum verslunarkjarnans í
Mjódd og eftir kvörtun þeirrar síð-
arnefndu tók X-ið auglýsinguna
úr spilun.
á túr
Á bloggsíðunni vallarinn.blog-
spot.com, segir Valdís Þor-
kellsdóttir einn trompetleikara
Bjarkar, frá ævintýrum sínum
og upplifun á heimstónleikaferð
þeirra sem nú er nýhafin. Björk
og föruneyti eru nú á ferð um
Bandaríkin og lýsir Valdís í máli
og myndum því sem ung stúlka
upplifir í heimstónleikaferð með
einni skærustu tónlistarstjörnu
heims. Björk valdi eins og frægt
er orðið hóp ungra íslenskra
hljóðfæraleikara til þess að koma
með sér á tónleikaferð.
...HeilSuátaki
veðrið ritstjorn@dv.is
föStudagurfimmtudagur
4 4
7
4
2
4
4
7
7
7
7
6
9
8
9
13
10
8
3
7
8
6
4
3
4
2
2
2
5
7
11
2
5
11
9 8 7
17
10
9
4
8
9
9
Mánudaginn 30. apríl verður
haldinn galadansleikur í Ís-
lensku óperunni. Veislustjóri
og einn af skipuleggjendum
kvöldsins er söngvarinn dav-
íð guðmundsson, sem segist
hafa fengið hugmyndina eftir
að hafa verið í námi í Vínar-
borg þar sem mikil hefð er
fyrir slíkum hátíðarböllum.
ÓPERUBALL AÐ
EVRÓPSKUM SIÐ
Mánudaginn 30. apríl verður
haldið söngvaraball í íslensku óper-
unni. Þetta er í annað skipti sem slík-
ur dansleikur fer fram hér á landi en
venja hefur skapast fyrir galadans-
leikjum af þessu tagi erlendis. Davíð
Ólafsson söngvari er veislustjóri og
einn af skipuleggjendum ballsins en
hann lærði söng í Vínarborg og var
á þeim tíma duglegur að sækja böll
af þessu tagi. „Okkur langaði bara
til þess að nýta Óperuna til þess að
breyta og bæta íslenska skemmtana-
menningu. Skemmtanalífið hér er
nefnilega í rauninni mjög einhæft,“
segir Davíð. „Fyrirmyndin kemur
frá Vínarborg þar sem Óperuball-
ið í keisarahöllinni er einn af stærri
viðburðum ársins. Þar koma saman
þjóðhöfðingjar og viðskiptamenn
sem skemmta sér fram á nótt með
söng og dansi,“ segir veislustjórinn.
Stéttlaus galadansleikur
Ballið í Óperunni er opið fyrir alla
og kostar einungis þrjúþúsund krón-
ur inn og gefa allir söngvarar vinnu
sína. „Þetta er galaball sem byrjar
með fordrykk milli klukkan átta og
níu og við taka svo glæsilegir tónleik-
ar með skemmtiatriðum og glæsileg-
um söngatriðum. Erlendis eru böll-
in stéttaskipt og haldið er sér ball
fyrir hverja stétt. Þetta verður hins
vegar algjörlega stéttlaust ball og er
öllum frjálst að mæta.“ Davíð segir
ballið hafa heppnast einstaklega vel
í fyrra og ákveðið hafi verið að bæta
við miðafjöldann í ár. „Við viljum
líka bara minna á að það er markað-
ur fyrir svona galadansleik á Íslandi,
fólk hefur svo gaman af því að klæða
sig í sparifötin, hitta annað fólk og
dansa á sviðinu í Óperunni við und-
irleik strengjasveitar og stórsveitar.“
fólk þekkir böllin erlendis frá
Davíð segir útlendinga og marga
sem búsettir hafa verið erlendis
mæta á ballið, en þeir þekkja svona
dansleiki erlendis frá. „Þetta er Óp-
eruball að evrópskum sið og við ger-
um alltaf hlé á dansleiknum til að
vera með tónlistaratriði, svo erum
við líka með opið bæði uppi og niðri
í Óperunni svo oft hefur myndast
stemning fyrir því að fólk sé syngj-
andi í hverjum krók og kima húss-
ins.“ Á dansleiknum á mánudaginn
verða sérstakir heiðursgestir söngv-
araparið Sieglinde Kahmann og
Sigurður Björnsson sem voru með-
al ástsælustu söngvara þjóðarinnar.
„Við munum fara aðeins yfir glæstan
feril þeirra hjóna áður en dansleik-
urinn hefst.“ Það er veitingastaður-
inn Sólon sem sér um vínveitingar
en eftir að dansleikurinn hefst verða
kokkar sem útbúa og selja pinnamat
meðan á dansinum stendur. „Það er
aldrei sitjandi kvöldverður á svona
böllum. Þetta er náttúrulega fyrst og
fremst dansleikur,“ segir Davíð, sem
lofar glæsilegum galadansleik með
flottum söng og skemmtiatriðum.
Miðasala fer fram í Óperunni eða í
síma 511 4200.
davíð ólafsson
söngvari og
veislustjóri lofar
flottu balli.
dansleikurinn í óperunni mikið var
um dýrðir á dansleiknum í fyrra.