Fréttatíminn - 03.12.2010, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 03.12.2010, Qupperneq 26
Þ etta var alveg með ólíkindum,“ segir Helga Thorberg þar sem við sitjum á Mímisbar á mánu- degi, þremur vikum eftir brúð- kaupið. „Ástæðan fyrir þessum látum var sú að maðurinn minn, Cesar Za- pata Garcia, var með 45 daga ferðamanna- áritun hér og tíminn var að renna út. Ég hafði rokið út um morguninn til að keyra til móts við mann frá DHL sem var með þau skjöl sem vantaði og því vannst enginn tími til að klæða sig upp. Við fengum leyfi til að fara til sýslumanns eftir lokun og láta gefa okkur saman. Þetta var því hippabrúðkaup og ég er alls ekki hippi! Ég er dama og því kom ekki annað til greina en að láta blessa sambandið og halda veislu.“ Ég var skræfa En aðdragandinn var auðvitað lengri og nokkuð ævintýralegur. Helga Thorberg, þekkt leikkona og verslunarmaður í Reykjavík, garðyrkjufræð- ingur og gleðipinni, hafði ári áður hugsað með sér hvort hún vildi virkilega lifa því lífi að sitja í sófanum sínum og láta lífið renna fram hjá sér. „Ég var skræfa,“ segir hún hiklaust. „Ég hafði verið gift í tuttugu ár, fráskilin í tíu, og hafði selt íbúð og fyrirtækið mitt korteri fyrir hrunið 2008. Ástæðan var sú að ég var í áhugafélagi fólks um verðbréf – Virka fjár- festa kölluðum við okkur – og við höfðum skoðað reikninga bankanna um mitt árið og sáum alveg í hvað stefndi. Verðbólgan var komin á fullt, gengið var að hrapa, hlutabréf öll að lækka og skuldastaða bankanna gígan- tísk. Ég sá fram á að það væri ekki sniðugt að eiga tvær íbúðir og vera með fyrirtæki og halda í þetta svartnætti sem var fram und- an. Ég hafði nokkrum sinnum áður á ævinni staðið upp úr sófanum og farið nýjar leiðir, og fannst kjörið að gera það sama í fyrra.“ Helga segist ekki hafa leikið mikið eftir útskrift frá Leiklistarskólanum og því hafi hún og Edda Björgvinsdótt- ir, leikkona og vinkona hennar, ákveðið að skrifa handrit að barnaþætti. „Við skrifuðum „Hringekjuna“ fyrir barnatíma og síðar þátt- inn „Á tali“ sem var sendur út á laugardags- kvöldum. Sjáðu nú hugmyndaauðgina hjá Ríkisútvarpinu: Hemmi Gunn byrjaði með þátt. Hvað hét hann? „Á tali“! Og hvað heitir þátturinn sem er nú á laugardagskvöldum? „Hringekjan“! Ég var svo stjórnarmaður í kvennahúsinu Hlaðvarpanum og þar var ég með jólamarkað í kjallaranum og lék Grýlu – gerði allt til að laða fólk að miðborginni. Svo kom að því að ég gat ekki verið lengur þarna í kjallaranum og þá vildi svo skemmtilega til að blómabúðin Blómálfurinn var til sölu. Ég vissi ekki hvað sneri upp eða niður á blómi og var hrædd við plöntur, mér fannst mold- in ógeðsleg og rætur – ohhhh, þær minntu mig á kóngulær og ég sem hef alltaf verið með kónguló- afóbíu á hæsta stigi. En auðvitað var ég með fólk í vinnu sem vissi mikið um blóm og svo lærði ég á þau smátt og smátt og fór að flytja inn blóm frá Hollandi. Ég gleymi því aldrei þegar kona sem hafði rekið blómabúð í þrjá- tíu ár sagði við mig: „Helga, þú ert hafsjór af fróðleik!“ Ég tók svo garð- yrkjufræði í fjarnámi við Garðyrkjuskólann í Hveragerði og er menntaður garðyrkjufræð- ingur. Ég rak Blómálfinn í fimmtán ár – en seldi sem sagt rétt fyrir hrun. Næsta árið gerði ég ekkert af viti, velti bara fyrir mér hvernig lífi ég vildi lifa. Ég ákvað Seldi allt korteri fyrir hrun og fann þeldökka ást Mánudagur, 8. nóvember 2010. Falleg ljóshærð kona og þeldökkur maður flýttu sér inn á skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík, nokkru eftir lokun. Hún var ógreidd, klædd í gallabuxur og strigaskó – brúðarklæðnaður Helgu Thorberg þann daginn. En hún átti eftir að bera brúðarkjólinn síðar – eftir að álfarnir höfðu skilað honum. Það er dásamlegt að upplifa ástina aftur. Þetta er eins og að fá unglingaveikina aftur, maður er ýmist á bleiku skýi eða barmi taugaáfalls. Lj ós m yn d H ar i 26 viðtal Helgin 3.-5. desember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.