Fréttatíminn - 03.12.2010, Qupperneq 86
86 dægurmál Helgin 3.-5. desember 2010
Minnum á teiknisamkeppni
Skólamjólkurdagsins
fyrir 4. bekkinga
Hægt er að skila inn myndum fram að jólafríi
til Mjólkursamsölunnar, Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar á www.ms.is
Mjólk er
góð!
É g hef starfað á Indlandi og ferðast mikið um landið og ákvað að senda Rikku til þess að skoða
þetta heillandi land í bók númer tvö,“
segir Hendrikka en í fyrstu bókinni
kynnti Rikka Ísland fyrir ungum
lesendum. Rikka á töfrahring sem hún
notar til þess að ferðast í tíma og rúmi
þannig að hana munar lítið um að skjót-
ast af hálendi Íslands til Indlands.
Á Indlandi hittir Rikka vin sinn Rahul
sem fer með hana í spennandi ferð um
landið og sýnir henni fallega og fram-
andi staði. Þau koma við í Delí, Goa,
Kasmír, Bombay og öllum þessum
helstu stöðum á Indlandi og þar kynnist
Rikka menningunni, matnum og sér
alls konar fallegar hallir, meðal annars
Taj Mahal. Bókin er því mjög fræðandi,
bæði sögulega og landfræðilega.“
Hendrikka er viðskiptafræðingur
með meistaragráðu í alþjóðlegum við-
skiptum og hefur búið og starfað víða
um heim, þar á meðal á Indlandi, í
Japan, Rússlandi, Bandaríkjunum og
Bretlandi þar sem hún býr núna og unir
hag sínum vel í sveitinni. „Ég hef búið
og starfað mjög víða og mig langar að
kynna löndin, sögu þeirra og menn-
ingu, fyrir börnunum.“
Hendrikka hefur búið erlendis síðast-
liðin sautján ár og segist aðspurð ekki
sakna þess sérstaklega að búa á Íslandi.
„Nei, ekki þannig. Stórfjölskyldan er
auðvitað hérna og ég sakna mömmu
og pabba en ég er hérna oft og nú til
dags skiptir ekki öllu hvar maður býr.
Heimurinn er orðinn svo lítill.“
Hendrikka segir ævintýrum Rikku
hvergi nærri lokið og hún er nú þegar
byrjuð á tveimur nýjum bókum en vill
ekkert gefa upp um hvert töfrahring-
urinn leiðir Rikku næst. „Það verður
bara að koma í ljós en ég ætla að gefa
þessar tvær bækur út á næsta ári,“
segir Hendrikka sem gefur höfundar-
laun sín til góðra málefna sem varða
börn. „Ritlaunin fyrir fyrstu bókina
gef ég Reykjadal, sem er dvalarheimili
fyrir fötluð börn, en ég á eftir að ákveða
hvert launin fyrir Rikku og töfrahring-
inn á Indlandi renna. En ég læt þetta
alltaf ganga til góðra mála.“
hendrika Waage: Sendir ferðalanginn rikku til indlandS
þórdíS JóhannSdóttir hefur þróað alíSlenSkt barnamauk áSamt vinkonu Sinni
Styðst við eigið
heimshornaflakk
Hendrikka Waage, skartgripahönnuður og rithöfundur með meiru, er í ör-
stuttri heimsókn á Íslandi þessa dagana til þess að fylgja úr hlaði nýju barna-
bókinni sinni, Rikka og töfrahringurinn á Indlandi. Bókin er sjálfstætt fram-
hald af Rikka og töfrahringurinn á Íslandi sem kom út ekki alls fyrir löngu.
þ órdís Jóhannsdóttir og vinkona hennar Guðrún Stefánsdóttir dóttir hafa unnið að þróun á alíslensku mauki fyrir ung-
börn um nokkurt skeið. Þær leggja fyrst og
fremst áherslu á hollt íslenskt hráefni og af-
urðin er væntanleg í verslanir strax eftir helgi
undir nafninu Kátir kroppar.
Þórdís segir að hugmyndin hafi kviknað í
símtali milli þeirra vinkvenna. Hún sat þá á
veitingastað og var á kafi í nýsköpunarpæling-
um í tengslum við meistaraverkefni sitt í verk-
fræði en Guðrún, sem er hjúkrunarfræðingur,
var heima að gefa barninu sínu að borða.
„Við eigum báðar tvö börn hvor og höfum
lagt mikla áherslu á að útbúa hollan og góðan
mat handa þeim. Í framhaldi af því fengum við
þá hugmynd að flytja þessa viðleitni okkar út
fyrir veggi heimilisins með því að framleiða
hollt mauk. Það varð svo úr að ég fékk gerð við-
skiptaáætlunar og markaðssetningar vörunnar
viðurkennda sem lokaverkefni í verkfærðinni
og nú styttist í að maukið komi í hillur versl-
ana,“ segir Þórdís.
Markmið Þórdísar og Guðrúnar er tvíþætt;
annars vegar að tryggja komandi kynslóðum
besta hráefni sem völ er á í barnamat og að
hægt verði að nálgast slíkan mat allan ársins
hring, og hins vegar að efla íslenskt atvinnu-
líf. „Ef þetta gengur vel skapast ýmis störf við
framleiðsluna og bændurnir okkar fá tilefni til
að rækta enn meira.“
Vinkonurnar leggja mikið upp úr því að allt
hráefni í mauk Kátra kroppa sé íslenskt og
þrátt fyrir miklar gæðakröfur segir Þórdís þær
geta boðið íslenska maukið á verði sem sé vel
samkeppnisfært við innflutt ungbarnamauk.
Maukið er fryst sem er heppilegra en niður-
suða þeagr kemur að ferskleika og varðveislu
næringarefna. „Það eru engin aukefni í mauk-
inu og við ætlum að fara af stað með fjórar
tegundir til að byrja með og notum gulrætur,
rófur, spergilkál, blómkál og steinselju.“
Íslenskt grænmeti maukað ofan í káta kroppa
Nærri lá að einn hinna tilnefndu höfunda til Íslensku bók-
menntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta fengi ekki að
vita um heiðurinn fyrr en formlegri og hátíðlegri tilkynningu
var lokið. Ekki náðist í Sigurð Guð-
mundsson, myndlistarmann og höfund
skáldverksins Dýrin í Saigon, hvernig
sem reynt var í síma og með tölvupósti
fyrr en á síðustu stundu. Þá kom í ljós að
hann hafði lent í hrakningum á leiðinni
frá Hollandi til Kína. Flugvél hans hafði
þurft að nauðlenda í Kasakstan og eftir
48 klukkustunda vosbúð í háloftunum
og á jörðu niðri komst Sigurður loks til
konu sinnar í Kína og frétti þá af tilnefningunni. Enginn tími var
þá til að komast heim til Íslands svo að hann sendi Sólveigu
Birnu dóttur sína til að taka á móti viðurkenningunni. Sjálfur
kemur hann væntanlega heim í janúar í tengslum við viðamikla
sýningu á verkum hans í Kaupmannahöfn.
Nauðlenti utan þjónustusvæðis í Kasakstan
Stuðmaður í stað
Jóns Ásgeirs
Fjölmiðlafyrirtækið 365
miðlar hélt starfsfólki sínu
jólahlaðborð í Vodafone-
höllinni á föstudaginn
í síðustu viku. Eigandi
fyrirtækisins, Ingibjörg
Stefanía Pálmadóttir,
heiðraði samkomuna með
nærveru sinni en athygli
vakti að Jakob Frímann
Magnússon var borðherra
hennar en ekki eiginmaður-
inn, Jón Ásgeir Jóhannes-
son. Stuðmaðurinn Jakob
gekk vasklega til verks við
hlaðborðið en hljóp þó ekki
lengi í skarðið fyrir Jón
Ásgeir sem mætti á svæðið
þegar líða tók á kvöldið.
Bjarni málar með
geðlækni
Bjarni Bernharður Bjarnason er eitt
afkastamesta ljóðskáld síðari ára á Íslandi.
Hann sendir alla jafna ekki frá sér færri
en eina ljóðabók á ári og stendur sjálfur
í ströngu við markaðssetninguna og oft
má ganga að honum vísum í Austurstræti
þar sem hann selur bækur sínar. Bjarni
er einnig liðtækur listmálari og nú herma
fregnir að á næstunni ætli hann að hvíla
sig á ljóðum og einbeita sér að málningu
og striga. Hann hefur fengið Magnús
Skúlason, fyrrverandi geðlækni á Sogni,
til liðs við sig en þeir félagar ætla að sinna
myndlistinni í sameiningu.
Ég hef búið
og starfað
mjög víða
og mig lang-
ar að kynna
löndin, sögu
þeirra og
menningu,
fyrir börn-
unum.
Hendrikka Waage hefur búið víða um lönd á síðustu 17 árum og notar nú upplifun sína af Indlandi í aðra barnabókina um
ferðalanginn Rikku. Ljósmynd/Hari.
Maukið mun fást í Fjarðarkaupum og víðar strax
eftir helgi.