Fréttatíminn - 03.12.2010, Blaðsíða 6
Íslensku
þýðingaverðlaunin
Tilne fningar 2010
Gleðileikurinn GuðdómleGi
eftir Dante Alighieri
í meistaralegri lausamálsþýðingu
erlings e. Halldórssonar
„Þetta er lykilverk í heiminum.“
egill Helgason / kiljan
„… falleg útgáfa, vönduð og
góðar skýringar … Ég hafði unun
af því að lesa þessa bók.“
Þorgerður e. Sigurðardóttir / kiljan
„… meistaraverk.“
Skafti Þ. Halldórsson / morgunblaðið
lÉr konunGur
eftir William Shakespeare
í öndvegisþýðingu Þórarins eldjárns
Stórbrotið leikrit sem veitir innsýn
í heim hinna valdaþyrstu, blekkingar
þeirra og klæki; tímalaust listaverk
fullt af visku um átök kynslóðanna,
dramb, blindu, brjálsemi og missi alls.
Þýðingin er gerð fyrir nýja
uppfærslu Þjóðleikhússins sem
frumsýnd verður um jólin.
Tilne fningar 2010
Til hamingju,
Erlingur og Þórarinn!
Margir aðilar bjóða upp á þjónustu fyrir
fólk sem vill senda jólakort með mynd af
sér og sínum nánustu. Algengasta leiðin
er að fólk halar niður forriti sem það
vinnur kortin í (stillir mynd eða myndir
inn á, velur bakgrunn og kveðju), sendir
útkomuna til prentfyrirtækisins og sækir
svo kortin tilbúin skömmu síðar eða fær
þau send heim (sendingarkostnaður
bætist þá við). Skoðum möguleikana og
gefum okkur að framleiða eigi 30 kort.
Umslög eru alls staðar innifalin í verðinu.
Oddi (www.oddi.is) framleiðir þrjár
stærðir korta. Verð: A5 (14,8 x 21 cm)
5.370 kr., A6 (10,5 x 14,8 cm) 4.770 kr. og
ferhyrnd (14 x 14 cm) 5.070 kr. Þetta eru
allt opin kort með broti.
Hjá Póstinum (www.postur.is) er boðið
upp á ílöng einföld kort í stærðinni 21 x
10 cm. Þrjátíu kort kosta 5.100 kr. Hjá
Póstinum má líka panta frímerki með
eigin mynd og er lágmarkspöntun ein örk,
24 stk. Verð á einni örk fyrir innanlands-
sendingar að 50 g er 3.995 kr. (166,50 kr./
stk.) en þess má geta að póstburðargjald
fyrir innanlandsbréf að 50 g er 75 kr.
Hjá Prentlausnum (www.prentlausnir.is)
fást gerð kort í stærðinni A5 (5.070 kr.) og
A6 (4.170 kr.). Hægt er að velja um opin
brotin kort eða einföld kort, en verðið er
það sama.
Samskipti (www.samskipti.is) bjóða upp á
fjórar stærðir af jólakortum, með broti og
án. Verð: A6 – 4.700 kr., A5 – 5.000 kr., 14
x 14 – 4.500 kr. og 21 x 10 – 4.500 kr.
Pixel prentþjónustan (www.pixel.is)
prentar þrjár stærðir. Verð: A6 – 6.300
kr., A5 – 6.900 kr. og 15 x 15 – 6.900 kr.
Öll kortin eru með broti. Fyrirtækið býður
upp á 25% afslátt af öllum gerðum til 10.
desember.
Pixlar (www.pixlar.is) er með tvær
stærðir, 10 x 21 og 15 x 15 – sama verð á
báðum stærðum: 4.650 kr. sé um einfalt
kort að ræða en 4.950 kr. fyrir opin kort
með broti.
Netfyrirtækið Jóla (www.jola.is) fram-
leiðir kort af stærðinni 15 x 10 cm með
broti. Þrjátíu stykki kosta 3.840 kr. með
umslögum sem þarf að panta sér-
staklega.
Á kortavef Hans Petersen (www.kort.is) er
hægt að velja um tvær stærðir, ílöng og
ferköntuð einföld kort (21 x 10 og 15 x 15).
Sama verð á báðum stærðum – 4.800 kr.
Myndval í Mjódd (www.myndval.is) er
með þrjár stærðir. Þrjátíu stykki af stærð-
unum 15 x 15 og 10 x 21 kosta 4.560 kr. en
30 stykki af 10 x 15 kosta 4.050 kr.
Ljósmyndavörur (framkollun.ljosmynda-
vorur.is) bjóða upp á fjórar stærðir. Verð:
10 x 15: 3.900 kr., 10 x 20: 4.350 kr., 15 x
15: 4.350 kr. og 15 x 20: 4.800 kr.
Eins og sjá má er nokkur verðsamkeppni
á persónulega jólakortamarkaðinum.
Verðdæmin hér að ofan endurspegla þó á
engan hátt gæði prentunar eða korta. Til
að ná verðinu niður má svo fara þá leið að
framkalla jólalegustu myndina (stafræn
framköllun á þrjátíu myndum kostar
1.110 kr. í stærðinni 10x15 bæði hjá Hans
Petersen og Pixlum). Þá mynd má líma í
jólakort eða á karton (algengt verð er 30
kr. fyrir 180 g A4 karton sem dugar í tvö
A6 opin kort) og skreyta og föndra við með
fjölskyldunni. Ekkert kort verður því ná-
kvæmlega eins. Persónulegasta útfærslan
getur því jafnframt verið sú ódýrasta.
Dr Gunni er UmboðsmaðUr neytenda Ábendingar og kvartanir: drgunni@centrum.is
Hvað kosta persónulegu jólakortin?
Gunnar
Hjálmarsson
drgunni@centrum.is
Jóhanna, Sigrún, Barði og Tryggur óska
ykkur gleðilegra jóla.
n ói, kallaður Nói albínói, unir sér vel í hesthúsahverfinu í Víðidal. Hesturinn fæddist í júlí og
segist einn eigendanna, Jóhanna Þor-
bjargardóttir, vonast til þess að hann
geti fyrstur albínóa orðið keppnishest-
ur, enda hágengur. „Hann er rúsína, en
líka svolítið óhuggulegur með rauðu
augun sín.“
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir
hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun,
segir fjórðungslíkur á því að hestar
fái útlit albínóa sé tveimur leirljósum
hrossum æxlað saman. Albínóar séu
arfhreinir með cremello-gen en það
geti ruglað hrossaræktendur í ríminu
að cremello-genin finnist einnig í mol-
dóttum og brúnum hestum og því geti
hestar í þessum litum gefið af sér arf-
hrein cremello-folöld.
„Albínóa-hestarnir verða þó ekki eins
rauðir í augum og albínóa-mýs. Þeir
eru hvítir og talað er um að þeir þoli illa
mikla birtu, en það er ekki vel þekkt og
þeir eru vel nothæfir,“ segir hún. Sig-
ríður segir moldótta og leirljósa hesta
heilla fólk. „Fólki finnst litirnir fallegir,“
segir hún. „Moldóttir hestar eru með
dekkra fax og tagl, en oft og tíðum er
því öfugt farið með leirljósa.“
Sigríður segir að albínóum reiði vel
af en þeir þyki ekki góð söluvara, menn
séu tortryggnir gagnvart litleysinu
og talað sé um að mikil birta fari illa í
þá, en það hafi ekki verið sannað. Hún
segir þá sólbrenna, en þó ekki meira
en sjá megi á skjóttum, blesóttum og
nösóttum hestum. „En svona hestar
eru í notkun hér og þar. Þeir hafa þó
ekki sést á keppnisbrautinni og ekki í
kynbótasýningum. Það er ákveðin vís-
bending um vinsældir þeirra og ekki
margir að fikta við að æxla leirljósum
hestum saman vegna líkindanna á því
að þeir verði albínóar,“ segir hún. „Þess-
ir hestar hafa þó allar forsendur til að
verða góðir á keppnisbrautunum rétt
eins og aðrir, en maður hefur ekki orðið
var við þá og spurt sig hvað valdi en það
er ekkert sem útilokar það.“ Kannski
fordómar? „Já, kannski,“ svarar hún
sposk.
Svona hestar
eru í notkun
hér og þar. Þeir
hafa þó ekki
sést á keppnis-
brautinni og
ekki í kynbóta-
sýningum.
Hrossarækt leirljósir Hestar sjaldan paraðir
Albínói vappar
um í Víðidalnum
Sé tveimur leirljósum hestum æxlað saman eru fjórðungslíkur á því að folaldið verði albínói. Hest-
arnir eru hreinir arfberar cremello-gena en sólbrenna þó ekki meira en skjóttir, blesóttir og nösóttir
hestar. Vangaveltur eru um hvort þeir sjái verr í mikilli birtu.
Nói, sem hefur
fengið viðurnefnið
albínói eins og
aðalhetjan í kvik-
mynd Dags Kára
um Nóa albínóa,
í vetrarbúningi.
Ljósmynd/ Hari
Gunnhildur Arna
Gunnarsdóttir
gag@frettatíminn.is
6 fréttir Helgin 3.-5. desember 2010